Rúmensk bjórverksmiðja búin að taka frá einn bjór fyrir Arnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. nóvember 2021 15:16 Auglýsingaskilti í Skopje þar sem Arnari Þór Viðarssyni er lofaður einn kaldur ef Ísland tekur stig gegn Norður-Makedóníu í dag. Alex Nicodim/Getty Images Rúmensk bjórverksmiðja sem styrkir karlalandslið landsins í fótbolta er búin að taka frá einn bjór fyrir Arnar Þór Viðarsson, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Rúmenska landsliðið þarf á sigri að halda gegn Liechtenstein í dag til að eiga möguleika á sæti í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Ekki nóg með það, heldur þurfa þeir einni að treysta á hagstæð úrslit í leik Íslands og Norður-Makedóníu sem fram fer á sama tíma. Rúmenar hafa 14 stig í þriðja sæti J-riðils, einu stigi minna en Norður-Makedónía sem sitja í öðru sæti. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, sagði í samtali við rúmenska fjölmiðla eftir jafntefli Íslands og Rúmeníu að þeir skulduðu sér bjór ef íslenska liðið tapar ekki gegn Norður-Makedóníu í dag. Nú hefur rúmensk bjórverksmiðja sem styrkir rúmenska landsliðið borgað fyrir auglýsingaskilti í Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu, þar sem segir með stórum stöfum að bjórinn sé tilbúinn fyrir íslenska þjálfarann. Kæri Arnar Viðarsson bjórinn er tilbúinn Þetta stendur stórum stöfum á auglýsingaskiltinu, en eins og áður segir þurfa Rúmenar að treysta á að Ísland taki í það minnsta stig af Norður-Makedóníu í dag. Svo er spurning hvort að Arnar sjái skiltið þar sem það er staðsett fyrir utan hótel Norður-Makedóníu, en ekki Íslands, eins og líklegt er að ætlunin hafi verið. Leikir Íslands og Norður-Makedóníu annars vegar, og hins vegar Liechtenstein og Rúmeníu hefjast klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Það verður því um kvöldmatarleitið sem Arnar Þór Viðarsson getur innheimt rúmenska bjórinn ef vel gengur. HM 2022 í Katar Rúmenía Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Nauðsynlegt fyrir félagið og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Sjá meira
Rúmenska landsliðið þarf á sigri að halda gegn Liechtenstein í dag til að eiga möguleika á sæti í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Ekki nóg með það, heldur þurfa þeir einni að treysta á hagstæð úrslit í leik Íslands og Norður-Makedóníu sem fram fer á sama tíma. Rúmenar hafa 14 stig í þriðja sæti J-riðils, einu stigi minna en Norður-Makedónía sem sitja í öðru sæti. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, sagði í samtali við rúmenska fjölmiðla eftir jafntefli Íslands og Rúmeníu að þeir skulduðu sér bjór ef íslenska liðið tapar ekki gegn Norður-Makedóníu í dag. Nú hefur rúmensk bjórverksmiðja sem styrkir rúmenska landsliðið borgað fyrir auglýsingaskilti í Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu, þar sem segir með stórum stöfum að bjórinn sé tilbúinn fyrir íslenska þjálfarann. Kæri Arnar Viðarsson bjórinn er tilbúinn Þetta stendur stórum stöfum á auglýsingaskiltinu, en eins og áður segir þurfa Rúmenar að treysta á að Ísland taki í það minnsta stig af Norður-Makedóníu í dag. Svo er spurning hvort að Arnar sjái skiltið þar sem það er staðsett fyrir utan hótel Norður-Makedóníu, en ekki Íslands, eins og líklegt er að ætlunin hafi verið. Leikir Íslands og Norður-Makedóníu annars vegar, og hins vegar Liechtenstein og Rúmeníu hefjast klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Það verður því um kvöldmatarleitið sem Arnar Þór Viðarsson getur innheimt rúmenska bjórinn ef vel gengur.
HM 2022 í Katar Rúmenía Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Nauðsynlegt fyrir félagið og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Sjá meira