Fá vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við lóðaframkvæmdir eftir allt saman Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2021 07:00 Deilan sneri sérstaklega að hvort vinnuþættir, meðal annars hellu- og túnþökulögn, geti talist til vinnu manna við endurbætur eða viðhald á „öðru húsnæði“ eins og það er skilgreint í reglugerð. Getty Yfirskattanefnd hefur fallist á kröfu sveitarfélags um endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna við framkvæmdir á lóð húsnæðis í eigu sveitarfélagsins. Ríkisskattstjóri hafði áður hafnað umsókninni um endurgreiðslu virðisaukaskattsins. Deilan sneri að tveimur greiðslum sveitarfélagsins, en ríkisskattstjóri hafði ákveðið að hafna endurgreiðslu á virðisaukaskatti að fjárhæð annars vegar um 422 þúsund krónur og hins vegar tæpum 1,3 milljónum króna vegna framkvæmda á lóðum húsnæðisins. Sveitarfélagið, sem ekki er nefnt á nafn í úrskurðinum, óskaði eftir endurgreiðslunni á grundvelli átaksins Allir vinna sem felst í endurgreiðslu á virðisaukaskatti vinnuliðs þegar kemur að ýmsum framkvæmdum. Sveitarfélagið óskaði eftir endurgreiðslu á ýmsum verkþáttum framkvæmda við endurnýjun á girðingu við leikskóla, línumerkinga á frjálsíþróttavelli, verkstæðisvinnu og hellu- og túnþökugerð. Deilan sneri þá sérstaklega að þvi hvort vinnuþættir, meðal annars hellu- og túnþökulögn, geti talist til vinnu manna við endurbætur eða viðhald á „öðru húsnæði“ eins og það er skilgreint í reglugerð. Í úrskurðinum kemur fram að af hálfu ríkisskattstjóra sé lögð áhersla á að skilgreining á „öðru húsnæði“ í reglugerð leiði til þess að framkvæmdir við lóð fasteignar sveitarfélags falli hér fyrir utan. Vísi ríkisskattstjóri í þessu sambandi til þess að sérstaklega sé tekið fram í ákvæðinu að vinna þurfi að varða „byggingu með veggjum og þaki“. Hafi umsókn því verið hafnað. Yfirskattanefnd rekur svo í úrskurði sínum viðeigandi lagaákvæði um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við húsnæði sveitarfélaga og taldi skilgreiningar í reglugerðum, sem settar hefðu verið á grundvelli laganna, bæru ekki með sér neinn þann merkingarmun á hugtakinu „húsnæði“ sem máli skipti. Því hafi verið fallist á umkrafða endurgreiðslu virðisaukaskatts. Skattar og tollar Tengdar fréttir Fær ekki vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við upphækkun jeppa Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við upphækkun jeppa og koma honum á stærri dekk. Ekki voru taldar forsendur til að skýra endurgreiðsluheimild virðisaukaskattslaga svo rúmt, að hún tæki til slíkra breytinga. 11. október 2021 16:13 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Deilan sneri að tveimur greiðslum sveitarfélagsins, en ríkisskattstjóri hafði ákveðið að hafna endurgreiðslu á virðisaukaskatti að fjárhæð annars vegar um 422 þúsund krónur og hins vegar tæpum 1,3 milljónum króna vegna framkvæmda á lóðum húsnæðisins. Sveitarfélagið, sem ekki er nefnt á nafn í úrskurðinum, óskaði eftir endurgreiðslunni á grundvelli átaksins Allir vinna sem felst í endurgreiðslu á virðisaukaskatti vinnuliðs þegar kemur að ýmsum framkvæmdum. Sveitarfélagið óskaði eftir endurgreiðslu á ýmsum verkþáttum framkvæmda við endurnýjun á girðingu við leikskóla, línumerkinga á frjálsíþróttavelli, verkstæðisvinnu og hellu- og túnþökugerð. Deilan sneri þá sérstaklega að þvi hvort vinnuþættir, meðal annars hellu- og túnþökulögn, geti talist til vinnu manna við endurbætur eða viðhald á „öðru húsnæði“ eins og það er skilgreint í reglugerð. Í úrskurðinum kemur fram að af hálfu ríkisskattstjóra sé lögð áhersla á að skilgreining á „öðru húsnæði“ í reglugerð leiði til þess að framkvæmdir við lóð fasteignar sveitarfélags falli hér fyrir utan. Vísi ríkisskattstjóri í þessu sambandi til þess að sérstaklega sé tekið fram í ákvæðinu að vinna þurfi að varða „byggingu með veggjum og þaki“. Hafi umsókn því verið hafnað. Yfirskattanefnd rekur svo í úrskurði sínum viðeigandi lagaákvæði um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við húsnæði sveitarfélaga og taldi skilgreiningar í reglugerðum, sem settar hefðu verið á grundvelli laganna, bæru ekki með sér neinn þann merkingarmun á hugtakinu „húsnæði“ sem máli skipti. Því hafi verið fallist á umkrafða endurgreiðslu virðisaukaskatts.
Skattar og tollar Tengdar fréttir Fær ekki vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við upphækkun jeppa Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við upphækkun jeppa og koma honum á stærri dekk. Ekki voru taldar forsendur til að skýra endurgreiðsluheimild virðisaukaskattslaga svo rúmt, að hún tæki til slíkra breytinga. 11. október 2021 16:13 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Fær ekki vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við upphækkun jeppa Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við upphækkun jeppa og koma honum á stærri dekk. Ekki voru taldar forsendur til að skýra endurgreiðsluheimild virðisaukaskattslaga svo rúmt, að hún tæki til slíkra breytinga. 11. október 2021 16:13