Segir ríkið sýna hörku og óbilgirni í túlkun sinni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. nóvember 2021 18:20 Friðrik Jónsson, formaður BHM, óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi. Ríkið hefur neitað að fallast á það að starfsfólk sem sent er í sóttkví meðan það er í orlofi fái að nýta veikindarétt sinn í stað orlofsdaga. Formaður BHM segir niðurstöðuna vonbrigði og óttast að hún dragi úr nauðsynlegri samstöðu á atvinnumarkaði. Bandalag háskólamanna, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, og Læknafélag Íslands sendu sameiginlegt erindi á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins þann 18. október síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að afstaða ríkisins til orlofsskráningu starfsfólks yrði endurskoðuð. Var það gert í kjölfar ábendinga um að ríkisstofnanir neituðu að breyta orlofsskráningu hjá starfsfólki hafi það þurft að sæta sóttkví. Töldu samtökin að túlkun ríkisins samræmdist ekki lögum eða kjarasamningum. Svar við því erindi barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrr í vikunni er vísað til þess að sú ákvörðun hafi verið tekin í upphafi faraldursins. Ráðuneytið segir ljóst að sóttkví teljist ekki til veikinda og þannig sé ekki hægt að réttlæta frestun orlofstöku vegna sóttkvíar. Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir niðurstöðuna vonbrigði „Okkar skoðun er sú að ef þér er gert að sæta sóttkví að fyrirmælum yfirvalda, þá getur það tæpast talist orlof,“ segir Friðrik en hann segir að með erindinu sé ríkið að segja að ef fólk lendir í sóttkví í fríi þá sé það einfaldlega þeirra tap. „Ég tel að þetta sé ekki mjög hjálplegt inn í stöðuna núna. Eina ferðina enn á að herða sóttvarnaraðgerðir og þá ætlar ríkið að ganga á undan með vondu fordæmi og sýna þessa hörku og óbilgirni í túlkun sinni á lögum og veikindaréttinum,“ segir Friðrik. „Ég óttast það að þetta gangi gegn markmiðum takmarkana og dragi úr nauðsynlegri samstöðu,“ segir hann enn fremur. Samtökin reikna með því að fara með málið fyrir dómstóla þar sem ríkið hefur neitað að verða við boði samtakanna um að setjast niður og ræða málin. Friðrik kveðst einnig óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi á almennum vinnumarkaði. „Maður hefði haldið að það væri æskilegt að við, aðilar vinnumarkaðsins, reyndum að vinna að því að túlkun á þessum reglum og framkvæmd þeirra væri sem sveigjanlegust, og væri til þess að hjálpa því að við gætum komist í gegnum þennan skafl á sem bestan hátt, með sem minnstu tjóni fyrir samfélagið allt. En þegar ríkið gengur undan með þessu fordæmi þá er maður náttúrulega búast við því að fyrirtæki á almenna markaðinum fari eftir þessu,“ segir Friðrik. „Þetta er óneitanlega sérkennilegt og ekki hjálplegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Bandalag háskólamanna, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, og Læknafélag Íslands sendu sameiginlegt erindi á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins þann 18. október síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að afstaða ríkisins til orlofsskráningu starfsfólks yrði endurskoðuð. Var það gert í kjölfar ábendinga um að ríkisstofnanir neituðu að breyta orlofsskráningu hjá starfsfólki hafi það þurft að sæta sóttkví. Töldu samtökin að túlkun ríkisins samræmdist ekki lögum eða kjarasamningum. Svar við því erindi barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrr í vikunni er vísað til þess að sú ákvörðun hafi verið tekin í upphafi faraldursins. Ráðuneytið segir ljóst að sóttkví teljist ekki til veikinda og þannig sé ekki hægt að réttlæta frestun orlofstöku vegna sóttkvíar. Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir niðurstöðuna vonbrigði „Okkar skoðun er sú að ef þér er gert að sæta sóttkví að fyrirmælum yfirvalda, þá getur það tæpast talist orlof,“ segir Friðrik en hann segir að með erindinu sé ríkið að segja að ef fólk lendir í sóttkví í fríi þá sé það einfaldlega þeirra tap. „Ég tel að þetta sé ekki mjög hjálplegt inn í stöðuna núna. Eina ferðina enn á að herða sóttvarnaraðgerðir og þá ætlar ríkið að ganga á undan með vondu fordæmi og sýna þessa hörku og óbilgirni í túlkun sinni á lögum og veikindaréttinum,“ segir Friðrik. „Ég óttast það að þetta gangi gegn markmiðum takmarkana og dragi úr nauðsynlegri samstöðu,“ segir hann enn fremur. Samtökin reikna með því að fara með málið fyrir dómstóla þar sem ríkið hefur neitað að verða við boði samtakanna um að setjast niður og ræða málin. Friðrik kveðst einnig óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi á almennum vinnumarkaði. „Maður hefði haldið að það væri æskilegt að við, aðilar vinnumarkaðsins, reyndum að vinna að því að túlkun á þessum reglum og framkvæmd þeirra væri sem sveigjanlegust, og væri til þess að hjálpa því að við gætum komist í gegnum þennan skafl á sem bestan hátt, með sem minnstu tjóni fyrir samfélagið allt. En þegar ríkið gengur undan með þessu fordæmi þá er maður náttúrulega búast við því að fyrirtæki á almenna markaðinum fari eftir þessu,“ segir Friðrik. „Þetta er óneitanlega sérkennilegt og ekki hjálplegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56