Töluverðar takmarkanir verða á starfsemi Vesturbyggðar vegna aukins fjölda smita. Engin starfsemi verður í skólum á Patreksfirði fram yfir helgi, en ástandið verður metið á sunnudaginn. Íþróttastarfsemi og tónlistarkennsla fellur niður og bókasafni Vesturbyggðar á Patreksfirði einnig lokað.
Í tilkynningu frá Vesturbyggð segir að starfsemi leikskólans Akrakletts á Patreksfirði sé viðkvæm vegna manneklu. Foreldrar sem hafi tök á eru beðnir um að halda börnum sínum heima. Íbúar eru beðnir um að koma ekki í ráðhús Vesturbyggðar nema brýna nauðsyn beri til.