„Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt“ Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2021 14:28 Bubba Morthens telur okkur Íslendinga komna út á hálan ís og fordæmir samkomutakmarkanir sem hann segir frelsisskerðingu. vísir/vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fordæmir samkomutakmarkanir og hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu. Í dag verður þrengt að frelsi okkar enn og aftur. Í bráðum tvö ár hef ég búið við það að geta eins og obbinn af minni stétt lítið stundað atvinnu mína – fyrir utan allt hitt.“ Svo hefst ræða Bubba Morthens en hann hefur á undanförnum dögum og vikum gagnrýnt samkomubann harðlega, sagt það skerða atvinnumöguleika listamanna svo vart verði við unað. Fáir veikjast alvarlega Bubbi segist skilja mæta vel vandamál spítala sem á í erfiðleikum með fjóra á gjörgæslu og 17–18 liggjandi inni. „Nú tel ég hinsvegar að yfirvöld verði að fara að tækla það vandamál í alvöru og fara í aðgerðir, þetta getur ekki gengið lengur svona að slaka og herða til skiptis á 3–4 vikna fresti. Það er galið. Það eru afar fáir sem veikjast, stór hópur þjóðarinnar er bólusettur og svona lítur þetta út eftir bólusetningu: 97,8% hafa ekki þurft á sjúkrahús – 99,6% hafa sloppið við gjörgæslu – 99,8% hafa sloppið við öndunarvél – 99,95% hafa lifað af Bubbi varar við því hvernig við sem þjóð umgöngumst þann vanda sem við er eða etja. „Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt. Hægt og rólega er frelsið tekið frá okkur í skömmtum og við erum svo vön því að við verjum það og hjólum í þá sem benda á það. Áhyggjur eru eðlilegar en ef frelsissvipting er varin með því að spítali geti ekki tekið við fólki þegar fjórir eru á gjörgæslu og 17 inniliggjandi þá er það óásættanlegt.“ Frelsið er mikilvægt Bubbi segir flesta þá sem veikjast séu lítið sem ekkert veikir. Meira að segja þegar 200 smit greindust. „Nokkrir vinir mínir bólusettir hafa smitast en sýna nánast engin einkenni. Nokkrir hafa fengið hita. Ég mun þiggja þriðju sprautuna eins og hinar.“ Og Bubbi segir okkur komin út á hálan ís. Frelsi okkar sé mikilvægt, svo mikilvægt að við verðum að spyrja spurninga og vera gagnrýnin. „Tvö ár er langur tími og skaði fyrir alla og þá sérstaklega frelsið,“ segir Bubbi sem lýkur ræðu sinni á því að senda ást og frið til allra. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Í dag verður þrengt að frelsi okkar enn og aftur. Í bráðum tvö ár hef ég búið við það að geta eins og obbinn af minni stétt lítið stundað atvinnu mína – fyrir utan allt hitt.“ Svo hefst ræða Bubba Morthens en hann hefur á undanförnum dögum og vikum gagnrýnt samkomubann harðlega, sagt það skerða atvinnumöguleika listamanna svo vart verði við unað. Fáir veikjast alvarlega Bubbi segist skilja mæta vel vandamál spítala sem á í erfiðleikum með fjóra á gjörgæslu og 17–18 liggjandi inni. „Nú tel ég hinsvegar að yfirvöld verði að fara að tækla það vandamál í alvöru og fara í aðgerðir, þetta getur ekki gengið lengur svona að slaka og herða til skiptis á 3–4 vikna fresti. Það er galið. Það eru afar fáir sem veikjast, stór hópur þjóðarinnar er bólusettur og svona lítur þetta út eftir bólusetningu: 97,8% hafa ekki þurft á sjúkrahús – 99,6% hafa sloppið við gjörgæslu – 99,8% hafa sloppið við öndunarvél – 99,95% hafa lifað af Bubbi varar við því hvernig við sem þjóð umgöngumst þann vanda sem við er eða etja. „Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt. Hægt og rólega er frelsið tekið frá okkur í skömmtum og við erum svo vön því að við verjum það og hjólum í þá sem benda á það. Áhyggjur eru eðlilegar en ef frelsissvipting er varin með því að spítali geti ekki tekið við fólki þegar fjórir eru á gjörgæslu og 17 inniliggjandi þá er það óásættanlegt.“ Frelsið er mikilvægt Bubbi segir flesta þá sem veikjast séu lítið sem ekkert veikir. Meira að segja þegar 200 smit greindust. „Nokkrir vinir mínir bólusettir hafa smitast en sýna nánast engin einkenni. Nokkrir hafa fengið hita. Ég mun þiggja þriðju sprautuna eins og hinar.“ Og Bubbi segir okkur komin út á hálan ís. Frelsi okkar sé mikilvægt, svo mikilvægt að við verðum að spyrja spurninga og vera gagnrýnin. „Tvö ár er langur tími og skaði fyrir alla og þá sérstaklega frelsið,“ segir Bubbi sem lýkur ræðu sinni á því að senda ást og frið til allra.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira