Lebron og Liverpool framleiða vörur saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 14:00 LeBron James sést hér á Anfield þegar hann mætti á leik Liverpool og Manchester United. Getty/Clive Brunskill LeBron James er á leiðinni í enska fótboltann. Ekki reyndar til að spila heldur sem hluti af markaðssetningu Nike í tengslum við samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Nike ætlar að framleiða vörur með LeBron James og Liverpool í líkingu við það sem íþróttavöruframleiðandinn gerði með Michael Jordan línuna fyrir franska félagið Paris Saint Germain. Liverpool confirm an incoming collab with LeBron pic.twitter.com/BSKuOzjgXU— B/R Football (@brfootball) November 24, 2021 Flest mannsbörn ættu að kannast við Air Jordan vörurnar og nú á samvinna Lebron og Liverpool að vera svolítið eins framleiðslan á Air Jordan vörum fyrir Nike. LeBron James er í eigandahópi Liverpool og hefur átt hlut í enska félaginu síðan 2011. Upp á síðkastið hefur meira sést af honum í Liverpool vörum og þá hefur hann tjáð sig um liðið á samfélagsmiðlum. Allt líklega til að undirbúa skrefið sem hann er að fara að taka í næstu framtíð. Nike ætlar sér að reyna að fá eins mikið og hægt er út úr samningi sínum við Liverpool. Ætlunin er að gera svipaða hluti og Nike hefur gert með Jordan vörur fyrir lið Paris Saint Germain. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Það hefur ekki komið fram um hvernig vörur verður að ræða en samkvæmt fréttum að utan þá eiga þetta að vera sjö til átta vörur sem tengja saman LeBron James og fótboltann. James hefur svolítið verið að elta Jordan allan sinn feril og er þetta dæmi um hann að feta í fótspor besta leikmanns allra tíma með því að fá sína eigin vörulínu. LeBron endurgerði eins og kunnugt er Space Jam kvikmyndina í ár og hét hún Space Jam: A New Legacy. Nú gæti því Liverpool liðið fara að spila í LeBron búningum eins og Paris Saint Germain hefur verið að spila í Jordan búningnum. Líklegra er þó að um verði aðrar vörur en ekki sjálfir búningarnir. Það verður þó að koma betur í ljós. Enski boltinn NBA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Sjá meira
Nike ætlar að framleiða vörur með LeBron James og Liverpool í líkingu við það sem íþróttavöruframleiðandinn gerði með Michael Jordan línuna fyrir franska félagið Paris Saint Germain. Liverpool confirm an incoming collab with LeBron pic.twitter.com/BSKuOzjgXU— B/R Football (@brfootball) November 24, 2021 Flest mannsbörn ættu að kannast við Air Jordan vörurnar og nú á samvinna Lebron og Liverpool að vera svolítið eins framleiðslan á Air Jordan vörum fyrir Nike. LeBron James er í eigandahópi Liverpool og hefur átt hlut í enska félaginu síðan 2011. Upp á síðkastið hefur meira sést af honum í Liverpool vörum og þá hefur hann tjáð sig um liðið á samfélagsmiðlum. Allt líklega til að undirbúa skrefið sem hann er að fara að taka í næstu framtíð. Nike ætlar sér að reyna að fá eins mikið og hægt er út úr samningi sínum við Liverpool. Ætlunin er að gera svipaða hluti og Nike hefur gert með Jordan vörur fyrir lið Paris Saint Germain. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Það hefur ekki komið fram um hvernig vörur verður að ræða en samkvæmt fréttum að utan þá eiga þetta að vera sjö til átta vörur sem tengja saman LeBron James og fótboltann. James hefur svolítið verið að elta Jordan allan sinn feril og er þetta dæmi um hann að feta í fótspor besta leikmanns allra tíma með því að fá sína eigin vörulínu. LeBron endurgerði eins og kunnugt er Space Jam kvikmyndina í ár og hét hún Space Jam: A New Legacy. Nú gæti því Liverpool liðið fara að spila í LeBron búningum eins og Paris Saint Germain hefur verið að spila í Jordan búningnum. Líklegra er þó að um verði aðrar vörur en ekki sjálfir búningarnir. Það verður þó að koma betur í ljós.
Enski boltinn NBA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Sjá meira