„Þá verður allt svart og það næsta sem ég man er að ég vakna á sjúkrahúsinu“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2021 11:30 Fjölskylda Emils beið eftir honum þegar hann rankaði við sér á sjúkrahúsinu í Bergen. „Það var ekkert sem að gaf til kynna að það væri eitthvað að, fyrr um daginn,“ segir knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson um daginn sem að hann „dó“, í fjórar mínútur. Emil fór í hjartastopp í leik með liði Sogndal í norsku 1. deildinni fyrir tveimur vikum. Hann var í hjartastoppi í tæpar fjórar mínútur áður en viðbragðsaðilar náðu að lífga hann við með hjartahnoði og hjartastuðtæki. „Ég vaknaði við fyrsta stuð, sem er mjög jákvætt. Mér er náð til baka frekar fljótt og það er ekki langur tími þar sem ég er ekki með púls. Það er sirka búið að reikna út að í þrjár og hálfa eða fjórar mínútur hafi ég ekki verið með púls – í raun og veru dáinn. Það er að sjálfsögðu mjög sjokkerandi að heyra það en ég er bara þakklátur að vera á lífi,“ segir Emil sem ræddi við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan: Emil segir atvikið minna mikið á það þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp í leik með danska landsliðinu á EM í sumar. Líkt og með Eriksen þá sé enn óljóst hvað hafi valdið hjartastoppi Emils, sem útskrifaðist af sjúkrahúsi í Noregi síðastliðinn þriðjudag og er kominn heim til Íslands. „Ekki komið klár skýring“ „Þegar ég hugsa til baka þá voru engin merki um að eitthvað væri ekki eins og aðra daga. Rútínan var hefðbundin fyrir leik, upphitunin eðlileg, við skorum eftir sjö mínútur og ég man eftir því en það síðasta sem ég man eftir er þegar við vorum að fagna markinu. Síðan taka þeir miðju, leikurinn fer í gang aftur, og þá verður allt svart hjá mér og það næsta sem ég man er að ég vakna á sjúkrahúsinu,“ segir Emil og bætir við: „Ég er með boltann og tek langa sendingu, en svo þegar ég er að hlaupa á eftir sendingunni þá einhvern veginn dett ég niður, á svipaðan hátt og Eriksen þegar hann datt niður í sumar. Þetta eru svolítið lík atvik – hvernig þau gerast og líka vegna þess að það hefur ekki komið klár skýring á því af hverju þetta gerist.“ Emil hefur áður sagt að hann sé þakklátur fyrir að hafa farið í hjartastopp á knattspyrnuvellinum en ekki á leið heim eftir leik, eða í sófanum heima hjá sér. Miðað við orð Kristjáns Guðmundssonar, hjartalæknis á Landspítalanum, í viðtali við Stöð 2 í sumar mátti engu muna að Emil yrði fyrir óafturkræfum heilaskaða: „Maður hefur svona sirka þrjár mínútur eftir að fólk fer í hjartastopp til að hefja endurlífgun með hjartahnoði. Eftir þrjár mínútur er mikil hætta á að heilastarfsemin verði fyrir óafturkræfum skaða,“ sagði Kristján. Fótbolti Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Emil segir lán í óláni að hjartað skyldi stoppa innan vallar: Var dáinn í fjórar mínútur Emil Pálsson ræddi í dag við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að hann fór í hjartastopp í fótboltaleik í Noregi í síðustu viku. Hann kveðst afar heppinn að vera á lífi. 10. nóvember 2021 16:09 Emil útskrifaður af sjúkrahúsi Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi, en hann var lagður inn í seinustu viku eftir að hafa farið í hjartastopp í leik með Sogndal í norsku fyrstu deildinni í fótbolta. 9. nóvember 2021 18:01 Emil þakkar fyrir sig: „Væri ekki á lífi án starfsfólks Sogndal“ Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni, setti inn færslu á Twitter þar sem hann þakkar læknateymi og starfsfólki Sogndal fyrir að vera á lífi. 5. nóvember 2021 12:44 Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01 Biðjast afsökunar á að hafa óvart sýnt frá Emil í höndum sjúkrafólks Sjónvarpsstöðin Discovery hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt frá því þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að Emil Pálssyni sem fór í hjartastopp í fótboltaleik með Sogndal í Noregi í gær. 2. nóvember 2021 08:01 Emil Pálsson hné niður á vellinum Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu. 1. nóvember 2021 18:22 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Emil fór í hjartastopp í leik með liði Sogndal í norsku 1. deildinni fyrir tveimur vikum. Hann var í hjartastoppi í tæpar fjórar mínútur áður en viðbragðsaðilar náðu að lífga hann við með hjartahnoði og hjartastuðtæki. „Ég vaknaði við fyrsta stuð, sem er mjög jákvætt. Mér er náð til baka frekar fljótt og það er ekki langur tími þar sem ég er ekki með púls. Það er sirka búið að reikna út að í þrjár og hálfa eða fjórar mínútur hafi ég ekki verið með púls – í raun og veru dáinn. Það er að sjálfsögðu mjög sjokkerandi að heyra það en ég er bara þakklátur að vera á lífi,“ segir Emil sem ræddi við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan: Emil segir atvikið minna mikið á það þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp í leik með danska landsliðinu á EM í sumar. Líkt og með Eriksen þá sé enn óljóst hvað hafi valdið hjartastoppi Emils, sem útskrifaðist af sjúkrahúsi í Noregi síðastliðinn þriðjudag og er kominn heim til Íslands. „Ekki komið klár skýring“ „Þegar ég hugsa til baka þá voru engin merki um að eitthvað væri ekki eins og aðra daga. Rútínan var hefðbundin fyrir leik, upphitunin eðlileg, við skorum eftir sjö mínútur og ég man eftir því en það síðasta sem ég man eftir er þegar við vorum að fagna markinu. Síðan taka þeir miðju, leikurinn fer í gang aftur, og þá verður allt svart hjá mér og það næsta sem ég man er að ég vakna á sjúkrahúsinu,“ segir Emil og bætir við: „Ég er með boltann og tek langa sendingu, en svo þegar ég er að hlaupa á eftir sendingunni þá einhvern veginn dett ég niður, á svipaðan hátt og Eriksen þegar hann datt niður í sumar. Þetta eru svolítið lík atvik – hvernig þau gerast og líka vegna þess að það hefur ekki komið klár skýring á því af hverju þetta gerist.“ Emil hefur áður sagt að hann sé þakklátur fyrir að hafa farið í hjartastopp á knattspyrnuvellinum en ekki á leið heim eftir leik, eða í sófanum heima hjá sér. Miðað við orð Kristjáns Guðmundssonar, hjartalæknis á Landspítalanum, í viðtali við Stöð 2 í sumar mátti engu muna að Emil yrði fyrir óafturkræfum heilaskaða: „Maður hefur svona sirka þrjár mínútur eftir að fólk fer í hjartastopp til að hefja endurlífgun með hjartahnoði. Eftir þrjár mínútur er mikil hætta á að heilastarfsemin verði fyrir óafturkræfum skaða,“ sagði Kristján.
Fótbolti Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Emil segir lán í óláni að hjartað skyldi stoppa innan vallar: Var dáinn í fjórar mínútur Emil Pálsson ræddi í dag við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að hann fór í hjartastopp í fótboltaleik í Noregi í síðustu viku. Hann kveðst afar heppinn að vera á lífi. 10. nóvember 2021 16:09 Emil útskrifaður af sjúkrahúsi Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi, en hann var lagður inn í seinustu viku eftir að hafa farið í hjartastopp í leik með Sogndal í norsku fyrstu deildinni í fótbolta. 9. nóvember 2021 18:01 Emil þakkar fyrir sig: „Væri ekki á lífi án starfsfólks Sogndal“ Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni, setti inn færslu á Twitter þar sem hann þakkar læknateymi og starfsfólki Sogndal fyrir að vera á lífi. 5. nóvember 2021 12:44 Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01 Biðjast afsökunar á að hafa óvart sýnt frá Emil í höndum sjúkrafólks Sjónvarpsstöðin Discovery hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt frá því þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að Emil Pálssyni sem fór í hjartastopp í fótboltaleik með Sogndal í Noregi í gær. 2. nóvember 2021 08:01 Emil Pálsson hné niður á vellinum Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu. 1. nóvember 2021 18:22 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Emil segir lán í óláni að hjartað skyldi stoppa innan vallar: Var dáinn í fjórar mínútur Emil Pálsson ræddi í dag við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að hann fór í hjartastopp í fótboltaleik í Noregi í síðustu viku. Hann kveðst afar heppinn að vera á lífi. 10. nóvember 2021 16:09
Emil útskrifaður af sjúkrahúsi Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi, en hann var lagður inn í seinustu viku eftir að hafa farið í hjartastopp í leik með Sogndal í norsku fyrstu deildinni í fótbolta. 9. nóvember 2021 18:01
Emil þakkar fyrir sig: „Væri ekki á lífi án starfsfólks Sogndal“ Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni, setti inn færslu á Twitter þar sem hann þakkar læknateymi og starfsfólki Sogndal fyrir að vera á lífi. 5. nóvember 2021 12:44
Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01
Biðjast afsökunar á að hafa óvart sýnt frá Emil í höndum sjúkrafólks Sjónvarpsstöðin Discovery hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt frá því þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að Emil Pálssyni sem fór í hjartastopp í fótboltaleik með Sogndal í Noregi í gær. 2. nóvember 2021 08:01
Emil Pálsson hné niður á vellinum Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu. 1. nóvember 2021 18:22