KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. nóvember 2021 11:23 Eiður Smári Guðjohnsen hefur lokið störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Getty/Marc Atkins Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að gert hefði verið samkomulag um að Eiður Smári láti af störfum þann 1. desember. DV greindi fyrst frá því að ástæðan fyrir því að KSÍ hefði nýtt sér endurskoðunarákvæðið tengdist gleðskap eftir landsleik Norður-Makedóníu og Íslands fyrir tíu dögum síðan þar sem áfengi var haft um hönd. „Við viljum ekki bæta neinu við yfirlýsinguna. Þetta snýr að persónulegum málefnum og við viljum ekki tjá okkur frekar um það fyrir utan að endurskoðunarákvæðið í samningnum var virkjað,“ segir Ómar en tímaramminn á endurskoðunarákvæðinu var fyrstu tvær vikur desembermánaðar að sögn deildarstjórans. Ómar staðfestir að sambandið hafi boðið upp á áfengi að loknum leiknum við Norður-Makedóníu en það var síðasti leikur liðsins í undankeppni HM. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ segir Ómar en það er innan við ár síðan landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins þurfti að hætta eftir að áfengi var haft um hönd eftir landsleik. Af hverju var KSÍ að bjóða upp á áfengi eftir leikinn? „Það er bara oft þannig. Menn sitja saman að loknu verkefni. Spjalla og fá sér einn til tvo bjóra áður en menn kveðja. Svona eins og fólk gerir.“ Ómar segir að leitin að nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara hefjist fljótlega og þar muni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ráða för. Arnar hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag. KSÍ Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Tilkynnt var um það í gærkvöldi að gert hefði verið samkomulag um að Eiður Smári láti af störfum þann 1. desember. DV greindi fyrst frá því að ástæðan fyrir því að KSÍ hefði nýtt sér endurskoðunarákvæðið tengdist gleðskap eftir landsleik Norður-Makedóníu og Íslands fyrir tíu dögum síðan þar sem áfengi var haft um hönd. „Við viljum ekki bæta neinu við yfirlýsinguna. Þetta snýr að persónulegum málefnum og við viljum ekki tjá okkur frekar um það fyrir utan að endurskoðunarákvæðið í samningnum var virkjað,“ segir Ómar en tímaramminn á endurskoðunarákvæðinu var fyrstu tvær vikur desembermánaðar að sögn deildarstjórans. Ómar staðfestir að sambandið hafi boðið upp á áfengi að loknum leiknum við Norður-Makedóníu en það var síðasti leikur liðsins í undankeppni HM. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ segir Ómar en það er innan við ár síðan landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins þurfti að hætta eftir að áfengi var haft um hönd eftir landsleik. Af hverju var KSÍ að bjóða upp á áfengi eftir leikinn? „Það er bara oft þannig. Menn sitja saman að loknu verkefni. Spjalla og fá sér einn til tvo bjóra áður en menn kveðja. Svona eins og fólk gerir.“ Ómar segir að leitin að nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara hefjist fljótlega og þar muni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ráða för. Arnar hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag.
KSÍ Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira