Jóhanna Sigurðardóttir hlaut brautryðjendaverðlaunin Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2021 16:00 Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi Women Political Leaders, Jóhanna Sigurðardóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður samtakanna. WPL Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hlaut í dag brautryðjendaverðlaunin á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu. Verðlaunin, sem eru nefnd Trailblazer Award, voru afhent við hátíðlega athöfn en þau eru veitt kvenþjóðarleiðtogum sem eru taldir hafa skarað fram úr og rutt brautina fyrir komandi kynslóðir í jafnréttismálum. Greint er frá þessu í tilkynningu en Jóhanna er fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands og fyrsta opinberlega samkynhneigða konan sem gegnir embættinu á heimsvísu. Jóhanna var forsætisráðherra Íslands á árunum 2009 til 2013 og formaður Samfylkingarinnar frá 2009 til 2012. Hún sat á Alþingi í 35 ár frá árinu 1978 til 2013 og var félagsmálaráðherra árin 1987 til 1994 og 2007 til 2009. Árið 2009 valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims. Jóhanna tekur við verðlaununum í Hörpu.WPL Leitt til viðhorfsbreytingar Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi Women Political Leaders (WPL), segir að Ísland sé fyrirmynd annarra þjóða þegar komi að þjóðarleiðtogum. „Í mörg ár hefur Ísland verið leiðandi á heimsvísu í Global Gender Gap Report, skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, og er það að hluta til að þakka brautryðjendum eins og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.“ Koch-Mehrin bætir við að Jóhanna hafi, líkt og allir viðtakendur brautryðjendaverðlaunanna, haft áhrif á viðhorf fólks til kvenleiðtoga og opnað dyr fyrir þær sem á eftir koma. Jóhanna bætist í hóp á annan tug kvenleiðtoga sem hafa hlotið viðurkenningu frá upphafi WPL Trailblazer verðlaunanna árið 2017. Verðlaunin hafa meðal annars fallið í skaut Mary Robinsson, fyrrverandi forseta Írlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Laura Chinchilla Miranda, fyrrverandi forseta Kosta Ríka, Julia Gillard, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, Saara Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Namibíu, og Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands og verndara Heimsþings kvenleiðtoga. Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu en Jóhanna er fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands og fyrsta opinberlega samkynhneigða konan sem gegnir embættinu á heimsvísu. Jóhanna var forsætisráðherra Íslands á árunum 2009 til 2013 og formaður Samfylkingarinnar frá 2009 til 2012. Hún sat á Alþingi í 35 ár frá árinu 1978 til 2013 og var félagsmálaráðherra árin 1987 til 1994 og 2007 til 2009. Árið 2009 valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims. Jóhanna tekur við verðlaununum í Hörpu.WPL Leitt til viðhorfsbreytingar Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi Women Political Leaders (WPL), segir að Ísland sé fyrirmynd annarra þjóða þegar komi að þjóðarleiðtogum. „Í mörg ár hefur Ísland verið leiðandi á heimsvísu í Global Gender Gap Report, skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, og er það að hluta til að þakka brautryðjendum eins og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.“ Koch-Mehrin bætir við að Jóhanna hafi, líkt og allir viðtakendur brautryðjendaverðlaunanna, haft áhrif á viðhorf fólks til kvenleiðtoga og opnað dyr fyrir þær sem á eftir koma. Jóhanna bætist í hóp á annan tug kvenleiðtoga sem hafa hlotið viðurkenningu frá upphafi WPL Trailblazer verðlaunanna árið 2017. Verðlaunin hafa meðal annars fallið í skaut Mary Robinsson, fyrrverandi forseta Írlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Laura Chinchilla Miranda, fyrrverandi forseta Kosta Ríka, Julia Gillard, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, Saara Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Namibíu, og Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands og verndara Heimsþings kvenleiðtoga.
Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira