Tengir innra ástand líkamans við hreyfingu dansarans Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 15:31 Aðstandendur sýningarinnar ROF, sem frumsýnt verður um helgina. Saga Sig Nýtt dansverk eftir danshöfundinn Sveinbjörgu Þórhallsdóttur verður frumsýnt á Reykavík Dance Festival í Tjarnarbíói 20. nóvember 2021. Verkið nefnist Rof. Verkið er fyrsti afrakstur dansrannsóknar hennar „Öll hreyfing hefur huga í tíma og rúmi“ sem leitast eftir því að tengja innra ástand líkamans við hreyfingu dansarans. Um er að ræða sólóverk dansað af Höllu Þórðardóttur. „Í rannsókn minni „Öll hreyfing hefur huga í tíma og rúmi“ hef ég leitast við að kjarna vinnu mína frekar og dýpka, byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef þegar öðlast og fylgja innsæinu með það að markmiði að þróa aðferðir mínar,“ segir Sveinbjörg um verkið Rof. Saga Sig „Það er sérstök tilfinning að í dag nokkrum mánuðum eftir að ég byrjaði að þróa rannsóknina stakk Covid-19 veiran sér niður og umturnaði heimsmynd okkar allra. Mannkynið stendur á tímamótum og reynir að aðlaga sig að breyttri heimsmynd. Samhliða þeim öru breytingum sem heimurinn allur gengur í gegnum, byltingum og nýjum áskorunum breytast manns eigin faglegu áherslur. Í heimi hraða, áreitis og samkeppni þar sem gildi og ímynd ráðast af persónulegum árangri finn ég sterka löngun til að hægja á, skynja og skoða nýjar leiðir, nýjar aðferðir í listsköpun þar sem samkennd, skynjun, hlustun og dýpt ræður ferð. Gefa handverkinu, tækninni og smáatriðunum betri gaum. Staldra við og skoða fegurðina í smáatriðunum og leita tilgangsins.“ Sveinbjörg Þórhallsdóttir er prófessor við Listaháskóla Íslands. Saga Sig Tónlistin í verkinu er eftir Valgeir Sigurðsson og leikmynd og búningar eftir Júliönnu Láru Steingrímsdóttur. Ljósahönnuður er Jóhann Friðrik Ágústsson. Hreyfistýrð hljóðhönnun er eftir Mari Garrigue. Dansari verksins, Halla Þórðardóttir, ber tvo wave snjallhringa sem hún notar til að framkalla hljóð eða hafa áhrif á áferð tónlistarinnar með hreyfingu í rauntíma. Saga Sig „Í rannsókninni hef ég verið að rannsaka frekar líkama dansarans, tækni dansarans og þeirri viðamiklu óorðuðu þekkingu sem líkami dansarans býr yfir. Ég hef áhuga á því að rannsaka hvernig hægt sé að hámarka meðvitund líkamans á sviði. Rannsaka hvernig þekking og reynsla á innri kerfum líkamans og innra hugarástandi getur haft áhrif á hreyfingu? Hvernig er hægt að hámarka virkni líkamans á sviði þannig að það hreyfi við áhorfendum? Hvaða saga eða reynsla býr í hreyfingu líkamans? Hvernig kem ég því til skila án þess að skapa rof á milli dansarans sem er á sviðinu og áhorfenda? Hvernig get ég notað hugmynd um tímann og tilfinningu fyrir tímanum í að skapa aðferð til að búa rannsókninni form? Til að koma ásetningi verks til áhorfenda?“ segir Sveinbjörg. Saga Sig Allt hreyfiefni verksins er unnið út frá spunaaðferð þar sem hugleiðsla spilar stórt hlutverk. Í gegnum hugleiðsluna fer dansarinn í ákveðið hugarástand þar sem hann skynjar ákveðna líðan og tilfinningar út frá reynslu og þekkingu sem býr í líkamanum. Út frá þessum þáttum er spunnið með hreyfingu sem síðar er unnið með til að hanna dansverkið. Saga Sig Leikhús Dans Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Verkið er fyrsti afrakstur dansrannsóknar hennar „Öll hreyfing hefur huga í tíma og rúmi“ sem leitast eftir því að tengja innra ástand líkamans við hreyfingu dansarans. Um er að ræða sólóverk dansað af Höllu Þórðardóttur. „Í rannsókn minni „Öll hreyfing hefur huga í tíma og rúmi“ hef ég leitast við að kjarna vinnu mína frekar og dýpka, byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef þegar öðlast og fylgja innsæinu með það að markmiði að þróa aðferðir mínar,“ segir Sveinbjörg um verkið Rof. Saga Sig „Það er sérstök tilfinning að í dag nokkrum mánuðum eftir að ég byrjaði að þróa rannsóknina stakk Covid-19 veiran sér niður og umturnaði heimsmynd okkar allra. Mannkynið stendur á tímamótum og reynir að aðlaga sig að breyttri heimsmynd. Samhliða þeim öru breytingum sem heimurinn allur gengur í gegnum, byltingum og nýjum áskorunum breytast manns eigin faglegu áherslur. Í heimi hraða, áreitis og samkeppni þar sem gildi og ímynd ráðast af persónulegum árangri finn ég sterka löngun til að hægja á, skynja og skoða nýjar leiðir, nýjar aðferðir í listsköpun þar sem samkennd, skynjun, hlustun og dýpt ræður ferð. Gefa handverkinu, tækninni og smáatriðunum betri gaum. Staldra við og skoða fegurðina í smáatriðunum og leita tilgangsins.“ Sveinbjörg Þórhallsdóttir er prófessor við Listaháskóla Íslands. Saga Sig Tónlistin í verkinu er eftir Valgeir Sigurðsson og leikmynd og búningar eftir Júliönnu Láru Steingrímsdóttur. Ljósahönnuður er Jóhann Friðrik Ágústsson. Hreyfistýrð hljóðhönnun er eftir Mari Garrigue. Dansari verksins, Halla Þórðardóttir, ber tvo wave snjallhringa sem hún notar til að framkalla hljóð eða hafa áhrif á áferð tónlistarinnar með hreyfingu í rauntíma. Saga Sig „Í rannsókninni hef ég verið að rannsaka frekar líkama dansarans, tækni dansarans og þeirri viðamiklu óorðuðu þekkingu sem líkami dansarans býr yfir. Ég hef áhuga á því að rannsaka hvernig hægt sé að hámarka meðvitund líkamans á sviði. Rannsaka hvernig þekking og reynsla á innri kerfum líkamans og innra hugarástandi getur haft áhrif á hreyfingu? Hvernig er hægt að hámarka virkni líkamans á sviði þannig að það hreyfi við áhorfendum? Hvaða saga eða reynsla býr í hreyfingu líkamans? Hvernig kem ég því til skila án þess að skapa rof á milli dansarans sem er á sviðinu og áhorfenda? Hvernig get ég notað hugmynd um tímann og tilfinningu fyrir tímanum í að skapa aðferð til að búa rannsókninni form? Til að koma ásetningi verks til áhorfenda?“ segir Sveinbjörg. Saga Sig Allt hreyfiefni verksins er unnið út frá spunaaðferð þar sem hugleiðsla spilar stórt hlutverk. Í gegnum hugleiðsluna fer dansarinn í ákveðið hugarástand þar sem hann skynjar ákveðna líðan og tilfinningar út frá reynslu og þekkingu sem býr í líkamanum. Út frá þessum þáttum er spunnið með hreyfingu sem síðar er unnið með til að hanna dansverkið. Saga Sig
Leikhús Dans Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira