Gömul NBA stjarna ætlar að slást við gamla NFL stjörnu í hringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 15:00 Deron Williams og Frank Gore frá þeim dögum sem þeir spiluðu í NBA og NFL. Samsett/Getty Þeir eru kannski hættir að spila í NBA og NFL en voru aftur á móti tilbúnir að prufa hvernig þeir koma út í nýrri íþrótt. Showtime ætlar nefnilega ekki bara að bjóða upp á bardaga Jake Paul og Tommy Fury í næsta mánuði heldur var annar athyglisverður bardagi kynntur í gær. Deron Williams, fyrrum leikstjórnandi í NBA-deildinni til margra ára, og NFL-hlauparinn Frank Gore munu líka mætast þá í hnefaleikahringnum. Bardagakvöldið verður 18. desember næstkomandi í Amalie Arena í Tampa. ESPN Sources: Three-time NBA All-Star Deron Williams is fighting longtime NFL running back Frank Gore in a four-round heavyweight bout on Showtime s PPV undercard of Jake Paul vs. Tommy Fury on Dec. 18 at Amalie Arena in Tampa.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 9, 2021 Hinn 37 ára gamli Deron Williams hefur lengi haft áhuga á öllum bardagaíþróttum og hefur æft blandaðar bardagaíþróttir í langan tíma. Hann er meðeigandi í MMA líkamsræktarsal í Dallas og þar mun hann æfa sig fyrir bardagann. Williams var þrisvar sinnum valinn í Stjörnuleikinn en hann var þá leikmaður Utah Jazz og Brooklyn Nets. Hann vann líka Ólympíugull með bandaríska landsliðinu bæði 2008 og 2012. Williams lék alls 845 leiki í NBA-deildinni og var í þeim með 16,3 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hinn 38 ára gamli Frank Gore komst á sínum tíma í fimm Pro Bowl leiki og er í þriðja sæti í sögu NFL yfir flesta hlaupajarda. Hann fór alls sextán þúsund jarda með boltann í höndunum. Gore lék í sextán tímabil í NFL-deildinni, lengst af með San Francisco 49ers en síðast með New York Jets 2020 tímabilið. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga og get ekki beðið eftir því að sýna fólki hvað ég hef verið að vinna í. Hnefaleikar æsa mig upp og búist við flugeldum 18. desember,“ sagði Frank Gore. NFL NBA Box Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Showtime ætlar nefnilega ekki bara að bjóða upp á bardaga Jake Paul og Tommy Fury í næsta mánuði heldur var annar athyglisverður bardagi kynntur í gær. Deron Williams, fyrrum leikstjórnandi í NBA-deildinni til margra ára, og NFL-hlauparinn Frank Gore munu líka mætast þá í hnefaleikahringnum. Bardagakvöldið verður 18. desember næstkomandi í Amalie Arena í Tampa. ESPN Sources: Three-time NBA All-Star Deron Williams is fighting longtime NFL running back Frank Gore in a four-round heavyweight bout on Showtime s PPV undercard of Jake Paul vs. Tommy Fury on Dec. 18 at Amalie Arena in Tampa.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 9, 2021 Hinn 37 ára gamli Deron Williams hefur lengi haft áhuga á öllum bardagaíþróttum og hefur æft blandaðar bardagaíþróttir í langan tíma. Hann er meðeigandi í MMA líkamsræktarsal í Dallas og þar mun hann æfa sig fyrir bardagann. Williams var þrisvar sinnum valinn í Stjörnuleikinn en hann var þá leikmaður Utah Jazz og Brooklyn Nets. Hann vann líka Ólympíugull með bandaríska landsliðinu bæði 2008 og 2012. Williams lék alls 845 leiki í NBA-deildinni og var í þeim með 16,3 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hinn 38 ára gamli Frank Gore komst á sínum tíma í fimm Pro Bowl leiki og er í þriðja sæti í sögu NFL yfir flesta hlaupajarda. Hann fór alls sextán þúsund jarda með boltann í höndunum. Gore lék í sextán tímabil í NFL-deildinni, lengst af með San Francisco 49ers en síðast með New York Jets 2020 tímabilið. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga og get ekki beðið eftir því að sýna fólki hvað ég hef verið að vinna í. Hnefaleikar æsa mig upp og búist við flugeldum 18. desember,“ sagði Frank Gore.
NFL NBA Box Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira