„Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2021 20:05 Dr. Páll Einarsson, jarðvísindamaður. Vísir/Vilhelm Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að það fari ekki á milli mála að jarðskjálftinn sem reið yfir Suðurlandið í dag hafi verið Suðurlandsskjálfti, en ekki tengdur Heklu. Þetta sagði Páll í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir stöðuna varðandi skjálftann sem reið yfir Suðurlandi í dag. Hann var 5,2 að stærð og voru upptök hans ekki langt frá Heklu. Því beindust margra augu að því hvort að Hekla væri farin að láta á sér kræla. „Þetta er svolítið vandræðalegur staður, það er víst alveg rétt. Þarna mætast tvö virk belti. Annars vegar er eldgosabelti fyrir austan. Hins vegar er það skjálftabeltið úr vestri. Þau stingast þarna saman þannig að þegar kemur skjálfti á þessu svæði þá er maður ekki alveg viss til að byrja með. Er þetta Suðurlandsskjálftabeltið sem er að láta til sín taka eða er þetta eldstöðin fyrir austan að láta til sín heyra?“ sagði Páll. Sagði hann að í þetta sinn færi það ekkert á milli mála. „Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki. Þetta er beint suður af Heklu þannig að mönnum dettur óneitanlega Hekla í hug, það er óhjákvæmilegt þegar maður er nálægt Heklu. En það er margt sem bendir til þess að það séu ekki tengsl þar á milli,“ sagði Páll. Sagði hann að ef Hekla væri að fara gjósa væri óvenjulegt ef svo stjór skjálfti væri undanfari þess. „Byrjanir á Heklugosum eru yfirleitt mjög lítið áberandi á skjáltamælum. Skjálftarnir eru yfirleitt frekar litlir, þeir byrja þétt. Það sem er hins vegar erfitt er það að aðdragandinn að Heklugosum er mjög stuttur. Um leið og það byrja að koma skjálftar í Heklu sjálfri þurfa menn að athuga sinn gang því að það líður kannski ekki nema korter eða hálftími þangað til að gos kemur upp úr Heklu,“ sagði Páll. Enginn gosórói hafi mælst. „Það er ekkert slíkt, enda er þessi skjálfti átta kílómetrum fyrir sunnan Heklu þannig að hann er ekkert í Heklu sjálfri.“ Eldgos og jarðhræringar Vísindi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02 Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20 Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Þetta sagði Páll í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir stöðuna varðandi skjálftann sem reið yfir Suðurlandi í dag. Hann var 5,2 að stærð og voru upptök hans ekki langt frá Heklu. Því beindust margra augu að því hvort að Hekla væri farin að láta á sér kræla. „Þetta er svolítið vandræðalegur staður, það er víst alveg rétt. Þarna mætast tvö virk belti. Annars vegar er eldgosabelti fyrir austan. Hins vegar er það skjálftabeltið úr vestri. Þau stingast þarna saman þannig að þegar kemur skjálfti á þessu svæði þá er maður ekki alveg viss til að byrja með. Er þetta Suðurlandsskjálftabeltið sem er að láta til sín taka eða er þetta eldstöðin fyrir austan að láta til sín heyra?“ sagði Páll. Sagði hann að í þetta sinn færi það ekkert á milli mála. „Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki. Þetta er beint suður af Heklu þannig að mönnum dettur óneitanlega Hekla í hug, það er óhjákvæmilegt þegar maður er nálægt Heklu. En það er margt sem bendir til þess að það séu ekki tengsl þar á milli,“ sagði Páll. Sagði hann að ef Hekla væri að fara gjósa væri óvenjulegt ef svo stjór skjálfti væri undanfari þess. „Byrjanir á Heklugosum eru yfirleitt mjög lítið áberandi á skjáltamælum. Skjálftarnir eru yfirleitt frekar litlir, þeir byrja þétt. Það sem er hins vegar erfitt er það að aðdragandinn að Heklugosum er mjög stuttur. Um leið og það byrja að koma skjálftar í Heklu sjálfri þurfa menn að athuga sinn gang því að það líður kannski ekki nema korter eða hálftími þangað til að gos kemur upp úr Heklu,“ sagði Páll. Enginn gosórói hafi mælst. „Það er ekkert slíkt, enda er þessi skjálfti átta kílómetrum fyrir sunnan Heklu þannig að hann er ekkert í Heklu sjálfri.“
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02 Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20 Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02
Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20
Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29