Endurreisn Laxabakka við Sog hafin og stefnt að opnun menningarseturs Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2021 09:00 Mynd af Laxabakka árið 1944, tekin af Ósvaldi Knúdsen sjálfum, mynd af húsinu eins og það leit út árið 2017, og svo staða framkvæmdanna síðustu helgi. aðsendar Endurbygging bæjarins Laxabakka við sunnanvert Sog er hafin og er stefnt að því að þar verði starfrækt menningarsetur þegar bærinn verður kominn í upprunalega mynd, líklega næsta sumar. Þetta segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og eigandi Íslenska bæjarins, í samtali við Vísi. Þeir sem hafa ekið Biskupstungnabraut í norður frá Þjóðvegi 1 síðustu vikurnar hafa margir tekið eftir því að bærinn Laxabakki er nú hvergi sjáanlegur. Segir Hannes að bærinn hafi verið tekinn niður síðasta vor og í haust og að framkvæmdir við endurreisnina séu komnar á fullt. „Húsið er friðlýst og við tókum þetta því niður af eins mikilli nákvæmni og varfærni og mögulegt er. Allar innréttingar, öll húsgögn og allt sem hægt er að varðveita höfum við varðveitt og tekið til handagagns og lagað. Við höfum mælt þetta upp af mikilli nákvæmni og farið í saumana á öllum smáatriðum. Á sama tíma höfum við aflað mikilla gagna og heimilda um bæinn og uppbyggingarsögu hans,“ segir Hannes sem unnið hefur að framkvæmdinni ásamt Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur, einnig hjá Íslenska bænum. Laxabakki var reistur árið 1942 og stendur við bakka sunnanverðs Sogs í Grímsnesi.Aðsend/Ósvaldur Knudsen Hús Ósvaldar Greint var frá því í maí á síðasta ári að mennta- og menningarmálaráðherra hefði samþykkt tillögu Minjastofnunar um að bærinn Laxabakki skyldi friðlýstur. Ósvaldur Knudsen (1899-1975), málarameistari og brautryðjandi í gerð leikinna kvikmynda og heimildamynda um íslenska náttúru, átti og reisti árið 1942, en það var byggt sem veiði- og frístundahús. Ósvaldur hannaði og smíðaði húsið í mynd íslensks torfbæjar með tveimur misháum burstum, torfi á þaki og hlöðnum hliðarveggjum úr hraunhellum. Í friðlýsingartillögunni kom fram að varðveislugildi bæjarins væri mikið þrátt fyrir bágborið ástand hússins. Fælist það ekki síst í samspili byggingarlistar við náttúru og umhverfi auk þess að færa megi rök fyrir því að húsið sé seinasti hlekkurinn í óslitinni, ellefu hundruð ára þróunarsögu íslenska bæjarins. Laxabakki var mjög illa farinn og hefur bærinn nú verið rifinn. Unnið er að uppbyggingu enda var bærinn friðlýstur á síðasta ári.Aðsend/Hannes Lárusson Dómur eftir áralangar nágrannaerjur Hannes og menningarsetrið Íslenski bærinn keyptu Laxabakka árið 2018 og segir Hannes að hann hafi þá gengið inn í eldri nágrannadeilur við Landvernd og Héraðsnefnd Árnesinga sem sneru að eignarhaldi á lóðinni og lóðarmörkum. Dómur hafi fallið í deilunni í febrúar síðastliðnum – dómur sem féll Íslenska bænum í vil– og segir hann að í kjölfarið hafi uppbygging bæjarins getað hafist að nýju. „Þessi ágreiningur varð til þess að það var erfitt um vik að standa að skipulegri uppbyggingu þarna. En eftir að þessi dómsúrskurður féll leystist úr þessum ágreiningi og í framhaldi af því fengum við nauðsynleg byggingarleyfi til að halda framkvæmdum áfram,“ segir Hannes. Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir vinnur að því að fjarlægja torfið af illa förnum bænum.Aðsend/Hannes Lárusson „Fegusta bygging á Íslandi“ Ljóst má vera að mörgum þykir vænt um Laxabakka enda bærinn einstaklega vel staðsettur við bakka Sogsins, rétt sunnan Þrastalundar. Þannig sótti finnski arkitektinn Alvar Aalto bæinn heim árið 1968 og er til ljósmynd af honum við húsið ásamt Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt. Var haft eftir Aalto að Laxabakki væri að hans mati fegursta bygging á Íslandi. Að neðan má sjá myndina Sogið sem Ósvaldur Knudsen gerði á sínum tíma. Hannes segir að fljótlega hafi komið í ljós að taka þyrfti húsið allt niður og byggja það svo upp frá grunni. „Það var mikið nákvæmnisverk að taka húsið niður enda þurfti meðal annars að fjarlægja spilliefni eins og asbest. Við erum nú búin að steypa grunninn og er vinna hafin við að koma upp húsgrindinni. Við munum nútímavæða bæinn að hluta til og þannig verður þarna bæði vatn og rafmagn og allt gert til að húsið verði eins vel varðveitt og mögulegt er. Við stefnum svo að koma upp innréttingunum strax í vor og að bærinn verði kominn upp og búinn að taka á sig upprunalega mynd næsta sumar. Við stefnum að því. Samhliða þessu ætlum við okkur að gera upp bátaskýlið fyrir neðan bæinn.“ Svona var umhorfs á Laxabakka um síðustu helgi. Er búið að steypa grunninn og unnið að því að koma upp húsagrind. Steypuskortur hefur eitthvað hægt á framkvæmdum síðustu vikurnar, en vonast er til að framkvæmdum ljúki næsta sumar.Vísir/Atli Afdrep fyrir þá sem vilja gott af sér leiða Hannes segir að litlu þjónustuhúsi verði svo komið upp nærri bænum, en þó þannig að það skyggi ekki á eða trufli upprunalega mynd hússins og náttúrunnar. „Við ætlum að hafa það eins vel aðlagað aðstæðum og mögulegt er. Enn sé þó beðið eftir deiliskipulagi þegar kemur að þeirri uppbyggingu. Hannes Lárusson.Aðsend Til framtíðar er hugsunin að Laxabakki verði menningarsetur, að gamla húsið verði safngripur og til sýnis undir ákveðnum skilyrðum. Í þjónustuhúsinu verður svo sýningaraðstaða og vinnustofur fyrir fræðimenn og listamenn – afdrep fyrir þá sem hafa áhuga á að láta gott af sér leiða í nátturuvernd og menningarstarfsemi. Við ætlum okkur líka að vera með sérstaka Ósvaldarstofu þar sem minning Ósvaldar Knudsen verður haldið á lofti.“ Framkvæmdasvæðið um síðustu helgi.Vísir/Atli Þjóðernismódernismi í arkitektúrnum Hannes segir að Laxabakki sé í byggingarlegasögulegri þróun með síðustu húsum sem byggt var innan hinnar gömlu íslensku byggingarhefðar. „Þarna er líklega síðasta baðstofan sem byggð var á Íslandi samkvæmt gömlum reglum. En þetta er líka mjög nútímavætt. Það er mikill módernismi í þessu. Hver einasti hlutur þarna inni – innréttingar og fleira – er sérhannaður. Það er þjóðernismódernismi í þessum byggingarstíl. Bátaskýlið er að hruni komið og verður sömuleiðis endurhlaðið.Vísir/Atli Húsið og umhverfið renna þarna líka saman í eina heild og út úr því kemur listaverk sem er sér á parti. Það er mjög erfitt að gera það betur. Það er líka þess vegna sem þarf að fara svona nákvæmlega í að endurbyggja þetta, þar sem ekki má miklu skeika. Ef maður myndi færa húsið til um einhverja metra, hækka það eða lækka eða breyta, þá myndi það missa þennan sjarma sem það hefur. Þarna er hver þáttur í húsinu úthugsaður og það er þetta fagurfræðilega samræmi sem er í húsinu og umhverfinu sem ég held að sé í rauninni einstakt á þessu svæði og þótt víðar væri leitað.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Húsavernd Menning Tengdar fréttir Húsið friðlýst sem Alvar Aalto sagði hið fallegasta á Íslandi Bærinn Laxabakki við sunnanvert Sog í Árnessýslu skammt neðan brúarinnar við Þrastalund verður friðlýstur. 15. maí 2020 13:10 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og eigandi Íslenska bæjarins, í samtali við Vísi. Þeir sem hafa ekið Biskupstungnabraut í norður frá Þjóðvegi 1 síðustu vikurnar hafa margir tekið eftir því að bærinn Laxabakki er nú hvergi sjáanlegur. Segir Hannes að bærinn hafi verið tekinn niður síðasta vor og í haust og að framkvæmdir við endurreisnina séu komnar á fullt. „Húsið er friðlýst og við tókum þetta því niður af eins mikilli nákvæmni og varfærni og mögulegt er. Allar innréttingar, öll húsgögn og allt sem hægt er að varðveita höfum við varðveitt og tekið til handagagns og lagað. Við höfum mælt þetta upp af mikilli nákvæmni og farið í saumana á öllum smáatriðum. Á sama tíma höfum við aflað mikilla gagna og heimilda um bæinn og uppbyggingarsögu hans,“ segir Hannes sem unnið hefur að framkvæmdinni ásamt Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur, einnig hjá Íslenska bænum. Laxabakki var reistur árið 1942 og stendur við bakka sunnanverðs Sogs í Grímsnesi.Aðsend/Ósvaldur Knudsen Hús Ósvaldar Greint var frá því í maí á síðasta ári að mennta- og menningarmálaráðherra hefði samþykkt tillögu Minjastofnunar um að bærinn Laxabakki skyldi friðlýstur. Ósvaldur Knudsen (1899-1975), málarameistari og brautryðjandi í gerð leikinna kvikmynda og heimildamynda um íslenska náttúru, átti og reisti árið 1942, en það var byggt sem veiði- og frístundahús. Ósvaldur hannaði og smíðaði húsið í mynd íslensks torfbæjar með tveimur misháum burstum, torfi á þaki og hlöðnum hliðarveggjum úr hraunhellum. Í friðlýsingartillögunni kom fram að varðveislugildi bæjarins væri mikið þrátt fyrir bágborið ástand hússins. Fælist það ekki síst í samspili byggingarlistar við náttúru og umhverfi auk þess að færa megi rök fyrir því að húsið sé seinasti hlekkurinn í óslitinni, ellefu hundruð ára þróunarsögu íslenska bæjarins. Laxabakki var mjög illa farinn og hefur bærinn nú verið rifinn. Unnið er að uppbyggingu enda var bærinn friðlýstur á síðasta ári.Aðsend/Hannes Lárusson Dómur eftir áralangar nágrannaerjur Hannes og menningarsetrið Íslenski bærinn keyptu Laxabakka árið 2018 og segir Hannes að hann hafi þá gengið inn í eldri nágrannadeilur við Landvernd og Héraðsnefnd Árnesinga sem sneru að eignarhaldi á lóðinni og lóðarmörkum. Dómur hafi fallið í deilunni í febrúar síðastliðnum – dómur sem féll Íslenska bænum í vil– og segir hann að í kjölfarið hafi uppbygging bæjarins getað hafist að nýju. „Þessi ágreiningur varð til þess að það var erfitt um vik að standa að skipulegri uppbyggingu þarna. En eftir að þessi dómsúrskurður féll leystist úr þessum ágreiningi og í framhaldi af því fengum við nauðsynleg byggingarleyfi til að halda framkvæmdum áfram,“ segir Hannes. Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir vinnur að því að fjarlægja torfið af illa förnum bænum.Aðsend/Hannes Lárusson „Fegusta bygging á Íslandi“ Ljóst má vera að mörgum þykir vænt um Laxabakka enda bærinn einstaklega vel staðsettur við bakka Sogsins, rétt sunnan Þrastalundar. Þannig sótti finnski arkitektinn Alvar Aalto bæinn heim árið 1968 og er til ljósmynd af honum við húsið ásamt Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt. Var haft eftir Aalto að Laxabakki væri að hans mati fegursta bygging á Íslandi. Að neðan má sjá myndina Sogið sem Ósvaldur Knudsen gerði á sínum tíma. Hannes segir að fljótlega hafi komið í ljós að taka þyrfti húsið allt niður og byggja það svo upp frá grunni. „Það var mikið nákvæmnisverk að taka húsið niður enda þurfti meðal annars að fjarlægja spilliefni eins og asbest. Við erum nú búin að steypa grunninn og er vinna hafin við að koma upp húsgrindinni. Við munum nútímavæða bæinn að hluta til og þannig verður þarna bæði vatn og rafmagn og allt gert til að húsið verði eins vel varðveitt og mögulegt er. Við stefnum svo að koma upp innréttingunum strax í vor og að bærinn verði kominn upp og búinn að taka á sig upprunalega mynd næsta sumar. Við stefnum að því. Samhliða þessu ætlum við okkur að gera upp bátaskýlið fyrir neðan bæinn.“ Svona var umhorfs á Laxabakka um síðustu helgi. Er búið að steypa grunninn og unnið að því að koma upp húsagrind. Steypuskortur hefur eitthvað hægt á framkvæmdum síðustu vikurnar, en vonast er til að framkvæmdum ljúki næsta sumar.Vísir/Atli Afdrep fyrir þá sem vilja gott af sér leiða Hannes segir að litlu þjónustuhúsi verði svo komið upp nærri bænum, en þó þannig að það skyggi ekki á eða trufli upprunalega mynd hússins og náttúrunnar. „Við ætlum að hafa það eins vel aðlagað aðstæðum og mögulegt er. Enn sé þó beðið eftir deiliskipulagi þegar kemur að þeirri uppbyggingu. Hannes Lárusson.Aðsend Til framtíðar er hugsunin að Laxabakki verði menningarsetur, að gamla húsið verði safngripur og til sýnis undir ákveðnum skilyrðum. Í þjónustuhúsinu verður svo sýningaraðstaða og vinnustofur fyrir fræðimenn og listamenn – afdrep fyrir þá sem hafa áhuga á að láta gott af sér leiða í nátturuvernd og menningarstarfsemi. Við ætlum okkur líka að vera með sérstaka Ósvaldarstofu þar sem minning Ósvaldar Knudsen verður haldið á lofti.“ Framkvæmdasvæðið um síðustu helgi.Vísir/Atli Þjóðernismódernismi í arkitektúrnum Hannes segir að Laxabakki sé í byggingarlegasögulegri þróun með síðustu húsum sem byggt var innan hinnar gömlu íslensku byggingarhefðar. „Þarna er líklega síðasta baðstofan sem byggð var á Íslandi samkvæmt gömlum reglum. En þetta er líka mjög nútímavætt. Það er mikill módernismi í þessu. Hver einasti hlutur þarna inni – innréttingar og fleira – er sérhannaður. Það er þjóðernismódernismi í þessum byggingarstíl. Bátaskýlið er að hruni komið og verður sömuleiðis endurhlaðið.Vísir/Atli Húsið og umhverfið renna þarna líka saman í eina heild og út úr því kemur listaverk sem er sér á parti. Það er mjög erfitt að gera það betur. Það er líka þess vegna sem þarf að fara svona nákvæmlega í að endurbyggja þetta, þar sem ekki má miklu skeika. Ef maður myndi færa húsið til um einhverja metra, hækka það eða lækka eða breyta, þá myndi það missa þennan sjarma sem það hefur. Þarna er hver þáttur í húsinu úthugsaður og það er þetta fagurfræðilega samræmi sem er í húsinu og umhverfinu sem ég held að sé í rauninni einstakt á þessu svæði og þótt víðar væri leitað.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Húsavernd Menning Tengdar fréttir Húsið friðlýst sem Alvar Aalto sagði hið fallegasta á Íslandi Bærinn Laxabakki við sunnanvert Sog í Árnessýslu skammt neðan brúarinnar við Þrastalund verður friðlýstur. 15. maí 2020 13:10 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Húsið friðlýst sem Alvar Aalto sagði hið fallegasta á Íslandi Bærinn Laxabakki við sunnanvert Sog í Árnessýslu skammt neðan brúarinnar við Þrastalund verður friðlýstur. 15. maí 2020 13:10