Í lok vetrar verði Þjóðverjar „bólusettir, búnir að ná sér af Covid eða látnir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 22:37 Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, var ómyrkur í máli á fréttamannafundi í dag. Carsten Koall/Getty Heilbrigðisráðherra Þýskalands, Jens Spahn, undirstrikaði í dag mikilvægi þess að landar hans létu bólusetja sig. Það gerði hann á afar beinskeyttan hátt, þegar hann ræddi við fréttamenn á fundi í Berlín í dag. „Í lok þessa vetrar verða allir Þjóðverjar bólusettir, búnir að ná sér af Covid, eða látnir,“ sagði ráðherrann. Með þessu gaf hann í skyn að þetta væru þeir þrír möguleikar sem kæmu til greina, nú þegar landið stendur í miðri fjórðu bylgju faraldursins, þeirri skæðustu til þessa. Þýskaland er með heldur lágt bólusetningarhlutfall í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir, en 68 prósent íbúa landsins hafa hlotið fulla bólusetningu. Smittíðni fer hækkandi og hefur í raunar aldrei verið hærri. Þannig hafa rúmlega 30 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi síðasta sólarhringinn, sem er aukning um sjö þúsund nýgreindra á einum degi frá því fyrir viku. Stjórnvöld í landinu hafa tekið ákvörðun um að koma á hertari sóttvarnaaðgerðum, sem fela meðal annars í sér að óbólusettum verðum meinaður aðgangur að ákveðnum almenningsstöðum, auk þess sem jólamörkuðum víða um landið hefur verið aflýst. Spahn sagðist á fundinum vera mótfallinn því að gera bólusetningar að skyldu, en sagði það þó siðferðislega skyldu hvers manns að láta bólusetja sig, í því skyni að vernda náungann. „Frelsi fylgir ábyrgð, og það er skylda samfélagsins að láta bólusetja sig,“ sagði hann og bætti við að á næstu mánuðum myndi hver sá sem ekki er bólusettur smitast, og skorta tilhlýðilega vörn gegn alvarlegum veikindum. Milljónir skammta gætu skemmst Spahn lagði sérstaka áherslu á eitt bóluefni, nefnilega bóluefna bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna, og sagði efnið vera „Rolls Royce bóluefnanna.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ástæðan sé sú að eftirspurn eftir bóluefni Pfizer sé svo mikil að útlit sé fyrir að skortur verði á því. Ráðherrann sagði þá að á næstu mánuðum gætu 16 milljónir skammta af Moderna-bóluefni farið til spillis, verði þeim ekki komið í gagnið. Frá upphafi faraldursins hafa ríflega 99 þúsund manns látist af völdum Covid-19, og yfir 5,4 milljónir fengið sjúkdóminn. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
„Í lok þessa vetrar verða allir Þjóðverjar bólusettir, búnir að ná sér af Covid, eða látnir,“ sagði ráðherrann. Með þessu gaf hann í skyn að þetta væru þeir þrír möguleikar sem kæmu til greina, nú þegar landið stendur í miðri fjórðu bylgju faraldursins, þeirri skæðustu til þessa. Þýskaland er með heldur lágt bólusetningarhlutfall í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir, en 68 prósent íbúa landsins hafa hlotið fulla bólusetningu. Smittíðni fer hækkandi og hefur í raunar aldrei verið hærri. Þannig hafa rúmlega 30 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi síðasta sólarhringinn, sem er aukning um sjö þúsund nýgreindra á einum degi frá því fyrir viku. Stjórnvöld í landinu hafa tekið ákvörðun um að koma á hertari sóttvarnaaðgerðum, sem fela meðal annars í sér að óbólusettum verðum meinaður aðgangur að ákveðnum almenningsstöðum, auk þess sem jólamörkuðum víða um landið hefur verið aflýst. Spahn sagðist á fundinum vera mótfallinn því að gera bólusetningar að skyldu, en sagði það þó siðferðislega skyldu hvers manns að láta bólusetja sig, í því skyni að vernda náungann. „Frelsi fylgir ábyrgð, og það er skylda samfélagsins að láta bólusetja sig,“ sagði hann og bætti við að á næstu mánuðum myndi hver sá sem ekki er bólusettur smitast, og skorta tilhlýðilega vörn gegn alvarlegum veikindum. Milljónir skammta gætu skemmst Spahn lagði sérstaka áherslu á eitt bóluefni, nefnilega bóluefna bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna, og sagði efnið vera „Rolls Royce bóluefnanna.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ástæðan sé sú að eftirspurn eftir bóluefni Pfizer sé svo mikil að útlit sé fyrir að skortur verði á því. Ráðherrann sagði þá að á næstu mánuðum gætu 16 milljónir skammta af Moderna-bóluefni farið til spillis, verði þeim ekki komið í gagnið. Frá upphafi faraldursins hafa ríflega 99 þúsund manns látist af völdum Covid-19, og yfir 5,4 milljónir fengið sjúkdóminn.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira