Er ekki allt í lagi að börnin smitist? Hafsteinn Karlsson skrifar 18. nóvember 2021 15:00 Um smit, smitgát og sóttkví barna í leik- og grunnskólum Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um nýtilkomið hlutverk sem skólastjórar hafa fengið í fangið í sóttvarnarmálum. Þar kemur fram að engin stoð finnist í lögum um að þeir megi gera þetta sem þeim er ætla. Ég fagna þessari umræðu. Verkefnaskortur hefur ekki verið verið vandamál í skólastjórastarfinu. Nú í haust hafa margir skólastjórar þurft að sitja við á kvöldin og um helgar við að aðstoða við smitrakningu og t.d. hef ég sjálfur varið í þetta síðastliðnar vikur vel á annað hundrað klukkustunda utan við minn vinnutíma. Auk þess fer mikill hluti dagvinnutíma í þetta og önnur verkefni frestast eða sitja á hakanum á meðan. Vonandi verður þessi umræða til að skerpa á hver á að gera hvað þegar upp koma smit í skóla. Hvet ég til þess að þar til bærir aðilar gangi rösklega til verks og endurskoði verkferla í þessum málum til samræmis við lög og reglugerðir og skilgreini hlutverk upp á nýtt. Kannski þarf að breyta einhverjum reglugerðum. Faraldurinn hefur sótt í sig veðrið undanfarnar vikur. Veiran hefur lagst á börn á leikskólum og í 1. – 6. bekk grunnskóla. Mörg hundruð barna hafa smitast núna í haust, fullt af bólusettu starfsfólki skólanna og svo fjölskyldumeðlimir barnanna. Sem betur fer fara flestir þokkalega létt í gegnum veikindin en alls ekki allir. Við höfum núna í haust verið að horfa upp á heilsuhraust fólk fá pestina og glíma við alvarleg eftirköst í kjölfarið og verða óvinnufært til langs tíma. Þetta er hættulegur sjúkdómur og enginn veit hver verður fyrir honum né heldur hvaða áhrif hann hefur á líkama manns og líf. Skólar eru mjög mannmargar stofnanir og stutt á milli fólks. Venjuleg kennslustofa er gjarnan 55 – 60 fermetrar og í henni eru um 20 – 25 nemendur ásamt einum til tveimur fullorðnum einstaklingum. Það segir sig sjálft að nándin er mikil þegar hver einstaklingur hefur 2-3 fermetra fyrir sig með húsgögnum. Í 1. – 6. bekk eru öll börnin óbólusett. Þau eru óvarin fyrir veirunni og eðlilega tekur hún sér bólfestu í þeim. Þau veikjast flest fremur lítið. Gleymum því þó ekki að sum veikjast miklu meira. Þau smita og smitið berst hratt um skólastofuna, frístundaheimilið og víðar. Það getur borist í þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og það getur borist í fullorðna bólusetta einstaklinga í skólanum og heima. Kennarar og starfsfólk sem vinnur með óbólusettum börnum leggur sig í hættu daglega þar sem þau umgangast fjölda einstaklinga sem veiran hefur greiðan aðgang að. Stundum einstaklinga sem sýna lítil eða engin einkenni en geta samt smitað hressilega út frá sér. Þær leiðir sem smitrakningateymi sóttvarnarlæknis og almannavarna eiga að nota í glímunni við smit eru annars vegar sóttkví og hins vegar smitgát. Þegar verst lætur er heimilt að grípa til lokunar skóla. Börn sem eru í smitgát mega mæta í skólann en eiga bara að passa sig. Þau fara í hraðpróf á fyrsta degi og svo aftur á fjórða degi. Satt best að segja hefur smitgát reynst afar varasöm aðferð og beinlíns magna upp smit í skólum. Fjölmörg tilfelli hafa komið upp þar sem barn í smitgát fær neikvætt úr fyrra prófi en jákvætt úr því seinna. Barnið hefur því verið í skólanum í þrjá daga berandi smit. Þá byrjar nýr smithringur, ný truflun á daglegu lífi barnanna og fjölskyldna þeirra. Til þess að kveða niður smit í skólum þarf að grípa inn með meiri festu en smitgát býður upp á. Sóttkví hefur reynst mjög vel en er talsvert mikið inngrip inn í líf barnanna og foreldra þeirra. Að undanförnu hefur þróast hugtakið heimasmitgát sem er eins konar millistig milli sóttkvíar og smitgátar. Börnin mæta ekki í skólann en geta verið frjálsari heima. Þessi leið hefur reynst vel við að stöðva smit í skóla og er minni truflun fyrir heimilislífið. Hún er ekki skilgreind af sóttvarnaryfirvöldum svo ég viti. Sá böggull fylgir henni reyndar að foreldrar fá ekki vottorð fyrir vinnuveitendur eins og þeir fá ef barn er í sóttkví. Kannski væri betra kalla þessa ágætu leið barnasóttkví og skilgreina hana sérstaklega. Skólastjóri ber ábyrgð á skólastarfinu og þar með að tryggja börnum og starfsfólki sem öruggast umhverfi. Þegar ógn steðjar að ber skólastjóri ábyrgð á að bregðast við og leitast við að bægja ógninni frá. Nú er veiran ógnin en við skólastjórar höfum fá verkfæri til að takast á við þessa hana. Þeir geta þó ekki setið aðgerðalausir hjá þegar smit hættulegs sjúkdóms koma upp í skólanum. Eðlilegt er að þeir treysti á að þar til bær yfirvöld geri það sem þarf að gera til að ráða við smitfaraldur í skóla. Ef verkfærin sem verið er að nota virka ekki og valda jafnvel meiri skaða á ekki að nota þau, hvað sem reglur segja. Við verðum alltaf að bregðast strax við að nota þær aðferðir sem reynst hafa best. Yfirvöld verða svo að endurskoða sínar reglur í góðu samráði við þá sem eru á gólfinu í þessari baráttu. Hvað svo sem öllu líður þá verða skólastjórar stundum að grípa inn í og taka ákvarðanir sem jafnvel ganga lengra en ákveðnar vinnureglur sóttvarnaryfirvalda, ef öryggi nemenda og starfsfólks er ógnað. Vinnuveitendur barnafólks verða að spila með okkur í þessu. Það er óþolandi fyrir foreldra ungra barna að þurfa að þola frádrátt frá launum vegna þess að þeir þurfa að hlaupa til þegar smit kemur upp í umhverfi barna þeirra. Baráttan við veiruna mun standa enn um sinn og samfélagið verður að taka hana saman. Þetta ástand hefur tekið á okkur öll og auðvitað verður til bæði pirringur og óþolinmæði. Það er eðlilegt. En látum þetta ekki slá okkur út af laginu. Við siglum nú inn í síðustu vikur ársins og stöndum bara saman í því að láta þær ganga vel. Höfundur er skólastjóri Salaskóla í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um smit, smitgát og sóttkví barna í leik- og grunnskólum Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um nýtilkomið hlutverk sem skólastjórar hafa fengið í fangið í sóttvarnarmálum. Þar kemur fram að engin stoð finnist í lögum um að þeir megi gera þetta sem þeim er ætla. Ég fagna þessari umræðu. Verkefnaskortur hefur ekki verið verið vandamál í skólastjórastarfinu. Nú í haust hafa margir skólastjórar þurft að sitja við á kvöldin og um helgar við að aðstoða við smitrakningu og t.d. hef ég sjálfur varið í þetta síðastliðnar vikur vel á annað hundrað klukkustunda utan við minn vinnutíma. Auk þess fer mikill hluti dagvinnutíma í þetta og önnur verkefni frestast eða sitja á hakanum á meðan. Vonandi verður þessi umræða til að skerpa á hver á að gera hvað þegar upp koma smit í skóla. Hvet ég til þess að þar til bærir aðilar gangi rösklega til verks og endurskoði verkferla í þessum málum til samræmis við lög og reglugerðir og skilgreini hlutverk upp á nýtt. Kannski þarf að breyta einhverjum reglugerðum. Faraldurinn hefur sótt í sig veðrið undanfarnar vikur. Veiran hefur lagst á börn á leikskólum og í 1. – 6. bekk grunnskóla. Mörg hundruð barna hafa smitast núna í haust, fullt af bólusettu starfsfólki skólanna og svo fjölskyldumeðlimir barnanna. Sem betur fer fara flestir þokkalega létt í gegnum veikindin en alls ekki allir. Við höfum núna í haust verið að horfa upp á heilsuhraust fólk fá pestina og glíma við alvarleg eftirköst í kjölfarið og verða óvinnufært til langs tíma. Þetta er hættulegur sjúkdómur og enginn veit hver verður fyrir honum né heldur hvaða áhrif hann hefur á líkama manns og líf. Skólar eru mjög mannmargar stofnanir og stutt á milli fólks. Venjuleg kennslustofa er gjarnan 55 – 60 fermetrar og í henni eru um 20 – 25 nemendur ásamt einum til tveimur fullorðnum einstaklingum. Það segir sig sjálft að nándin er mikil þegar hver einstaklingur hefur 2-3 fermetra fyrir sig með húsgögnum. Í 1. – 6. bekk eru öll börnin óbólusett. Þau eru óvarin fyrir veirunni og eðlilega tekur hún sér bólfestu í þeim. Þau veikjast flest fremur lítið. Gleymum því þó ekki að sum veikjast miklu meira. Þau smita og smitið berst hratt um skólastofuna, frístundaheimilið og víðar. Það getur borist í þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og það getur borist í fullorðna bólusetta einstaklinga í skólanum og heima. Kennarar og starfsfólk sem vinnur með óbólusettum börnum leggur sig í hættu daglega þar sem þau umgangast fjölda einstaklinga sem veiran hefur greiðan aðgang að. Stundum einstaklinga sem sýna lítil eða engin einkenni en geta samt smitað hressilega út frá sér. Þær leiðir sem smitrakningateymi sóttvarnarlæknis og almannavarna eiga að nota í glímunni við smit eru annars vegar sóttkví og hins vegar smitgát. Þegar verst lætur er heimilt að grípa til lokunar skóla. Börn sem eru í smitgát mega mæta í skólann en eiga bara að passa sig. Þau fara í hraðpróf á fyrsta degi og svo aftur á fjórða degi. Satt best að segja hefur smitgát reynst afar varasöm aðferð og beinlíns magna upp smit í skólum. Fjölmörg tilfelli hafa komið upp þar sem barn í smitgát fær neikvætt úr fyrra prófi en jákvætt úr því seinna. Barnið hefur því verið í skólanum í þrjá daga berandi smit. Þá byrjar nýr smithringur, ný truflun á daglegu lífi barnanna og fjölskyldna þeirra. Til þess að kveða niður smit í skólum þarf að grípa inn með meiri festu en smitgát býður upp á. Sóttkví hefur reynst mjög vel en er talsvert mikið inngrip inn í líf barnanna og foreldra þeirra. Að undanförnu hefur þróast hugtakið heimasmitgát sem er eins konar millistig milli sóttkvíar og smitgátar. Börnin mæta ekki í skólann en geta verið frjálsari heima. Þessi leið hefur reynst vel við að stöðva smit í skóla og er minni truflun fyrir heimilislífið. Hún er ekki skilgreind af sóttvarnaryfirvöldum svo ég viti. Sá böggull fylgir henni reyndar að foreldrar fá ekki vottorð fyrir vinnuveitendur eins og þeir fá ef barn er í sóttkví. Kannski væri betra kalla þessa ágætu leið barnasóttkví og skilgreina hana sérstaklega. Skólastjóri ber ábyrgð á skólastarfinu og þar með að tryggja börnum og starfsfólki sem öruggast umhverfi. Þegar ógn steðjar að ber skólastjóri ábyrgð á að bregðast við og leitast við að bægja ógninni frá. Nú er veiran ógnin en við skólastjórar höfum fá verkfæri til að takast á við þessa hana. Þeir geta þó ekki setið aðgerðalausir hjá þegar smit hættulegs sjúkdóms koma upp í skólanum. Eðlilegt er að þeir treysti á að þar til bær yfirvöld geri það sem þarf að gera til að ráða við smitfaraldur í skóla. Ef verkfærin sem verið er að nota virka ekki og valda jafnvel meiri skaða á ekki að nota þau, hvað sem reglur segja. Við verðum alltaf að bregðast strax við að nota þær aðferðir sem reynst hafa best. Yfirvöld verða svo að endurskoða sínar reglur í góðu samráði við þá sem eru á gólfinu í þessari baráttu. Hvað svo sem öllu líður þá verða skólastjórar stundum að grípa inn í og taka ákvarðanir sem jafnvel ganga lengra en ákveðnar vinnureglur sóttvarnaryfirvalda, ef öryggi nemenda og starfsfólks er ógnað. Vinnuveitendur barnafólks verða að spila með okkur í þessu. Það er óþolandi fyrir foreldra ungra barna að þurfa að þola frádrátt frá launum vegna þess að þeir þurfa að hlaupa til þegar smit kemur upp í umhverfi barna þeirra. Baráttan við veiruna mun standa enn um sinn og samfélagið verður að taka hana saman. Þetta ástand hefur tekið á okkur öll og auðvitað verður til bæði pirringur og óþolinmæði. Það er eðlilegt. En látum þetta ekki slá okkur út af laginu. Við siglum nú inn í síðustu vikur ársins og stöndum bara saman í því að láta þær ganga vel. Höfundur er skólastjóri Salaskóla í Kópavogi.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar