Með ólæknandi krabbamein en einstakt viðhorf Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2021 11:31 Hjörleifur og Anna eru með eindæmum jákvæð í gegnum erfiðasta verkefni lífsins. Það er mikil jákvæðni og gleði sem umkringir Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur og fjölskyldu hennar, þrátt fyrir að þau standi frammi fyrir einni stærstu áskorun sem fyrir finnst. Anna Dröfn er með ólæknandi krabbamein, en er með einstakt viðhorf og tekst á við verkefnið með eiginmanni sínum og börnum, sem hafa fylgt henni hvert fótmál og tekið þátt í baráttunni með ýmsum hætti. Anna Dröfn hefur talað opinskátt um baráttu sína við meinið á Instagram síðu sinni undir myllumerkinu #látumdælunaganga og í Facebook-hópnum Föruneyti hringsins. Rætt var við Önnu Dröfn, eiginmann hennar og börn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég finn hnútinn hjá mér 2015 í desember á afmælisdegi dóttur minnar og leita inn á Krabbameinsfélag og fæ greininguna í janúar um að þetta væri orðið þriðju gráðu illkynja krabbamein komið inn í holhöndina líka, brjóstakrabbamein. Við erum svo í átján mánuði í meðferð. Þá var ég búin að fara í 22 lyfjameðferðir og 33 geislameðferðir og eina aðgerð,“ segir Anna. Anna Dröfn ákvað strax að vera ekki feimin við að tala um meinið og stofnaði Facebook hópinn þar sem hún deildi öllum fréttum af meðferðinni og því sem var að gerast hverju sinni. „Á mjög stuttum tíma voru komnir þarna um fjögur hundruð af mínum nánustu vinum komnir í hópinn,“ segir Anna og þau hjónin hlægja. Ekkert kjaftæði „Þarna talaði ég ekki öðruvísi en ég talaði við krakkana mína eða tengdaforeldra. Þarna komu bara fram almennar upplýsingar,“ segir Anna og bætir eiginmaður hennar Hjörleifur Stefánsson við; „Þarna varð til no bullshit stefnan okkar.“ En er ekki erfitt að halda í húmorinn á erfiðum dögum? „Þetta eru svo súrrealískar aðstæður að þú getur ekki annað en séð það fyndna. Einhver tímann fór ég í skoðun og það var of mikið af blóði. Ég spyr hvort ég eigi þá að fara á fjöll og fékk þá svarið, nei en farðu í kafbát ef þú getur. Hvernig getur maður annað en viðhaldið húmor í svona aðstæðum.“ Það sem Önnu og Hjörleifi fannst frá upphafi skipta miklu máli var að halda börnunum sínum upplýstum um stöðu mála. „Ég sagði bara við strákana, heyrðu ég er hérna með hnút. Viljið þið finna? Þetta er eitthvað skrýtið, ég held ég panti mér bara tíma hjá lækni. Þeir voru með alveg frá fyrstu. Þau eru besta teymið. Ef þú ætlar að hafa einhvern með þér í þessu, þá eru það þínir nánustu, þínir allra nánustu,“ segir Anna. „Þau eru bara svo mögnuð. Þau eru bara svo miklu klárari heldur en almennt samfélag og börn skilja og geta meira heldur en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Hjörleifur. Börnin hafa tekið þátt á ýmsan hátt, þar á meðal með því að bæta inn lögum á lagalista mömmu sinnar Ég dey ekki í dag sem hún hlustar á á leið í lyfjameðferðir og það er augljóst að þau deila húmor foreldra sinna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Fleiri fréttir Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Sjá meira
Anna Dröfn er með ólæknandi krabbamein, en er með einstakt viðhorf og tekst á við verkefnið með eiginmanni sínum og börnum, sem hafa fylgt henni hvert fótmál og tekið þátt í baráttunni með ýmsum hætti. Anna Dröfn hefur talað opinskátt um baráttu sína við meinið á Instagram síðu sinni undir myllumerkinu #látumdælunaganga og í Facebook-hópnum Föruneyti hringsins. Rætt var við Önnu Dröfn, eiginmann hennar og börn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég finn hnútinn hjá mér 2015 í desember á afmælisdegi dóttur minnar og leita inn á Krabbameinsfélag og fæ greininguna í janúar um að þetta væri orðið þriðju gráðu illkynja krabbamein komið inn í holhöndina líka, brjóstakrabbamein. Við erum svo í átján mánuði í meðferð. Þá var ég búin að fara í 22 lyfjameðferðir og 33 geislameðferðir og eina aðgerð,“ segir Anna. Anna Dröfn ákvað strax að vera ekki feimin við að tala um meinið og stofnaði Facebook hópinn þar sem hún deildi öllum fréttum af meðferðinni og því sem var að gerast hverju sinni. „Á mjög stuttum tíma voru komnir þarna um fjögur hundruð af mínum nánustu vinum komnir í hópinn,“ segir Anna og þau hjónin hlægja. Ekkert kjaftæði „Þarna talaði ég ekki öðruvísi en ég talaði við krakkana mína eða tengdaforeldra. Þarna komu bara fram almennar upplýsingar,“ segir Anna og bætir eiginmaður hennar Hjörleifur Stefánsson við; „Þarna varð til no bullshit stefnan okkar.“ En er ekki erfitt að halda í húmorinn á erfiðum dögum? „Þetta eru svo súrrealískar aðstæður að þú getur ekki annað en séð það fyndna. Einhver tímann fór ég í skoðun og það var of mikið af blóði. Ég spyr hvort ég eigi þá að fara á fjöll og fékk þá svarið, nei en farðu í kafbát ef þú getur. Hvernig getur maður annað en viðhaldið húmor í svona aðstæðum.“ Það sem Önnu og Hjörleifi fannst frá upphafi skipta miklu máli var að halda börnunum sínum upplýstum um stöðu mála. „Ég sagði bara við strákana, heyrðu ég er hérna með hnút. Viljið þið finna? Þetta er eitthvað skrýtið, ég held ég panti mér bara tíma hjá lækni. Þeir voru með alveg frá fyrstu. Þau eru besta teymið. Ef þú ætlar að hafa einhvern með þér í þessu, þá eru það þínir nánustu, þínir allra nánustu,“ segir Anna. „Þau eru bara svo mögnuð. Þau eru bara svo miklu klárari heldur en almennt samfélag og börn skilja og geta meira heldur en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Hjörleifur. Börnin hafa tekið þátt á ýmsan hátt, þar á meðal með því að bæta inn lögum á lagalista mömmu sinnar Ég dey ekki í dag sem hún hlustar á á leið í lyfjameðferðir og það er augljóst að þau deila húmor foreldra sinna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Fleiri fréttir Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Sjá meira