Derby drottningin Dagný kát í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 13:32 Dagný Brynjarsdóttir fagnar sigurmarkinu sínu með liðsfélaga sínum Kate Longhurst. Getty/John Walton Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var hetja West Ham liðsins í sigri í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. Dagný skoraði þá eina mark leiksins þegar West Ham vann 1-0 sigur á Tottenhma í derby-slag. Heimasíða West Ham liðsins tók viðtal við Dagnýju í leikslok. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Það var mjög gaman að skora á móti Tottenham. Þetta var fyrsti leikurinn minn á móti Spurs. Ég veit að þetta er derby leikur og það er því frábært að fá þrjú stig og ná að skora markið,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Mér finnst ég hafa getað skorað fleiri mörk en ég hef gert hingað til. Vonandi fer ég að klára færin mín betur og þetta er að koma. Ég fékk eitt tækifæri í dag og kláraði það sem ég er mjög ánægð með,“ sagði Dagný. Þetta var góð vika fyrir West Ham liðið sem sló Birmingham út úr deildarbikarnum í miðri viku og gerði jafntefli við Reading um síðustu helgi. „Auðvitað vildum við öll þrjú stigin á móti Reading og það eru vonbrigði að hafa ekki unnið þann leik líka. Sjö stig af níu mögulegum í einni viku er samt fínt og við getum því ekki kvartað mikið,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Við vorum ekki ánægð með fyrri hálfleikinn okkar í dag en við ræddum það í hálfleik hvað við þurftum að gera. Við vissum það allar að við þurftum að gera betur. Við gerðum betur í seinni hálfleiknum og stjórnuðum leiknum í lokin sem hefur ekki verið okkar styrkleiki á þessu tímabili,“ sagði Dagný. „Tottenham er með gott lið og þetta var mikil barátta, mikið um aukaspyrnur og fólk á jörðinni. Við skiluðum ruslavinnunni vel í dag og börðumst vel allan leikinn. Á endanum þá héldum við marki okkar hreinu og náðum svo inn markinu sem er það mikilvægasta,“ sagði Dagný. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? Sjá meira
Dagný skoraði þá eina mark leiksins þegar West Ham vann 1-0 sigur á Tottenhma í derby-slag. Heimasíða West Ham liðsins tók viðtal við Dagnýju í leikslok. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Það var mjög gaman að skora á móti Tottenham. Þetta var fyrsti leikurinn minn á móti Spurs. Ég veit að þetta er derby leikur og það er því frábært að fá þrjú stig og ná að skora markið,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Mér finnst ég hafa getað skorað fleiri mörk en ég hef gert hingað til. Vonandi fer ég að klára færin mín betur og þetta er að koma. Ég fékk eitt tækifæri í dag og kláraði það sem ég er mjög ánægð með,“ sagði Dagný. Þetta var góð vika fyrir West Ham liðið sem sló Birmingham út úr deildarbikarnum í miðri viku og gerði jafntefli við Reading um síðustu helgi. „Auðvitað vildum við öll þrjú stigin á móti Reading og það eru vonbrigði að hafa ekki unnið þann leik líka. Sjö stig af níu mögulegum í einni viku er samt fínt og við getum því ekki kvartað mikið,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Við vorum ekki ánægð með fyrri hálfleikinn okkar í dag en við ræddum það í hálfleik hvað við þurftum að gera. Við vissum það allar að við þurftum að gera betur. Við gerðum betur í seinni hálfleiknum og stjórnuðum leiknum í lokin sem hefur ekki verið okkar styrkleiki á þessu tímabili,“ sagði Dagný. „Tottenham er með gott lið og þetta var mikil barátta, mikið um aukaspyrnur og fólk á jörðinni. Við skiluðum ruslavinnunni vel í dag og börðumst vel allan leikinn. Á endanum þá héldum við marki okkar hreinu og náðum svo inn markinu sem er það mikilvægasta,“ sagði Dagný.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? Sjá meira