Súperman og súperstjarna fundu sér ný lið í NFL deildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 10:31 Cam Newton tekur hér Súperman fagnið sitt þegar hann lék síðast með liði Carolina Panthers. Hann er núna kominn aftur heim. Getty/Dannie Walls Gærdagurinn var viðburðaríkur í NFL-deildinni þegar tveir af þekktustu leikmönnum hennar fundu sér ný félög. Báðir voru með lausa samninga og gátu því samið þótt að félög megi ekki lengur skiptast á leikmönnum. Stórstjörnurnar voru leikstjórnandinn Cam Newton og útherjinn Odell Beckham Jr. Newton samdi við Carolina Panthers en Beckham yngri við Los Angeles Rams. Breaking: The Panthers announced they have agreed to terms with QB Cam Newton.He's back. pic.twitter.com/I9tcl4DySX— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Newton átti sín bestu ár hjá Carolina Panthers og þar bjó hann til Súperman viðurnefnið sitt með frábærri frammistöðu. Fyrir átján mánuðum var hann látinn fara en snýr nú aftur í meiðslavandræðum síns gamla félags. Newton lék með New England Patriots í fyrra en var látinn fara rétt fyrir tímabilið. Hann hafði ekki fundið sér nýtt félag fyrr en í gær. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL hefur skorað fleiri snertimörk með því að hlaupa með boltann sjálfur í mark en þau eru orðin sjötíu. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar sem leikmaður Panthers liðsins árið 2015. Breaking: Odell Beckham Jr. is finalizing a deal with the Los Angeles Rams, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/OrAPAtGpSa— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Beckham gekk frá starfslokum við Cleveland Browns eftir erfiða síðustu daga hjá félaginu þar sem faðir hans gagnrýndi meðal annars leikstjórnandann Baker Mayfield opinberlega. Beckham gat valið sér nýtt lið og ákvað að semja við sterkt lið Los Angeles Rams sem er eitt af þeim sem gæti farið alla leið á þessu tímabili. Beckham yngri sló í gegn hjá New York Giants á sínum tíma og fékk súperstjörnusmaning hjá félaginu. Það fór að halla undan fæti eftir það og honum var skipt til Cleveland Browns árið 2019. Lífið hjá Browns var aftur á móti erfitt, Beckham var mikið meiddur og lítið gekk upp hjá honum þegar hann spilaði. Þetta tímabil hefur verið afar slakt hjá Beckham sem hefur ekki skorað snertimark og hans fólk hélt því fram að leikstjórnandinn Baker Mayfield vildi ekki senda á hann boltann. NFL Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Stórstjörnurnar voru leikstjórnandinn Cam Newton og útherjinn Odell Beckham Jr. Newton samdi við Carolina Panthers en Beckham yngri við Los Angeles Rams. Breaking: The Panthers announced they have agreed to terms with QB Cam Newton.He's back. pic.twitter.com/I9tcl4DySX— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Newton átti sín bestu ár hjá Carolina Panthers og þar bjó hann til Súperman viðurnefnið sitt með frábærri frammistöðu. Fyrir átján mánuðum var hann látinn fara en snýr nú aftur í meiðslavandræðum síns gamla félags. Newton lék með New England Patriots í fyrra en var látinn fara rétt fyrir tímabilið. Hann hafði ekki fundið sér nýtt félag fyrr en í gær. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL hefur skorað fleiri snertimörk með því að hlaupa með boltann sjálfur í mark en þau eru orðin sjötíu. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar sem leikmaður Panthers liðsins árið 2015. Breaking: Odell Beckham Jr. is finalizing a deal with the Los Angeles Rams, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/OrAPAtGpSa— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Beckham gekk frá starfslokum við Cleveland Browns eftir erfiða síðustu daga hjá félaginu þar sem faðir hans gagnrýndi meðal annars leikstjórnandann Baker Mayfield opinberlega. Beckham gat valið sér nýtt lið og ákvað að semja við sterkt lið Los Angeles Rams sem er eitt af þeim sem gæti farið alla leið á þessu tímabili. Beckham yngri sló í gegn hjá New York Giants á sínum tíma og fékk súperstjörnusmaning hjá félaginu. Það fór að halla undan fæti eftir það og honum var skipt til Cleveland Browns árið 2019. Lífið hjá Browns var aftur á móti erfitt, Beckham var mikið meiddur og lítið gekk upp hjá honum þegar hann spilaði. Þetta tímabil hefur verið afar slakt hjá Beckham sem hefur ekki skorað snertimark og hans fólk hélt því fram að leikstjórnandinn Baker Mayfield vildi ekki senda á hann boltann.
NFL Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira