Krefjast svara um Peng Shuai Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 19:21 Alþjóðatennissamband kvenna krefst þess að kínversk stjórnvöld bregðist við ásökunum tenniskonunnar Peng Shuai og að þau leggi fram sannanir um að hún sé örugg og á lífi. Að öðrum kosti muni sambandið ekki mæta til leiks á kínverskri grundu. Ekkert hefur spurst til kínversku tenniskonunnar Peng Shuai frá því hún birti færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þann 2. nóvember, þar sem hún kvað Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta landsins, hafa nauðgað sér. Gaoli var varaforseti Kína frá árinu 2013 til 2018. Stjórnvöld eyddu hins vegar færslu Shuai og það sem meira er – öllum upplýsingum um Shuai var eytt af internetinu, en Shuai er goðsögn í Kína fyrir árangur sinn í íþróttinni. Þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting frá áhrifafólki um allan heim og tennisfólki á borð við Serenu Williams og Naomi Osaka, sem hafa birt færslur undir myllumerkinu #Hvar er Peng Shuai, þegja stjórnvöld þunnu hljóði um afdrif tenniskonunnar. Þann 14. nóvember, eða tæpum tveimur vikum eftir hvarf Shuai, sendi alþjóðlega tennissamband kvenna frá sér yfirlýsingu og krafðist þess að ásakanirnar yrðu rannsakaðar.Það var síðan á blaðamannafundi í gær sem stjórnvöldum var stillt upp við vegg og krafin svara um málið. Svörin reyndust hins vegar afar takmörkuð; stjórnvöld sögðust ekkert kannast við málið. Ríkismiðill Kínverja birti síðan í gær bréf sem sagt er vera frá Peng Shuai sjálfri, þar sem hún kveðst vera óhult og heima að hvíla sig. Tennissambandið birti þá aðra yfirlýsingu þar sem það dró sannleiksgildi bréfsins í efa og sagðist ætla að draga sig úr öllum mótum í Kína, komi ekki fram haldbærar sannanir um að Shuai sé örugg og að kínversk stjórnvöld bregðist við þessum ásökunum. Að öðru leyti hefur ekkert heyrst frá Peng Shaui og spurningunni um hvar hún er, er því enn ósvarað. Tennis Kína Tengdar fréttir Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi. 19. nóvember 2021 12:30 Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31 Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. 17. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ekkert hefur spurst til kínversku tenniskonunnar Peng Shuai frá því hún birti færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þann 2. nóvember, þar sem hún kvað Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta landsins, hafa nauðgað sér. Gaoli var varaforseti Kína frá árinu 2013 til 2018. Stjórnvöld eyddu hins vegar færslu Shuai og það sem meira er – öllum upplýsingum um Shuai var eytt af internetinu, en Shuai er goðsögn í Kína fyrir árangur sinn í íþróttinni. Þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting frá áhrifafólki um allan heim og tennisfólki á borð við Serenu Williams og Naomi Osaka, sem hafa birt færslur undir myllumerkinu #Hvar er Peng Shuai, þegja stjórnvöld þunnu hljóði um afdrif tenniskonunnar. Þann 14. nóvember, eða tæpum tveimur vikum eftir hvarf Shuai, sendi alþjóðlega tennissamband kvenna frá sér yfirlýsingu og krafðist þess að ásakanirnar yrðu rannsakaðar.Það var síðan á blaðamannafundi í gær sem stjórnvöldum var stillt upp við vegg og krafin svara um málið. Svörin reyndust hins vegar afar takmörkuð; stjórnvöld sögðust ekkert kannast við málið. Ríkismiðill Kínverja birti síðan í gær bréf sem sagt er vera frá Peng Shuai sjálfri, þar sem hún kveðst vera óhult og heima að hvíla sig. Tennissambandið birti þá aðra yfirlýsingu þar sem það dró sannleiksgildi bréfsins í efa og sagðist ætla að draga sig úr öllum mótum í Kína, komi ekki fram haldbærar sannanir um að Shuai sé örugg og að kínversk stjórnvöld bregðist við þessum ásökunum. Að öðru leyti hefur ekkert heyrst frá Peng Shaui og spurningunni um hvar hún er, er því enn ósvarað.
Tennis Kína Tengdar fréttir Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi. 19. nóvember 2021 12:30 Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31 Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. 17. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi. 19. nóvember 2021 12:30
Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31
Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. 17. nóvember 2021 15:00