Vallarþulur setti svip á fullkominn endi hjá Sif: „Geturðu grjóthaldið kjafti?“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2021 12:31 Sif Atladóttir er á leið heim til Íslands þar sem að eiginmaður hennar er að taka við liði Selfoss. vísir/Vilhelm „Miðað við allt saman þá var þetta hinn fullkomni endir,“ segir Sif Atladóttir um dramatískan kveðjuleik sinn með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Annað árið í röð endaði Íslendingaliðið í 3. sæti og tryggði sér sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Málglaður vallarþulur setti svip sinn á leik Kristianstad við Piteå á útivelli í lokaumferðinni. Kristianstad þurfti sigur til að ná 3. sætinu, og reyndar var ekki alveg öruggt að það yrði nóg. Liðið var nefnilega með jafnmörg stig og Eskilstuna en tveimur mörkum betri markatölu. Á meðan að Kristianstad kreisti út 2-1 sigur gegn Piteå var vallarþulur heimaliðsins duglegur að láta vita af stöðunni í leik Eskilstuna og Häcken, sem lauk með 3-2 sigri Eskilstuna eftir að liðið skoraði tvö mörk á lokakaflanum. Þar með máttu Sif, Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar þeirra ekki misstíga sig neitt því jöfnunarmark frá Piteå hefði svipt þær 3. sætinu. Upplýsti alla um stöðuna en Sif heyrði ekkert „Vallarþulurinn var ekkert að skafa af því með því að öskra hvernig staðan væri í hinum leiknum. Sá leikur kláraðist aðeins á undan okkar og það virtust allir á vellinum nema ég hafa heyrt hvernig staðan væri. Ég hugsaði bara um að klára leikinn okkar. Svo sá ég viðbrögð annarra og vissi að við hefðum klárað dæmið,“ segir Sif. „Hann sagði víst reglulega hvernig staðan væri í hinum leiknum. Ég held að Beta og Bjössi [þjálfarar Kristianstad] hafi bara hugsað með sér á hliðarlínunni: „Geturðu grjóthaldið kjafti?“ Þetta var pínu kómískt eftir á. Streituvaldandi fyrir þjálfarana en ég fann ekkert fyrir þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Sif kveður nú Kristianstad eftir að hafa spilað með liðinu í áratug, með að minnsta kosti níu íslenskum samherjum og allan tímann undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Þá hefur Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, verið aðstoðarþjálfari liðsins. Björn hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss og líklegt verður að teljast að Sif gangi einnig til liðs við félagið en hún vill þó ekki staðfesta það. „Ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag“ Sif er hæstánægð með að geta skilið við sitt kæra félag sem það þriðja besta í Svíþjóð, annað árið í röð, eftir að hafa gengið í gegnum djúpan dal með félaginu sem fyrir nokkrum árum rambaði á barmi gjaldþrots og falls niður um deild. Útlitið var auk þess ekki svo gott fyrr á þessu tímabili: „Ef maður hugsar einn og hálfan mánuð aftur í tímann þá vorum við níu stigum frá 3. sætinu. Við vorum þá búin að gera sjö jafntefli eða eitthvað, og reyndum að telja okkur trú um að hvert stig ætti eftir að telja. Við náðum svo nokkrum sigrum í röð og komum þessu í okkar hendur, og það er ótrúlega gaman að geta endað þetta svona. Það að komast aftur í Meistaradeildina er ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag, miðað við það sem við höfum gengið í gegnum.“ Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi. Hún ætlar sér með Íslandi á EM næsta sumar í Englandi.Getty/Charlotte Wilson Lauk vegferðinni með sama félaga í vörninni Kveðjuleikurinn var nokkurn veginn nákvæmlega eins og Sif hefði óskað sér. „Maður hefði varla getað skrifað þetta betur sjálfur. Við misstum fyrirliðann okkar í bann vegna gulra spjalda en það gerði það að verkum að við Mia [Carlsson], sem hófum okkar vegferð saman þegar ég kom hingað 2011, fengum að klára þá vegferð saman í miðverðinum. Það var hiti í leiknum og markvörðurinn okkar fékk svo höfuðhögg þegar það var mínúta eftir. Mia var tilbúin að fara í markið og við hefðum þurft að klára leikinn með 10 leikmenn en markvörðurinn stóð upp og kláraði leikinn, og þurfti ekkert að koma við boltann það sem eftir var af leiknum,“ segir Sif. Förum alltaf erfiðu leiðina Kristianstad tapaði afar óvænt fyrir föllnu botnliði Växjö í næstsíðustu umferð en á endanum kom það ekki að sök: „Ég sagði við Betu þegar við töpuðum þessum leik að það hefði sögulega séð verið hálfhallærislegt að tryggja þetta fyrir lokaumferðina. Þetta er sagan okkar í Kristianstad. Við förum alltaf erfiðu leiðina. Maður fann það síðustu vikuna fyrir leik hvað það var mikið í húfi og við erum farin að þrífast á svona spennu. Það var því gaman að klára þetta svona.“ Sænski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Málglaður vallarþulur setti svip sinn á leik Kristianstad við Piteå á útivelli í lokaumferðinni. Kristianstad þurfti sigur til að ná 3. sætinu, og reyndar var ekki alveg öruggt að það yrði nóg. Liðið var nefnilega með jafnmörg stig og Eskilstuna en tveimur mörkum betri markatölu. Á meðan að Kristianstad kreisti út 2-1 sigur gegn Piteå var vallarþulur heimaliðsins duglegur að láta vita af stöðunni í leik Eskilstuna og Häcken, sem lauk með 3-2 sigri Eskilstuna eftir að liðið skoraði tvö mörk á lokakaflanum. Þar með máttu Sif, Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar þeirra ekki misstíga sig neitt því jöfnunarmark frá Piteå hefði svipt þær 3. sætinu. Upplýsti alla um stöðuna en Sif heyrði ekkert „Vallarþulurinn var ekkert að skafa af því með því að öskra hvernig staðan væri í hinum leiknum. Sá leikur kláraðist aðeins á undan okkar og það virtust allir á vellinum nema ég hafa heyrt hvernig staðan væri. Ég hugsaði bara um að klára leikinn okkar. Svo sá ég viðbrögð annarra og vissi að við hefðum klárað dæmið,“ segir Sif. „Hann sagði víst reglulega hvernig staðan væri í hinum leiknum. Ég held að Beta og Bjössi [þjálfarar Kristianstad] hafi bara hugsað með sér á hliðarlínunni: „Geturðu grjóthaldið kjafti?“ Þetta var pínu kómískt eftir á. Streituvaldandi fyrir þjálfarana en ég fann ekkert fyrir þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Sif kveður nú Kristianstad eftir að hafa spilað með liðinu í áratug, með að minnsta kosti níu íslenskum samherjum og allan tímann undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Þá hefur Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, verið aðstoðarþjálfari liðsins. Björn hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss og líklegt verður að teljast að Sif gangi einnig til liðs við félagið en hún vill þó ekki staðfesta það. „Ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag“ Sif er hæstánægð með að geta skilið við sitt kæra félag sem það þriðja besta í Svíþjóð, annað árið í röð, eftir að hafa gengið í gegnum djúpan dal með félaginu sem fyrir nokkrum árum rambaði á barmi gjaldþrots og falls niður um deild. Útlitið var auk þess ekki svo gott fyrr á þessu tímabili: „Ef maður hugsar einn og hálfan mánuð aftur í tímann þá vorum við níu stigum frá 3. sætinu. Við vorum þá búin að gera sjö jafntefli eða eitthvað, og reyndum að telja okkur trú um að hvert stig ætti eftir að telja. Við náðum svo nokkrum sigrum í röð og komum þessu í okkar hendur, og það er ótrúlega gaman að geta endað þetta svona. Það að komast aftur í Meistaradeildina er ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag, miðað við það sem við höfum gengið í gegnum.“ Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi. Hún ætlar sér með Íslandi á EM næsta sumar í Englandi.Getty/Charlotte Wilson Lauk vegferðinni með sama félaga í vörninni Kveðjuleikurinn var nokkurn veginn nákvæmlega eins og Sif hefði óskað sér. „Maður hefði varla getað skrifað þetta betur sjálfur. Við misstum fyrirliðann okkar í bann vegna gulra spjalda en það gerði það að verkum að við Mia [Carlsson], sem hófum okkar vegferð saman þegar ég kom hingað 2011, fengum að klára þá vegferð saman í miðverðinum. Það var hiti í leiknum og markvörðurinn okkar fékk svo höfuðhögg þegar það var mínúta eftir. Mia var tilbúin að fara í markið og við hefðum þurft að klára leikinn með 10 leikmenn en markvörðurinn stóð upp og kláraði leikinn, og þurfti ekkert að koma við boltann það sem eftir var af leiknum,“ segir Sif. Förum alltaf erfiðu leiðina Kristianstad tapaði afar óvænt fyrir föllnu botnliði Växjö í næstsíðustu umferð en á endanum kom það ekki að sök: „Ég sagði við Betu þegar við töpuðum þessum leik að það hefði sögulega séð verið hálfhallærislegt að tryggja þetta fyrir lokaumferðina. Þetta er sagan okkar í Kristianstad. Við förum alltaf erfiðu leiðina. Maður fann það síðustu vikuna fyrir leik hvað það var mikið í húfi og við erum farin að þrífast á svona spennu. Það var því gaman að klára þetta svona.“
Sænski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira