Setti Wenger númer eitt en Sir Alex í fjórða sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 15:31 Sir Alex Ferguson og Neil Warnock á góðri stundu. Getty/ Tom Purslow Knattspyrnustjórinn Neil Warnock ætti að þekkja tímanna tvenna og hafa gott yfirlit yfir fótboltaheiminn undanfarna áratugi eftir að hafa starfað sem knattspyrnustjóri í enska boltanum frá árinu 1980. Þess vegna hefur röðun hans á bestu knattspyrnustjórum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar vakið athygli en hún er ekki alveg í takti við það sem flestir hafa séð fyrir sér. Neil Warnock's ALL-TIME best Premier League managers pic.twitter.com/7dDfvg5Urz— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 10, 2021 Warnock setti Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóra Arsenal, í fyrsta sætið á sínum lista en það sem umdeilt að það þarf að fara niður í fjórða sætið til að finna Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United. „Ég myndi setja Arsene Wenger númer eitt af því að hann breytti nútíma fótboltanum. Hann kom inn með svo margt nýtt sem enginn hafði gert áður. Næringarfræðinginn, líkamsræktarmanninn, myndbönd og tækni. Hann breytti svo miklu þegar hann kom inn í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Neil Warnock við talkSPORT. Ferguson vann þrettán Englandsmeistaratitla í ensku úrvalsdeildinni sem er það langmesta hjá einum stjóra. Manchester United hefur líka lítið getað, á sinn mælikvarða, síðan að Skotinn hætti með liðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=QVPOHntWzIM">watch on YouTube</a> „Ég myndi líklega setja Sir Alex [Ferguson] rétt á undan Jose Mourinho af því að hann gerði þetta lengur. Hann var bara á tíma þegar þetta snerist allt um að ná til leikmanna. Starfsteymið skipti ekki eins miklu máli og Sir Alex var líklega bestur í því að tala menn til,“ sagði Warnock. Wenger gerði vissulega frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en liðið vann þrjá meistaratitla og sjö bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Arsenal vann tvisvar tvöfalt undir hans stjórn og fór taplaust í gegnum 2003–04 tímabilið. Pep Guardiola, núverandi stjóri Manchester City og Jurgen Klopp, núverandi stjóri Liverpool, eru báðir ofar en Sir Alex á lista Warnock. Fimmta sætið fékk síðan Jose Mourinho. Warnock missti á dögunum starfið hjá Middlesbrough en hann hafði áður sett nýtt met með því að stýra liði í 1601. skiptið í enska atvinnumannafótboltanum. Leikir eru alls 1603 og árin eru komin yfir fjörutíu. Warnock hefur stýrt fjórtán mismunandi félögum í ensku deildarkeppninni en þau eru: Scarborough, Notts County, Torquay, Huddersfield, Plymouth, Oldham, Bury, Sheffield United, Crystal Palace, QPR, Leeds, Rotherham, Cardiff og Boro. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Þess vegna hefur röðun hans á bestu knattspyrnustjórum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar vakið athygli en hún er ekki alveg í takti við það sem flestir hafa séð fyrir sér. Neil Warnock's ALL-TIME best Premier League managers pic.twitter.com/7dDfvg5Urz— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 10, 2021 Warnock setti Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóra Arsenal, í fyrsta sætið á sínum lista en það sem umdeilt að það þarf að fara niður í fjórða sætið til að finna Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United. „Ég myndi setja Arsene Wenger númer eitt af því að hann breytti nútíma fótboltanum. Hann kom inn með svo margt nýtt sem enginn hafði gert áður. Næringarfræðinginn, líkamsræktarmanninn, myndbönd og tækni. Hann breytti svo miklu þegar hann kom inn í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Neil Warnock við talkSPORT. Ferguson vann þrettán Englandsmeistaratitla í ensku úrvalsdeildinni sem er það langmesta hjá einum stjóra. Manchester United hefur líka lítið getað, á sinn mælikvarða, síðan að Skotinn hætti með liðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=QVPOHntWzIM">watch on YouTube</a> „Ég myndi líklega setja Sir Alex [Ferguson] rétt á undan Jose Mourinho af því að hann gerði þetta lengur. Hann var bara á tíma þegar þetta snerist allt um að ná til leikmanna. Starfsteymið skipti ekki eins miklu máli og Sir Alex var líklega bestur í því að tala menn til,“ sagði Warnock. Wenger gerði vissulega frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en liðið vann þrjá meistaratitla og sjö bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Arsenal vann tvisvar tvöfalt undir hans stjórn og fór taplaust í gegnum 2003–04 tímabilið. Pep Guardiola, núverandi stjóri Manchester City og Jurgen Klopp, núverandi stjóri Liverpool, eru báðir ofar en Sir Alex á lista Warnock. Fimmta sætið fékk síðan Jose Mourinho. Warnock missti á dögunum starfið hjá Middlesbrough en hann hafði áður sett nýtt met með því að stýra liði í 1601. skiptið í enska atvinnumannafótboltanum. Leikir eru alls 1603 og árin eru komin yfir fjörutíu. Warnock hefur stýrt fjórtán mismunandi félögum í ensku deildarkeppninni en þau eru: Scarborough, Notts County, Torquay, Huddersfield, Plymouth, Oldham, Bury, Sheffield United, Crystal Palace, QPR, Leeds, Rotherham, Cardiff og Boro.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira