Dregur úr lestri karla og fjölgar í hópi þeirra sem lesa ekkert Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2021 08:08 Samkvæmt könnuninni hafa um 48 prósent landsmanna nýtt sér þjónustu bókasafna á síðastliðnum 12 mánuðum. Vísir/Vilhelm Ný lestrarkönnun leiðir í ljós að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði og hafa tveir þriðju hlutar þjóðarinnar gefið einhverjum bók á árinu. Tölurnar sýna að landsmenn hafa mikinn áhuga á bóklestri og lestur er almennt mikill. Hins vegar sé umhugsunarefni að sá hópur, sem les lítið sem ekkert, fari stækkandi. Þetta kemur fram í nýrri lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birt er í tilefni af degi íslenkrar tungu. Er þetta fimmta árið í röð sem slík könnun er gerð. Þar kemur fram að 68 prósent svarenda höfðu lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum. Konur lesi fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,5 bók á mánuði. Dregið hefur úr lestri karla á milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Konur lesi og hlusti meira en karlar á allar tegundir bóka, hvort sem um er að ræða hefðbundnar bækur, rafbækur eða hljóðbækur. „Meðalfjöldi lesinna bóka er því orðinn jafn mikill eða 2,3 bækur á mánuði og fyrir COVID-19 faraldurinn, en þá fór hann upp í 2,5. Marktækur munur var milli aldurshópa. 18-24 ára lásu mun færri bækur en þau sem eldri eru og hefur lestur dregist nokkuð mikið saman hjá þessum hópi samanborið við könnunina í fyrra en þá var ekki marktækur munur milli aldurshópa. 68 prósent þjóðarinnar hafa gefið einhverjum bók eða bækur á síðustu 12 mánuðum,“ segir í tilkynningu. Niðurstöður fyrir spurninguna „Hversu margar bækur hefur þú lesið eða hlustað á síðastliðna 30 daga?” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Ennfremur segir að hlustun á hljóðbækur sé jafn mikil í ár og á því síðasta en þá hafði hún aukist mikið milli ára. Þá lesi um 58 prósent landsmanna les einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. „Aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar á öðru tungumáli en íslensku, en aðrir aldurshópar, meðan lesendur yfir 65 ára lesa marktækt oftar á íslensku en þau sem yngri eru. „Hversu oft eða sjaldan hefur hlustað á hljóðbækur á síðastliðnum 12 mánuðum? -.” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum, um 41% í umfjöllun í fjölmiðlum og um 31% í umfjöllun á samfélagsmiðlum. Um 48% landsmanna hafa nýtt sér þjónustu bókasafna á síðastliðnum 12 mánuðum. Um 25% höfðu nýtt sér þjónustu þeirra 6 sinnum eða oftar. Konur nýta sér þjónustu bókasafna oftar en karlar og þau sem eru með 2 eða fleiri börn á heimili oftar en aðrir.“ Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birt er í tilefni af degi íslenkrar tungu. Er þetta fimmta árið í röð sem slík könnun er gerð. Þar kemur fram að 68 prósent svarenda höfðu lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum. Konur lesi fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,5 bók á mánuði. Dregið hefur úr lestri karla á milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Konur lesi og hlusti meira en karlar á allar tegundir bóka, hvort sem um er að ræða hefðbundnar bækur, rafbækur eða hljóðbækur. „Meðalfjöldi lesinna bóka er því orðinn jafn mikill eða 2,3 bækur á mánuði og fyrir COVID-19 faraldurinn, en þá fór hann upp í 2,5. Marktækur munur var milli aldurshópa. 18-24 ára lásu mun færri bækur en þau sem eldri eru og hefur lestur dregist nokkuð mikið saman hjá þessum hópi samanborið við könnunina í fyrra en þá var ekki marktækur munur milli aldurshópa. 68 prósent þjóðarinnar hafa gefið einhverjum bók eða bækur á síðustu 12 mánuðum,“ segir í tilkynningu. Niðurstöður fyrir spurninguna „Hversu margar bækur hefur þú lesið eða hlustað á síðastliðna 30 daga?” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Ennfremur segir að hlustun á hljóðbækur sé jafn mikil í ár og á því síðasta en þá hafði hún aukist mikið milli ára. Þá lesi um 58 prósent landsmanna les einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. „Aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar á öðru tungumáli en íslensku, en aðrir aldurshópar, meðan lesendur yfir 65 ára lesa marktækt oftar á íslensku en þau sem yngri eru. „Hversu oft eða sjaldan hefur hlustað á hljóðbækur á síðastliðnum 12 mánuðum? -.” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum, um 41% í umfjöllun í fjölmiðlum og um 31% í umfjöllun á samfélagsmiðlum. Um 48% landsmanna hafa nýtt sér þjónustu bókasafna á síðastliðnum 12 mánuðum. Um 25% höfðu nýtt sér þjónustu þeirra 6 sinnum eða oftar. Konur nýta sér þjónustu bókasafna oftar en karlar og þau sem eru með 2 eða fleiri börn á heimili oftar en aðrir.“
Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira