Nýtur þess að spila með besta vini sínum hjá einu stærsta félagi Norðurlandanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 09:00 Hákon Arnar Haraldsson hefur stimplað sig inn í lið FC Kaupmannahafnar að undanförnu. getty/Lars Ronbog Ísak Bergmann Jóhannesson nýtur þess að spila með jafnaldra sínum frá Akranesi, Hákoni Arnari Haraldssyni, hjá FC Kaupmannahöfn. Hann segir að hann eigi erindi í A-landsliðið. Hákon hefur verið í byrjunarliði FCK í síðustu tveimur leikjum liðsins í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrsta byrjunarliðsleiknum, gegn Vejle, skoraði hann laglegt skallamark. Ísak þekkir Hákon betur en flestir en þeir eru jafnaldrar, fæddir 2003, af Skaganum. Þeir voru samherjar í yngri flokkum ÍA og núna hjá FCK, einu stærsta félagsliði Norðurlandanna. „Hann hefur komið inn með kraft og er mjög orkumikill þegar hann spilar. Hann var flottur í fyrsta leiknum sínum og skoraði geðveikt mark. Ég hef séð hversu góður hann er síðan við vorum tíu ára. Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana í ÍA og að spila saman í FCK núna eru forréttindi,“ sagði Ísak á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Við erum bestu vinir. Við búum á móti hvor öðrum uppi á Skaga og erum núna saman í FCK í dönsku úrvalsdeildinni. Vonandi getum við byrjað leik saman á næstunni. Það yrði draumur.“ Ísak er á sínum stað í A-landsliðinu en Hákon var valinn í U-21 árs landsliðið sem mætir Liechtenstein og Grikklandi í undankeppni EM í þessum mánuði. Ísak segir að Hákon hafi allt eins átt heima í A-landsliðinu. „Algjörlega, hann hefur hæfileikana og allt til að vera í A-landsliðinu finnst mér. Hugarfarið er líka upp á tíu. Það er engin spurning að Hákon hefur gæði og hugarfar til að vera í A-landsliðinu. Svo er það bara þjálfarans að velja,“ sagði Ísak. Hann getur leikið sinn níunda A-landsleik þegar Ísland mætir Rúmeníu í Búkarest í undankeppni HM annað kvöld. Á sunnudaginn mætir Ísland svo Norður-Makedóníu í Skopje í síðasta leik sínum í undankeppninni. Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Hákon hefur verið í byrjunarliði FCK í síðustu tveimur leikjum liðsins í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrsta byrjunarliðsleiknum, gegn Vejle, skoraði hann laglegt skallamark. Ísak þekkir Hákon betur en flestir en þeir eru jafnaldrar, fæddir 2003, af Skaganum. Þeir voru samherjar í yngri flokkum ÍA og núna hjá FCK, einu stærsta félagsliði Norðurlandanna. „Hann hefur komið inn með kraft og er mjög orkumikill þegar hann spilar. Hann var flottur í fyrsta leiknum sínum og skoraði geðveikt mark. Ég hef séð hversu góður hann er síðan við vorum tíu ára. Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana í ÍA og að spila saman í FCK núna eru forréttindi,“ sagði Ísak á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Við erum bestu vinir. Við búum á móti hvor öðrum uppi á Skaga og erum núna saman í FCK í dönsku úrvalsdeildinni. Vonandi getum við byrjað leik saman á næstunni. Það yrði draumur.“ Ísak er á sínum stað í A-landsliðinu en Hákon var valinn í U-21 árs landsliðið sem mætir Liechtenstein og Grikklandi í undankeppni EM í þessum mánuði. Ísak segir að Hákon hafi allt eins átt heima í A-landsliðinu. „Algjörlega, hann hefur hæfileikana og allt til að vera í A-landsliðinu finnst mér. Hugarfarið er líka upp á tíu. Það er engin spurning að Hákon hefur gæði og hugarfar til að vera í A-landsliðinu. Svo er það bara þjálfarans að velja,“ sagði Ísak. Hann getur leikið sinn níunda A-landsleik þegar Ísland mætir Rúmeníu í Búkarest í undankeppni HM annað kvöld. Á sunnudaginn mætir Ísland svo Norður-Makedóníu í Skopje í síðasta leik sínum í undankeppninni.
Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira