Arnar Guðjónsson: Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2021 22:46 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fylgdist með sigri sinna manna úr stúkunni í kvöld. Vísir/Bára Stjörnumenn unnu góðan 87-73 sigur á Tindastól í síðasta leiknum fyrir landsleikjafrí í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en að lokum voru það heimamenn úr Garðabænum sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í banni í kvöld en fylgdist auðvitað með leiknum úr stúkunni. Honum var mjög létt eftir sigurinn í kvöld. „Gríðarlega sáttur, okkur veitti ekki af sigrinum. Búnar að vera þungar síðustu tvær vikur og því var þetta bara mjög kærkomið. Mér fannst við á köflum spila mjög vel, mér fannst hluti af fyrri hálfleik gríðarlega góður og svo bara sigldum við þessu heim hérna í þriðja leikhluta,“ sagði Arnar og var eins og þungu fargi hafi verið af honum létt en fyrir leikinn hafði Stjarnan tapað niður forystu gegn Val og KR. Stjarnan lenti undir í upphafi en eftir um fimm mínútna leik tóku þeir yfir leikinn í um tíu mínútur. Tindastóll klóraði í bakkann og tókst að jafna í upphafi síðari hálfleiks en svo var aftur komið að Stjörnunni. „Upphafið á seinni hálfleik var dapurt, bara vondur körfubolti. Mér fannst við svona komast fyrr upp úr þessari holu sem bæði lið voru að djöflast í. Það kannski gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar. Liðið spilaði góða vörn í leiknum í dag og tók meðal annars 15 fleiri fráköst en lið Tindastóls. Arnar segir að vörnin í bland við framlag nokkurra leikmanna, meðal annars frá Ragnari Nathanaelssyni, hafi skilað sigrinum í dag. „Margir sem komu með eitthvað að borðinu. Raggi Nat var ‚outstanding‘ í dag og bara besti maður vallarins. Hann virkar í sumum aðstæðum og hann mætti í kvöld. Þetta er ekkert grín að vera þolinmóður og það koma leikir þar sem hann virkar ekki og þá þarf hann bara að sitja og klappa. Hann var tilbúinn þegar tækifærið kom og stóð sig virkilega vel í dag,“ sagði Arnar. Ragnar spilaði ekki eina sekúndu í síðasta leik en fékk tækifærið í dag. Arnar endurtók það að Ragnar virki ekki alltaf. „KR-ingar eru með lið sem hentar honum mjög illa. Hann er með kosti sem aðrir hafa ekki og þar af leiðandi veikleika sem aðrir hafa ekki. Hann var klár í kvöld, þetta er lið sem hentar honum og hann var ‚outstanding‘,“ sagði Arnar. Framundan er líkt og fyrr segir landsleikjafrí. Arnar segir liðið þurfa að bæta sig heilt yfir, en fyrst og fremst hafi liðið þurft þennan sigur í kvöld. „Við ætlum bara að reyna að vera betri, þetta var ekkert framúrskarandi leikur. Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom. Það var í raun og veru, bara með fullri virðingu, okkur var drullu sama hvernig hann kæmi en hann þurfti að koma og hann kom. Þetta hjálpar mikið inn í fríið,“ sagði Arnar að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
„Gríðarlega sáttur, okkur veitti ekki af sigrinum. Búnar að vera þungar síðustu tvær vikur og því var þetta bara mjög kærkomið. Mér fannst við á köflum spila mjög vel, mér fannst hluti af fyrri hálfleik gríðarlega góður og svo bara sigldum við þessu heim hérna í þriðja leikhluta,“ sagði Arnar og var eins og þungu fargi hafi verið af honum létt en fyrir leikinn hafði Stjarnan tapað niður forystu gegn Val og KR. Stjarnan lenti undir í upphafi en eftir um fimm mínútna leik tóku þeir yfir leikinn í um tíu mínútur. Tindastóll klóraði í bakkann og tókst að jafna í upphafi síðari hálfleiks en svo var aftur komið að Stjörnunni. „Upphafið á seinni hálfleik var dapurt, bara vondur körfubolti. Mér fannst við svona komast fyrr upp úr þessari holu sem bæði lið voru að djöflast í. Það kannski gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar. Liðið spilaði góða vörn í leiknum í dag og tók meðal annars 15 fleiri fráköst en lið Tindastóls. Arnar segir að vörnin í bland við framlag nokkurra leikmanna, meðal annars frá Ragnari Nathanaelssyni, hafi skilað sigrinum í dag. „Margir sem komu með eitthvað að borðinu. Raggi Nat var ‚outstanding‘ í dag og bara besti maður vallarins. Hann virkar í sumum aðstæðum og hann mætti í kvöld. Þetta er ekkert grín að vera þolinmóður og það koma leikir þar sem hann virkar ekki og þá þarf hann bara að sitja og klappa. Hann var tilbúinn þegar tækifærið kom og stóð sig virkilega vel í dag,“ sagði Arnar. Ragnar spilaði ekki eina sekúndu í síðasta leik en fékk tækifærið í dag. Arnar endurtók það að Ragnar virki ekki alltaf. „KR-ingar eru með lið sem hentar honum mjög illa. Hann er með kosti sem aðrir hafa ekki og þar af leiðandi veikleika sem aðrir hafa ekki. Hann var klár í kvöld, þetta er lið sem hentar honum og hann var ‚outstanding‘,“ sagði Arnar. Framundan er líkt og fyrr segir landsleikjafrí. Arnar segir liðið þurfa að bæta sig heilt yfir, en fyrst og fremst hafi liðið þurft þennan sigur í kvöld. „Við ætlum bara að reyna að vera betri, þetta var ekkert framúrskarandi leikur. Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom. Það var í raun og veru, bara með fullri virðingu, okkur var drullu sama hvernig hann kæmi en hann þurfti að koma og hann kom. Þetta hjálpar mikið inn í fríið,“ sagði Arnar að lokum.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04