Sagður ekki svara símtölunum frá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 17:00 Dusan Vlahovic er stór og stæðilegur framherji sem vill ekki framlengja samning sinn hjá Fiorentina. Getty/Nicolò Campo Það lítur út fyrir að ekkert verði að kaupum Arsenal á Fiorentina leikmanninum Dusan Vlahovic í janúarglugganum. Eitt aðalvandamálið er að umboðsmaður leikmannsins hætti að svara í símann. Arsenal átti að vera í forystu í kapphlaupinu um serbneska framherjann en Tottenham var ekki tilbúið að borga þær 68 milljónir punda sem Fiorentina vill fá fyrir hann. Mikel Arteta managed to convince Arsenal to pay the £68m asking price, but the player's agent is now blanking calls from the Premier League outfit... https://t.co/EEbPKBrESq— SPORTbible (@sportbible) November 10, 2021 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var aftur á móti búinn að sannfæra sína yfirmenn hjá Arsenal um að eyða svona miklum pening í þennan 190 sentímetra og 21 árs gamla framherjan sem hefur þegar skorað sex landsliðsmörk fyrir Serbíu. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca di Marzio hefur heimildir fyrir því að Arsenal hafi ekki náð sambandi við umboðsmann leikmannsins sem vill greinilega ekki svara símanum sínum þegar þeir hringja. Fyrir vikið hefur Arsenal ekki komist neitt lengra í að ganga frá kaupunum á Dusan Vlahovic í janúar. Enska félagið sé komið vel á veg í viðræðum við félagið en umboðsmaðurinn passar upp á það að láta ekki ná í sig. There are currently no talks ongoing between Du an Vlahovic agents and Arsenal board. Gunners are among many club following Vlahovic situation - but there s nothing advanced as of today. #AFCFiorentina want 70/80m to sell Vlahovic in January. He s out of contract in 2023.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 9, 2021 Samningur Dusan Vlahovic rennur út árið 2023 og ef að hann verður ekki seldur í janúar þá er líklegt að hann verði seldur í sumar því hann vill ekki framlengja samning sinn í Flórens. Vlahovic er með átta mörk og eina stoðsendingu í tólf deildarleikjum með Fiorentina á þessu tímabili en hann skoraði þrennu á móti Spezia og tvö mörk á móti Atalanta. Hann er því að fylgja vel á eftir síðasta tímabili þegar hann var með 21 mark í 37 deildarleikjum. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Arsenal átti að vera í forystu í kapphlaupinu um serbneska framherjann en Tottenham var ekki tilbúið að borga þær 68 milljónir punda sem Fiorentina vill fá fyrir hann. Mikel Arteta managed to convince Arsenal to pay the £68m asking price, but the player's agent is now blanking calls from the Premier League outfit... https://t.co/EEbPKBrESq— SPORTbible (@sportbible) November 10, 2021 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var aftur á móti búinn að sannfæra sína yfirmenn hjá Arsenal um að eyða svona miklum pening í þennan 190 sentímetra og 21 árs gamla framherjan sem hefur þegar skorað sex landsliðsmörk fyrir Serbíu. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca di Marzio hefur heimildir fyrir því að Arsenal hafi ekki náð sambandi við umboðsmann leikmannsins sem vill greinilega ekki svara símanum sínum þegar þeir hringja. Fyrir vikið hefur Arsenal ekki komist neitt lengra í að ganga frá kaupunum á Dusan Vlahovic í janúar. Enska félagið sé komið vel á veg í viðræðum við félagið en umboðsmaðurinn passar upp á það að láta ekki ná í sig. There are currently no talks ongoing between Du an Vlahovic agents and Arsenal board. Gunners are among many club following Vlahovic situation - but there s nothing advanced as of today. #AFCFiorentina want 70/80m to sell Vlahovic in January. He s out of contract in 2023.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 9, 2021 Samningur Dusan Vlahovic rennur út árið 2023 og ef að hann verður ekki seldur í janúar þá er líklegt að hann verði seldur í sumar því hann vill ekki framlengja samning sinn í Flórens. Vlahovic er með átta mörk og eina stoðsendingu í tólf deildarleikjum með Fiorentina á þessu tímabili en hann skoraði þrennu á móti Spezia og tvö mörk á móti Atalanta. Hann er því að fylgja vel á eftir síðasta tímabili þegar hann var með 21 mark í 37 deildarleikjum.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira