Fyrsti rammasamningur Íslands við UNFPA Heimsljós 16. nóvember 2021 15:30 Samningurinn gildir til loka árs 2023. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Ib Petersen, aðstoðarframkvæmdastjóri Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), skrifuðu í gær undir rammasamning um stuðning Íslands við UNFPA. Með samningnum formfestir Ísland stuðning sinn við stofnunina og fylgir eftir skuldbindingu í verkefninu Kynslóð jafnréttis sem forsætisráðherra Íslands tilkynnti á leiðtogafundi í París síðastliðið sumar. Samningurinn gildir til loka árs 2023 og leggur áherslu á svokölluð kjarnaframlög sem veita stofnuninni fyrirsjáanleika og sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest hverju sinni. Íslensk stjórnvöld þrefalda með samningnum kjarnaframlög til UNFPA á næstu tveimur árum og nema þau 100 milljónum króna árið 2022. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á átakasvæðum og sinnir fæðingarþjónustu, mæðra- og ungbarnavernd. Jafnframt vinnur sjóðurinn með stjórnvöldum ríkja að því að forgangsraða þörfum kvenna og stúlkna í samræmi við markmið hans um að tryggja gerð fjölskylduáætlana, vinna að forvörnum gegn mæðradauða, kynbundnu ofbeldi og skaðlegum hefðum svo sem limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent
Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Ib Petersen, aðstoðarframkvæmdastjóri Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), skrifuðu í gær undir rammasamning um stuðning Íslands við UNFPA. Með samningnum formfestir Ísland stuðning sinn við stofnunina og fylgir eftir skuldbindingu í verkefninu Kynslóð jafnréttis sem forsætisráðherra Íslands tilkynnti á leiðtogafundi í París síðastliðið sumar. Samningurinn gildir til loka árs 2023 og leggur áherslu á svokölluð kjarnaframlög sem veita stofnuninni fyrirsjáanleika og sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest hverju sinni. Íslensk stjórnvöld þrefalda með samningnum kjarnaframlög til UNFPA á næstu tveimur árum og nema þau 100 milljónum króna árið 2022. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á átakasvæðum og sinnir fæðingarþjónustu, mæðra- og ungbarnavernd. Jafnframt vinnur sjóðurinn með stjórnvöldum ríkja að því að forgangsraða þörfum kvenna og stúlkna í samræmi við markmið hans um að tryggja gerð fjölskylduáætlana, vinna að forvörnum gegn mæðradauða, kynbundnu ofbeldi og skaðlegum hefðum svo sem limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent