Létt jólapopplag um sigur ljóssins yfir myrkrinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 15:01 Rakel Pálsdóttir söngkona sendir frá sér nýtt jólalag í dag. Jólaveröld vaknar er nýtt jólalag eftir Gunnar Inga Guðmundsson og Nínu Richter, í flutningi Rakelar Pálsdóttur. Lagið kom út á miðnætti aðfaranótt 15. nóvember. Texti lagsins fjallar um sigur ljóssins yfir myrkrinu á þessum fallega árstíma, og ætti því að geta snert hátíðlega taug í öllum, óháð jólahefðum. Rakel flytjandi lagsins lærði söng við FÍH og tók þátt í söngvakeppni sjónvarpsins 2017 og 2018. „Lagið er ljúft og sykursætt, en tenórsaxófónleikur Jens Hanssonar úr Sálinni hans Jóns míns rammar tónlistina inn á sjarmerandi máta sem kallast jafnvel á við vinsælustu ítalsk-ættuðu jólasmelli landans frá tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu um lagið. Gunnar Ingi Guðmundsson er höfundur lagsins Jólaveröld vaknar, sem heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rakel Pálsdóttir - Jólaveröld vaknar „Lagið var samið í desember 2020 og tók það stóran hluta af þessu ári að full klára lagið hvað varðar útsetningu og raddsetningu hljóma, auk laglínu. Það hefur reynst mér best að semja bara mjög lítið í einu“, segir Gunnar. „Ég sendi Rakel lítið demo af laginu og var hún strax til í þetta.“ Upptökur fóru svo fram í september á þessu ári. „Við fórum svo í studíó Bambus til Stefáns Arnar Gunnlaugssonar og tókum upp grunn sem við byggðum ofan á og útkoman er létt jóla-popp lag.“ Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk studio sá um masteringu. Rakel í upptökum. Gunnar Ingi Guðmundsson, höfundur lagsins, lærði lagasmíðar við tónlistarskólann Berklee college of music í Boston. Hann hefur samið lög fyrir Ragnheiði Gröndal, Sjonna Brink, Skítamóral og Arnar Dór, auk þess sem hann átti þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2003. Nína Richter er textasmiður og kynningarfulltrúi. Hún hefur samið texta fyrir fjölda listamanna, þar á meðal Jóhönnu Guðrúnu, Hönnu Míu, Eyþór Inga og Lay Low, til dæmis smellinn Aftur heim til þín frá árinu 2019, og jólalag Eyþórs Inga, Desemberljóð, frá 2011. Tónlist Jól Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Texti lagsins fjallar um sigur ljóssins yfir myrkrinu á þessum fallega árstíma, og ætti því að geta snert hátíðlega taug í öllum, óháð jólahefðum. Rakel flytjandi lagsins lærði söng við FÍH og tók þátt í söngvakeppni sjónvarpsins 2017 og 2018. „Lagið er ljúft og sykursætt, en tenórsaxófónleikur Jens Hanssonar úr Sálinni hans Jóns míns rammar tónlistina inn á sjarmerandi máta sem kallast jafnvel á við vinsælustu ítalsk-ættuðu jólasmelli landans frá tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu um lagið. Gunnar Ingi Guðmundsson er höfundur lagsins Jólaveröld vaknar, sem heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rakel Pálsdóttir - Jólaveröld vaknar „Lagið var samið í desember 2020 og tók það stóran hluta af þessu ári að full klára lagið hvað varðar útsetningu og raddsetningu hljóma, auk laglínu. Það hefur reynst mér best að semja bara mjög lítið í einu“, segir Gunnar. „Ég sendi Rakel lítið demo af laginu og var hún strax til í þetta.“ Upptökur fóru svo fram í september á þessu ári. „Við fórum svo í studíó Bambus til Stefáns Arnar Gunnlaugssonar og tókum upp grunn sem við byggðum ofan á og útkoman er létt jóla-popp lag.“ Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk studio sá um masteringu. Rakel í upptökum. Gunnar Ingi Guðmundsson, höfundur lagsins, lærði lagasmíðar við tónlistarskólann Berklee college of music í Boston. Hann hefur samið lög fyrir Ragnheiði Gröndal, Sjonna Brink, Skítamóral og Arnar Dór, auk þess sem hann átti þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2003. Nína Richter er textasmiður og kynningarfulltrúi. Hún hefur samið texta fyrir fjölda listamanna, þar á meðal Jóhönnu Guðrúnu, Hönnu Míu, Eyþór Inga og Lay Low, til dæmis smellinn Aftur heim til þín frá árinu 2019, og jólalag Eyþórs Inga, Desemberljóð, frá 2011.
Tónlist Jól Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira