Uppselt á leik sænska kvennalandsliðsins í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 09:31 Sænska landsliðskonan Stina Blackstenius í barátti við íslensku landsliðskonuna Glódísi Perlu Viggósdóttur í leik liðanna í síðustu undankeppni. EPA-EFE/Bjorn Larsson Eins og við hér heima á Íslandi þá eru Svíar með mjög spennandi kvennalandslið í fótboltanum. Það er líka mikill áhugi á sænsku stelpunum þessa dagana eins og sjá má á fréttum frá Svíþjóð. Sænska knattspyrnusambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að uppselt er á leik sænska kvennalandsliðsins í undankeppni HM í kvöld. Det blir storpublik när Sverige tar emot Finland i VM-kvalet på Gamla Ullevi i morgon. https://t.co/mkjiw3354E— SVT Sport (@SVTSport) November 24, 2021 Svíar mæta þá nágrönnum sínum Finnum á Gamla Ullevi leikvanginum. Svíar eru efstir í riðlinum með fullt hús eftir þrjá leiki en Finnar eru í öðru sæti, þremur stigum á eftir. 14.500 miðar voru í boði og nú eru þeir allir seldir. Mæti allt þetta fólk á völlinn verður sett nýtt áhorfendamet á leik sænska kvennalandsliðsins í Svíþjóð þegar frá eru taldir leikir liðsins á stórmóti. „Áhorfendurnir eru mikilvægasta fólkið okkar fyrir utan völlinn og það er stórkostlegt að það sé uppselt á leikinn,“ sagði fyrirliðinn Caroline Seger í fréttatilkynningu sænska sambandsins. „Það gefur okkur leikmönnunum mikla aukaorku að fá þessar fréttir í aðdraganda leiksins. Við munum gera allt okkar til að bjóða upp á góðan fótboltaleik. Okkur hlakkar til að spila fyrir framan alla þessa frábæru stuðningsmenn og búa til ógleymanlegt kvöld saman,“ sagði Seger. Sveriges VM-kvalmatch utsåld: "Helt magiskt"https://t.co/haiQGyL9Lm pic.twitter.com/YfaSa6j01s— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) November 24, 2021 Það hafa bara mætt fleiri á kvennalandsleik í Svíþjóð þegar Svíar héldu EM sumarið 2013 en íslenska kvennalandsliðið fór einmitt í átta liða úrslitin á því móti. Sænska kvennalandsliðið hefur ekki tapað leik á árinu 2021 fyrir utan úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum þegar liðið tapaði á móti Kanada í vítakeppni. Alls eru þetta 13 sigrar, 2 jafntefli og 1 tap í vítakeppni sem er magnaður árangur. Svíar hafa unnið verðlaun á tveimur síðustu stórmótum en sænska liðið varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum síðasta sumar og í þriðja sæti á HM sumar 2019. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira
Sænska knattspyrnusambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að uppselt er á leik sænska kvennalandsliðsins í undankeppni HM í kvöld. Det blir storpublik när Sverige tar emot Finland i VM-kvalet på Gamla Ullevi i morgon. https://t.co/mkjiw3354E— SVT Sport (@SVTSport) November 24, 2021 Svíar mæta þá nágrönnum sínum Finnum á Gamla Ullevi leikvanginum. Svíar eru efstir í riðlinum með fullt hús eftir þrjá leiki en Finnar eru í öðru sæti, þremur stigum á eftir. 14.500 miðar voru í boði og nú eru þeir allir seldir. Mæti allt þetta fólk á völlinn verður sett nýtt áhorfendamet á leik sænska kvennalandsliðsins í Svíþjóð þegar frá eru taldir leikir liðsins á stórmóti. „Áhorfendurnir eru mikilvægasta fólkið okkar fyrir utan völlinn og það er stórkostlegt að það sé uppselt á leikinn,“ sagði fyrirliðinn Caroline Seger í fréttatilkynningu sænska sambandsins. „Það gefur okkur leikmönnunum mikla aukaorku að fá þessar fréttir í aðdraganda leiksins. Við munum gera allt okkar til að bjóða upp á góðan fótboltaleik. Okkur hlakkar til að spila fyrir framan alla þessa frábæru stuðningsmenn og búa til ógleymanlegt kvöld saman,“ sagði Seger. Sveriges VM-kvalmatch utsåld: "Helt magiskt"https://t.co/haiQGyL9Lm pic.twitter.com/YfaSa6j01s— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) November 24, 2021 Það hafa bara mætt fleiri á kvennalandsleik í Svíþjóð þegar Svíar héldu EM sumarið 2013 en íslenska kvennalandsliðið fór einmitt í átta liða úrslitin á því móti. Sænska kvennalandsliðið hefur ekki tapað leik á árinu 2021 fyrir utan úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum þegar liðið tapaði á móti Kanada í vítakeppni. Alls eru þetta 13 sigrar, 2 jafntefli og 1 tap í vítakeppni sem er magnaður árangur. Svíar hafa unnið verðlaun á tveimur síðustu stórmótum en sænska liðið varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum síðasta sumar og í þriðja sæti á HM sumar 2019.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira