Sport

Júlían Jóhannsson vann sigur í réttstöðulyftu á HM

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Júlían þurfti að æfa við áhugaverðar aðstæður á síðasta ári.
Júlían þurfti að æfa við áhugaverðar aðstæður á síðasta ári. Vísir/Vilhelm

Júlían JK Jóhannsson, kraftlyftingamaður, vann sigur í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á Heinsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fer um helgina í Stavanger í Noregi.

Júlían lyfti 355 kílóum í fyrstu lyftu og síðan 380 kílóum í lyftu númer tvö. Honum mistókst þó að koma upp 400 kílóumí síðustu lyftunni sinni. Júlían, sem er núverandi heimsmethafi í greininni, á best 405,5 kíló sem hann lyfti á heimsmeistaramótinu í Dúbaí árið 2019.

Sigurinn var kærkominn fyrir Júlían, sem hafði ekki átt sína bestu daga í hinum tveimur greinunum, bekkpressu og hnébeygju. Í báðum greinunum náði Júlían ekki að gera gilda lyftu sem gerði það að verkum að hann fékk ekki skráðan árangur í samanlögðu sem hljóta að teljast voinbrigði fyrir þennan besta kraftlyftingamann Íslands.

Fréttaritari Vísis heyrði aðeins í Júlían eftir keppnina og það er skemmst frá því að segja að hann var mjög sáttur við gullið í réttstöðulyftunni eftir vonbrigðin í hinum greinunum.

Tveir aðrir íslenskir keppendur kepptu á mótinu. Guðfinnur Magnússon varð í fimmta sæti í samanlögðu en hann lyfti samtals 975 kílóum. Sóley Jónsdóttir keppti í +84 kg flokki og hafnaði einnig í fimmta sæti. Hún lyfti samtals 630 kílóum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×