„Mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2021 23:00 Kristrún Helga Jóhannsdóttir og Una María Magnúsdóttir. Samsett Óbólusettir sæta útgöngubanni í Austurríki vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Á sama tíma eru litlar sem engar samkomutakmarkanir í Danmörku. Íslendingur sem búsettur er í Kaupmannahöfn segir Dani svifaseina í viðbrögðum og óttast harðar aðgerðir á næstunni. Faraldur kórónuveirunnar er ekki bara þreytandi fyrir okkur Íslendinga þar sem faraldurinn er í vexti víða í Evrópu og því fylgja takmarkanir, en mis miklar eftir löndum. Óbólusettir lifa við litlar takmarkanir Bólusettir Danir finna lítið fyrir veirunni þar sem einu takmarkanirnar eru þær að sýna þarf fram á bólusetningarvottorð áður en farið er á veitingastaði, söfn og aðra staði þar sem fólk kemur saman. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf í stað vottorðs. „Þannig í raun hefur þetta engin áhrif á þá sem eru bólusettir, bara á þá sem eru óbólusettir,“ sagði Kristrún Helga Jóhannsdóttir, búsett í Kaupmannahöfn. Kristrún segir að þrátt fyrir litlar sem engar takmarkanir sé mikill uppgangur í smitum en um þrjú þúsund smitast á degi hverjum þar í landi. Útgöngubann fyrir óbólusetta Aðra sögu er að segja af aðgerðum í Hollandi þar sem um 13 þúsund smituðust í gær. Þar taka hertar aðgerðir gildi í kvöld. Veitingastöðum og matvöruverslunum er gert að loka klukkan átta og grímuskylda er nær alls staðar, þar á meðal í skólum. „Þeir eru rosa mikið í reglum um það hversu marga þú mátt fá heim til þín og reglurnar eru þannig núna að þeir mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn,“ sagði Una María Magnúsdóttir, búsett í Amsterdam. Þá þarf að sýna fram á bólusetningarvottorð þegar farið er á fjölmenna staði líkt og í Danmörku. Hér á landi þekkist það þó ekki með beinum hætti. Það þekkist þó að viðburðarhaldarar krefji fólk um neikvætt hraðpróf. Og svo geta vinnustaðir í einhverjum tilvikum gert kröfu um bólusetningu starfsmanna. Kristrúnu þykir Danir grípa heldur seint í rassinn og óttast að það komi til öfgafullra aðgerða fari smittölur úr böndunum. „Það sem við erum smeyk við hérna er að þeir [Danir] eru svo lengi að grípa í að svo þegar þeir gera það loksins þá dugar ekki það litla sem maður er að sjá á Íslandi heldur fer þetta í þetta harða útgöngubann sem maður hefur ekki upplifað á Íslandi. Grunnskólum hefur ekki verið lokað á Íslandi en það hefur gerst tvisvar hér og í marga mánuði í senn,“ sagði Kristrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar er ekki bara þreytandi fyrir okkur Íslendinga þar sem faraldurinn er í vexti víða í Evrópu og því fylgja takmarkanir, en mis miklar eftir löndum. Óbólusettir lifa við litlar takmarkanir Bólusettir Danir finna lítið fyrir veirunni þar sem einu takmarkanirnar eru þær að sýna þarf fram á bólusetningarvottorð áður en farið er á veitingastaði, söfn og aðra staði þar sem fólk kemur saman. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf í stað vottorðs. „Þannig í raun hefur þetta engin áhrif á þá sem eru bólusettir, bara á þá sem eru óbólusettir,“ sagði Kristrún Helga Jóhannsdóttir, búsett í Kaupmannahöfn. Kristrún segir að þrátt fyrir litlar sem engar takmarkanir sé mikill uppgangur í smitum en um þrjú þúsund smitast á degi hverjum þar í landi. Útgöngubann fyrir óbólusetta Aðra sögu er að segja af aðgerðum í Hollandi þar sem um 13 þúsund smituðust í gær. Þar taka hertar aðgerðir gildi í kvöld. Veitingastöðum og matvöruverslunum er gert að loka klukkan átta og grímuskylda er nær alls staðar, þar á meðal í skólum. „Þeir eru rosa mikið í reglum um það hversu marga þú mátt fá heim til þín og reglurnar eru þannig núna að þeir mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn,“ sagði Una María Magnúsdóttir, búsett í Amsterdam. Þá þarf að sýna fram á bólusetningarvottorð þegar farið er á fjölmenna staði líkt og í Danmörku. Hér á landi þekkist það þó ekki með beinum hætti. Það þekkist þó að viðburðarhaldarar krefji fólk um neikvætt hraðpróf. Og svo geta vinnustaðir í einhverjum tilvikum gert kröfu um bólusetningu starfsmanna. Kristrúnu þykir Danir grípa heldur seint í rassinn og óttast að það komi til öfgafullra aðgerða fari smittölur úr böndunum. „Það sem við erum smeyk við hérna er að þeir [Danir] eru svo lengi að grípa í að svo þegar þeir gera það loksins þá dugar ekki það litla sem maður er að sjá á Íslandi heldur fer þetta í þetta harða útgöngubann sem maður hefur ekki upplifað á Íslandi. Grunnskólum hefur ekki verið lokað á Íslandi en það hefur gerst tvisvar hér og í marga mánuði í senn,“ sagði Kristrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira