Kim Kardashian hjálpaði afgönskum fótboltastelpum að flýja ógnarstjórn Talíbana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Kim Kardashian West borgaði flug fyrir afganskt fótboltalið og fjölskyldur þeirra til Bretlands. getty/Gotham/Gotham Kim Kardashian West átti stóran þátt í því hjálpa ungum fótboltakonum frá Afganistan að flýja ógnarstjórn Talíbana. Í gær lenti flugvél í Bretlandi með þrjátíu ungar afganskar fótboltakonur innanborðs, auk fjölskyldna þeirra. Alls voru 130 manns í vélinni. Eftir tíu daga sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins geta þau hafið nýtt líf í Bretlandi. Margir lögðust á árarnar til að fótboltastelpurnar og fjölskyldur gætu flúið frá Afganistan, þar á meðal ofurstjarnan Kim Kardashian West. Fótboltastelpurnar og fjölskyldur þeirra flúðu til Pakistan og urðu sér úti um dvalarleyfi í Bretlandi. Illa gekk hins vegar að koma þeim til Bretlands og það styttist í að dvalarleyfi þeirra í Pakistan rynni út. Stofnandi góðgerðarsamtakana Tzedek Association, Rabbi Moshe Margaretten, sem þekkir vel til Kardashians, leitaði þá til hennar eftir hjálp. Hún brást vel við, bauðst til að borga flugið fyrir fótboltastelpurnar og fjölskyldurnar og tók upp veskið. Kardashian borgaði fyrir flugið og hópurinn lenti svo heilu og höldnu á Stansted flugvellinum í gær. Klippa: Afganskt kvennalið flúði til Bretlands Fjöldi Afgana hafa yfirgefið landið eftir að Talíbanar náðu þar völdum á nýjan leik í ágúst, þar á meðal hundruðir íþróttakvenna. Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði afganska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur látið mikið til sín taka í því að hjálpa afgönskum íþróttakonum að flýja land og hún lýsti yfir mikilli ánægju með að fótboltastelpurnar hefðu komist til Bretlands. „Ég beið í alla nótt því ég trúði þessu ekki fyrr en þær voru lentar og þær sendu myndir og myndbönd frá því. Ég er svo ánægð að þessar konur og fjölskyldur þeirra fái tækifæri til að vera frjálsar. Og þær eru úr hættu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af lífi sínu,“ sagði Popal. Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hjálpaði einnig til við að koma afgönsku fótboltastelpunum og fjölskyldum þeirra til Bretlands. Félagið ætlar svo að aðstoða þau við að koma sér fyrir í nýja heimalandinu. Fótbolti Afganistan Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Í gær lenti flugvél í Bretlandi með þrjátíu ungar afganskar fótboltakonur innanborðs, auk fjölskyldna þeirra. Alls voru 130 manns í vélinni. Eftir tíu daga sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins geta þau hafið nýtt líf í Bretlandi. Margir lögðust á árarnar til að fótboltastelpurnar og fjölskyldur gætu flúið frá Afganistan, þar á meðal ofurstjarnan Kim Kardashian West. Fótboltastelpurnar og fjölskyldur þeirra flúðu til Pakistan og urðu sér úti um dvalarleyfi í Bretlandi. Illa gekk hins vegar að koma þeim til Bretlands og það styttist í að dvalarleyfi þeirra í Pakistan rynni út. Stofnandi góðgerðarsamtakana Tzedek Association, Rabbi Moshe Margaretten, sem þekkir vel til Kardashians, leitaði þá til hennar eftir hjálp. Hún brást vel við, bauðst til að borga flugið fyrir fótboltastelpurnar og fjölskyldurnar og tók upp veskið. Kardashian borgaði fyrir flugið og hópurinn lenti svo heilu og höldnu á Stansted flugvellinum í gær. Klippa: Afganskt kvennalið flúði til Bretlands Fjöldi Afgana hafa yfirgefið landið eftir að Talíbanar náðu þar völdum á nýjan leik í ágúst, þar á meðal hundruðir íþróttakvenna. Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði afganska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur látið mikið til sín taka í því að hjálpa afgönskum íþróttakonum að flýja land og hún lýsti yfir mikilli ánægju með að fótboltastelpurnar hefðu komist til Bretlands. „Ég beið í alla nótt því ég trúði þessu ekki fyrr en þær voru lentar og þær sendu myndir og myndbönd frá því. Ég er svo ánægð að þessar konur og fjölskyldur þeirra fái tækifæri til að vera frjálsar. Og þær eru úr hættu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af lífi sínu,“ sagði Popal. Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hjálpaði einnig til við að koma afgönsku fótboltastelpunum og fjölskyldum þeirra til Bretlands. Félagið ætlar svo að aðstoða þau við að koma sér fyrir í nýja heimalandinu.
Fótbolti Afganistan Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira