Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2021 11:34 Helgi Jóhannesson starfaði lengi vel á lögmannsstofunni Lex. Hann var meðal annars verjandi Kio Briggs í frægu sakamáli árið 1999 er varðaði meintan fíkniefnainnflutning og fékk sýknudóm yfir honum. Vísir/Vilhelm Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. Stundin greindi frá því í morgun að Helgi hefði hætt störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar á dögunum í kjölfar þess að fá formlega áminningu í starfi fyrir hegðun gagnvart samstarfskonu. Stundin hefur eftir heimildarmönnum að alvarlegasta atvikið hafi átt sér stað í vor, þegar Helgi á að hafa króað konuna af úti í horni og strokið kinn hennar gegn vilja hennar. Þá á Helgi að hafa sagt ítrekað við konuna að hún væri lesbíuleg eftir að hafa klippt hár sitt stutt. Þessi breyting var gerð á stjórn Ferðafélags Íslands á vef félagsins í morgun. Þá kom fram að í starfi hans sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar hafi meðal annars falist að sjá um formlegar áminningar í starfi, sem hann fékk sjálfur. Anna Dóra Sæþórsdóttir, forseti Ferðafélags Íslands, segir Helga hafa sagt af sér sem stjórnarmaður í morgun. Málið sé ofsalega leiðinlegt frá öllum aðilum séð. Nýr stjórnarmaður verði kosinn á næsta aðalfundi félagsins á nýju ári. Helgi er mikill útivistarmaður og er menntaður leiðsögumaður. Hann hefur verið virkur í starfi Ferðafélags Íslands undanfarin ár. Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar. Landsvirkjun Félagasamtök Tengdar fréttir Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Stundin greindi frá því í morgun að Helgi hefði hætt störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar á dögunum í kjölfar þess að fá formlega áminningu í starfi fyrir hegðun gagnvart samstarfskonu. Stundin hefur eftir heimildarmönnum að alvarlegasta atvikið hafi átt sér stað í vor, þegar Helgi á að hafa króað konuna af úti í horni og strokið kinn hennar gegn vilja hennar. Þá á Helgi að hafa sagt ítrekað við konuna að hún væri lesbíuleg eftir að hafa klippt hár sitt stutt. Þessi breyting var gerð á stjórn Ferðafélags Íslands á vef félagsins í morgun. Þá kom fram að í starfi hans sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar hafi meðal annars falist að sjá um formlegar áminningar í starfi, sem hann fékk sjálfur. Anna Dóra Sæþórsdóttir, forseti Ferðafélags Íslands, segir Helga hafa sagt af sér sem stjórnarmaður í morgun. Málið sé ofsalega leiðinlegt frá öllum aðilum séð. Nýr stjórnarmaður verði kosinn á næsta aðalfundi félagsins á nýju ári. Helgi er mikill útivistarmaður og er menntaður leiðsögumaður. Hann hefur verið virkur í starfi Ferðafélags Íslands undanfarin ár. Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar.
Landsvirkjun Félagasamtök Tengdar fréttir Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30
Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45