Tónlist

Hafdís Huld fær tvöfalda platínuplötu fyrir Vögguvísur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Alisdair Wright og Hafdís Huld
Alisdair Wright og Hafdís Huld Alda Music

Hafdís Huld og Alisdair Wright fengu á dögunum tvöfalda platínuplötu fyrir plötuna Vögguvísur. Vögguvísur kom út árið 2012 og náði fljótlega miklum vinsældum.

Síðan þá hefur ekkert lát verið á vinsældum plötunnar sem endurspeglast meðal annars í því að árið 2020 var Vögguvísur mest selda plata landsins.

Í hverri viku má líka sjá lög af plötunni á vinsældarlistum á Spotify eins og Top 50 - Iceland á Spotify svo það er ljóst að margir foreldrar hér á landi spila lögin fyrir börnin á kvöldin. Lagið Bíum bíum bambaló hefur verið spilað 103.660 sinnum á Youtube þegar þetta er skrifað.

Platan hefur selst í yfir 20.000 eintökum og fær því viðurkenningu sem er staðfest af Félagi hljómplötuframleiðenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×