„Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2021 10:30 Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson létu gamminn geysa eftir leik FH og Vals í Kaplakrika 2013. vísir/vilhelm Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. Mikið gekk á eftir 3-3 jafntefli FH og Vals í Kaplakrika sumarið 2013. Forráðamenn FH, þeir Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, fullyrtu meðal annars við blaðamenn að Börkur tæki hlut af sölu leikmanna Vals. „Hann er eini formaðurinn sem tekur hlut (e. cut) af öllum sölum, það er hann. Vitið þið þetta ekki? Eruð þið ekki fréttamenn? Hvað eruð þið að gera?“ sagði Jón Rúnar. Lúðvík tók svo við boltanum. „Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val. Hann gerir það, komist að því og þefið það uppi. Talið við mennina sem vita það. Það segir enginn frá þessu,“ sagði Lúðvík. Jón Rúnar og Lúðvík sendu frá sér afsökunarbeiðni sem Börkur tók gilda. FH fékk fjörutíu þúsund króna sekt fyrir ummæli þeirra. Börkur ræddi þessa uppákomu í Foringjunum á Stöð 2 Sport í gær. „Skipstjórinn í Hafnarfirði kemur siglandi eins og freygáta inn garðinn, þá var ég kominn hálfur inn í klefa, og lætur mig heyra það óþvegið. Hann er skapkall líka og ég er úr Fellunum. Þú verður að átta þig á því. Ég fór á móti og þetta voru eins og tveir hanar, í andlitinu á hvor öðrum. Það er ekkert gott að rifja upp hvað var sagt.“ Klippa: Foringjarnar - Börkur um deilurnar við FH-inga Börkur og Jón Rúnar héldu áfram að kítast úti á bílastæði áður en sá fyrrnefndi hélt heim á leið. Þar frétti hann af ummælum Jóns Rúnars og Lúðvíks. „Það var augljóst að menn misstu sig gjörsamlega. Ég veit fyrir víst að þetta tók mikið á Lúlla. Hann bætti ráð sitt og bað mig afsökunar á mjög einlægan hátt og Jón Rúnar einnig. Ég ákvað að vera maður með meiru og taka þessari afsökunarbeiðni því ég veit alveg hvað það er að missa sig. Ég ætlaði ekkert að halda því gegn mönnum, strax eftir leik og maður er keppnismaður sjálfur,“ sagði Börkur. „Þeir sögðu hluti sem voru ljótir og hafa legið utan á mér síðan þá. En ég er með þykkan skráp og læt það ekki á mig hafa. En þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa en ég ákvað að gera það og er búinn að fyrirgefa þeim að fullu í dag.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Valur Foringjarnir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Mikið gekk á eftir 3-3 jafntefli FH og Vals í Kaplakrika sumarið 2013. Forráðamenn FH, þeir Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, fullyrtu meðal annars við blaðamenn að Börkur tæki hlut af sölu leikmanna Vals. „Hann er eini formaðurinn sem tekur hlut (e. cut) af öllum sölum, það er hann. Vitið þið þetta ekki? Eruð þið ekki fréttamenn? Hvað eruð þið að gera?“ sagði Jón Rúnar. Lúðvík tók svo við boltanum. „Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val. Hann gerir það, komist að því og þefið það uppi. Talið við mennina sem vita það. Það segir enginn frá þessu,“ sagði Lúðvík. Jón Rúnar og Lúðvík sendu frá sér afsökunarbeiðni sem Börkur tók gilda. FH fékk fjörutíu þúsund króna sekt fyrir ummæli þeirra. Börkur ræddi þessa uppákomu í Foringjunum á Stöð 2 Sport í gær. „Skipstjórinn í Hafnarfirði kemur siglandi eins og freygáta inn garðinn, þá var ég kominn hálfur inn í klefa, og lætur mig heyra það óþvegið. Hann er skapkall líka og ég er úr Fellunum. Þú verður að átta þig á því. Ég fór á móti og þetta voru eins og tveir hanar, í andlitinu á hvor öðrum. Það er ekkert gott að rifja upp hvað var sagt.“ Klippa: Foringjarnar - Börkur um deilurnar við FH-inga Börkur og Jón Rúnar héldu áfram að kítast úti á bílastæði áður en sá fyrrnefndi hélt heim á leið. Þar frétti hann af ummælum Jóns Rúnars og Lúðvíks. „Það var augljóst að menn misstu sig gjörsamlega. Ég veit fyrir víst að þetta tók mikið á Lúlla. Hann bætti ráð sitt og bað mig afsökunar á mjög einlægan hátt og Jón Rúnar einnig. Ég ákvað að vera maður með meiru og taka þessari afsökunarbeiðni því ég veit alveg hvað það er að missa sig. Ég ætlaði ekkert að halda því gegn mönnum, strax eftir leik og maður er keppnismaður sjálfur,“ sagði Börkur. „Þeir sögðu hluti sem voru ljótir og hafa legið utan á mér síðan þá. En ég er með þykkan skráp og læt það ekki á mig hafa. En þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa en ég ákvað að gera það og er búinn að fyrirgefa þeim að fullu í dag.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Valur Foringjarnir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn