Söfnuðu yfir 360.000 þúsund raddsýnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 09:34 Fulltrúar sigurvegara keppninnar. Menntaskólinn á Tröllaskaga er í fyrsta sæti lítilla fyrirtækja: Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga og Bjarki Þór Jónsson framhaldsskólakennara við Menntaskólann á Tröllaskaga. Elko er í fyrsta sæti millistórra fyrirtækja. Óttar Örn Sigurbergsson aðstoðarframkvæmdastjóra ELKO, Berglind Rós Guðmundsdóttir innkaupastjóri ELKO. Advania er í fyrsta sæti stórra fyrirtækja Ægir Már Þórisson Forstjóra Advania Auður Inga Einarsdóttir Markaðsstjóra Advania Aðsent Reddum málinu! vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir kepptu sín á milli í söfnun raddsýna á íslensku er nú lokið. Raddsýnin fara nú í gagnagrunn Samsróms sem verður opinn og aðgengilegur öllum sem vilja nýta hann í máltæknilausnir. Menntaskólinn á Tröllaskaga sigraði í flokki lítilla fyrirtækja, Elko í flokki millistórra fyrirtækja og Advania sigruðu í flokki stórra fyrirtækja. Í heildina voru það starfsmenn Elko sem lásu flestar setningar eða alls 47.896, Menntaskólinn á Tröllaskaga las 42.470 setningar og starfsmenn Kerecis hf. lásu 33.657 setningar. „Gríðarleg spenna myndaðist á lokasprettinum og var síðasti dagur keppninnar sá langstærsti til þessa, en þá voru lesnar upp 115.000 setningar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú afhentu sigurvegurum keppninnar viðurkenningar í móttöku á Bessastöðum á degi íslenskrar tungu. Forseti Íslands og forsetafrú eru verndarar Almannaróms,“ segir í tilkynningu um keppnina. Forsetahjón ásamt aðstandendum og vinningshöfum.Aðsent „Notkun og þróun máltæknilausna er á fleygiferð og notkun raddstýringa sífellt algengari. Í náinni framtíð tölum við ekki aðeins við tækin okkar heldur munu þau geta talað fyrir okkar hönd, hringt símtöl og sent fyrir okkur skilaboð. Allar þessar framfarir þjóta áfram án okkar og mögulega íslenskunnar ef ekkert er að gert. Söfnun raddsýna, þróun á gagnagrunni með íslensku sem nota má til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku og fleira er eitt mikilvægasta samstarfsverkefni þjóðarinnar. Saman getum við tryggt framtíð íslenskunnar og að tungumálið okkar verði hluti af stafrænni framtíð.“ Alls söfnuðust 366.241 raddsýni í Reddum málinu en 350 fyrirtæki og stofnanir voru skráð til leiks. Alls tóku 2700 manns þátt en 69% raddsýnanna voru lesin af konum. Keppt var í þremur flokkum eftir stærð vinnustaða. „Aðstandendur Reddum málinu þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir sitt framlag. Áfram má taka upp raddsýni og leggja verkefninu lið á samromur.is og hvetjum við karlmenn sérstaklega til að leggja verkefninu lið ásamt þeim sem tala íslensku ekki sem sitt móðurmál.“ Reddum málinu er samstarfsverkefni Almannaróms - Miðstöðvar máltækni, Háskólans í Reykjavík og Símans. Átakið byggir á Samrómi, lausn sem safnar raddsýnunum saman. Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Menntaskólinn á Tröllaskaga sigraði í flokki lítilla fyrirtækja, Elko í flokki millistórra fyrirtækja og Advania sigruðu í flokki stórra fyrirtækja. Í heildina voru það starfsmenn Elko sem lásu flestar setningar eða alls 47.896, Menntaskólinn á Tröllaskaga las 42.470 setningar og starfsmenn Kerecis hf. lásu 33.657 setningar. „Gríðarleg spenna myndaðist á lokasprettinum og var síðasti dagur keppninnar sá langstærsti til þessa, en þá voru lesnar upp 115.000 setningar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú afhentu sigurvegurum keppninnar viðurkenningar í móttöku á Bessastöðum á degi íslenskrar tungu. Forseti Íslands og forsetafrú eru verndarar Almannaróms,“ segir í tilkynningu um keppnina. Forsetahjón ásamt aðstandendum og vinningshöfum.Aðsent „Notkun og þróun máltæknilausna er á fleygiferð og notkun raddstýringa sífellt algengari. Í náinni framtíð tölum við ekki aðeins við tækin okkar heldur munu þau geta talað fyrir okkar hönd, hringt símtöl og sent fyrir okkur skilaboð. Allar þessar framfarir þjóta áfram án okkar og mögulega íslenskunnar ef ekkert er að gert. Söfnun raddsýna, þróun á gagnagrunni með íslensku sem nota má til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku og fleira er eitt mikilvægasta samstarfsverkefni þjóðarinnar. Saman getum við tryggt framtíð íslenskunnar og að tungumálið okkar verði hluti af stafrænni framtíð.“ Alls söfnuðust 366.241 raddsýni í Reddum málinu en 350 fyrirtæki og stofnanir voru skráð til leiks. Alls tóku 2700 manns þátt en 69% raddsýnanna voru lesin af konum. Keppt var í þremur flokkum eftir stærð vinnustaða. „Aðstandendur Reddum málinu þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir sitt framlag. Áfram má taka upp raddsýni og leggja verkefninu lið á samromur.is og hvetjum við karlmenn sérstaklega til að leggja verkefninu lið ásamt þeim sem tala íslensku ekki sem sitt móðurmál.“ Reddum málinu er samstarfsverkefni Almannaróms - Miðstöðvar máltækni, Háskólans í Reykjavík og Símans. Átakið byggir á Samrómi, lausn sem safnar raddsýnunum saman.
Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira