Þungavigtin: Börkur vill boxa við Hannes Þungavigtin skrifar 9. nóvember 2021 16:01 Ríkharð Óskar Guðnason, Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson voru í góðum gír í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Kristján Óli Sigurðsson lét vaða á súðum í nýjasta þætti Þungavigarinnar þegar talið barst að stöðu Hannesar Þórs Halldórssonar, leikjahæsta landsliðsmarkvarðar Íslands í fótbolta, hjá Val. Valur fékk hollenska markvörðinn Guy Smit frá Leikni eftir síðasta tímabil og síðan þá hefur ríkt óvissa um það hvað tekur við hjá Hannesi en samningur hans við Val gildir til eins árs í viðbót. „Ég held að hann sé í drottningarviðtölum um allan bæ núna og upptekinn við það. Vonandi verður hann klár þann 10. nóvember þegar við byrjum að æfa,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, spurður um stöðu Hannesar í viðtali á Fótbolta.net. Hannes hefur undanfarið verið víða í viðtölum til að kynna kvikmyndina Leynilöggu sem hann leikstýrir. Ummæli hans gefa til kynna að Valsmenn séu ekki hrifnir af því að Hannes sinni öðru starfi sem kvikmyndagerðarmaður á sama tíma og hann er samningsbundinn Val. „Til hvers þetta skítkast?“ „Hann vill bara fara í hringinn og boxa við hann,“ sagði Kristján Óli um afstöðu Barkar til Hannesar, og bætti við: „Drottningarviðtölum? Til hvers þetta skítkast? Hvað gerði Hannes þeim? Hann var langbesti maður Vals í sumar. Og það er bara hjólað í hann. Börkur samdi við hann á þessum alvöru launum. Hann getur ekki pirrað sig á neinum nema sjálfum sér að hafa ákveðið að bjóða Hannesi þennan samning. Þeir voru með Anton Ara í markinu, sem er fínn markvörður og búinn að verða Íslandsmeistari þarna. Þetta er einelti og ekkert annað.“ Klippa: Þungavigtin - Staða Hannesar hjá Val Rikki G, Kristján Óli og Mikael Nikulásson ræddu málin í mynd í nýjasta þætti Þungavigtarinnar en brot úr honum má sjá hér að ofan. „Hvaða máli skiptir hvað hann gerir í sínum frítíma?“ „Er þessi pirringur hjá að því er virðist Heimi [Guðjónssyni, þjálfara Vals] og kannski Berki núna, út í Hannes, til kominn vegna þess að hann þurfti að láta kvikmyndagerðina vera með fótboltanum? Pirraði það þá að hann væri kannski á tveimur stöðum í einu?“ spurði Rikki. „Ég held að þetta hafi alla vega pirraði Heimi til að byrja með. Ég held að þetta hafi ekki pirrað Börk. Hannes er búinn að gera fína hluti þarna heilt yfir og skilaði þeim Íslandsmeistaratitli. Fyrsta árið hans var dapurt en Heimir var náttúrulega ekki á því tímabili. Þá fór hann í þetta fræga brúðkaup [Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur] og þóttist vera meiddur en það var ekkert að honum og svo var hann kominn í leik þremur dögum seinna,“ sagði Mikael. Mikael velti fyrir sér hvort að tökur á Leynilöggu hefðu mögulega angrað forráðamenn Vals en Kristján sagði það varla geta verið: „Síðasta haust, eftir tímabilið, var aðalupptökutímabilið á þessari mynd. Hvaða máli skiptir hvað hann gerir í sínum frítíma? Ef hann ver víti, ver fyrirgjafir, ver skot, þá bara kemur það þeim ekkert við. Vilja þeir bara vera með öryggismyndavélar heima hjá honum?“ spurði Kristján. Þáttinn má sjá í fullri lengd á tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Tengdar fréttir Heimir um mál Hannesar: Það verður ekki leyst í fjölmiðlum Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, segist vera steinhissa á framkomu Valsmanna gagnvart sér. Hannes segir að þjálfari liðsins vilji ekki hafa hann lengur og að forsvarsmenn félagsins tali ekki við sig. 14. október 2021 08:00 „Við verðum að taka til og hagræða“ „Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson. 5. október 2021 10:01 Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. 30. september 2021 12:01 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Valur fékk hollenska markvörðinn Guy Smit frá Leikni eftir síðasta tímabil og síðan þá hefur ríkt óvissa um það hvað tekur við hjá Hannesi en samningur hans við Val gildir til eins árs í viðbót. „Ég held að hann sé í drottningarviðtölum um allan bæ núna og upptekinn við það. Vonandi verður hann klár þann 10. nóvember þegar við byrjum að æfa,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, spurður um stöðu Hannesar í viðtali á Fótbolta.net. Hannes hefur undanfarið verið víða í viðtölum til að kynna kvikmyndina Leynilöggu sem hann leikstýrir. Ummæli hans gefa til kynna að Valsmenn séu ekki hrifnir af því að Hannes sinni öðru starfi sem kvikmyndagerðarmaður á sama tíma og hann er samningsbundinn Val. „Til hvers þetta skítkast?“ „Hann vill bara fara í hringinn og boxa við hann,“ sagði Kristján Óli um afstöðu Barkar til Hannesar, og bætti við: „Drottningarviðtölum? Til hvers þetta skítkast? Hvað gerði Hannes þeim? Hann var langbesti maður Vals í sumar. Og það er bara hjólað í hann. Börkur samdi við hann á þessum alvöru launum. Hann getur ekki pirrað sig á neinum nema sjálfum sér að hafa ákveðið að bjóða Hannesi þennan samning. Þeir voru með Anton Ara í markinu, sem er fínn markvörður og búinn að verða Íslandsmeistari þarna. Þetta er einelti og ekkert annað.“ Klippa: Þungavigtin - Staða Hannesar hjá Val Rikki G, Kristján Óli og Mikael Nikulásson ræddu málin í mynd í nýjasta þætti Þungavigtarinnar en brot úr honum má sjá hér að ofan. „Hvaða máli skiptir hvað hann gerir í sínum frítíma?“ „Er þessi pirringur hjá að því er virðist Heimi [Guðjónssyni, þjálfara Vals] og kannski Berki núna, út í Hannes, til kominn vegna þess að hann þurfti að láta kvikmyndagerðina vera með fótboltanum? Pirraði það þá að hann væri kannski á tveimur stöðum í einu?“ spurði Rikki. „Ég held að þetta hafi alla vega pirraði Heimi til að byrja með. Ég held að þetta hafi ekki pirrað Börk. Hannes er búinn að gera fína hluti þarna heilt yfir og skilaði þeim Íslandsmeistaratitli. Fyrsta árið hans var dapurt en Heimir var náttúrulega ekki á því tímabili. Þá fór hann í þetta fræga brúðkaup [Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur] og þóttist vera meiddur en það var ekkert að honum og svo var hann kominn í leik þremur dögum seinna,“ sagði Mikael. Mikael velti fyrir sér hvort að tökur á Leynilöggu hefðu mögulega angrað forráðamenn Vals en Kristján sagði það varla geta verið: „Síðasta haust, eftir tímabilið, var aðalupptökutímabilið á þessari mynd. Hvaða máli skiptir hvað hann gerir í sínum frítíma? Ef hann ver víti, ver fyrirgjafir, ver skot, þá bara kemur það þeim ekkert við. Vilja þeir bara vera með öryggismyndavélar heima hjá honum?“ spurði Kristján. Þáttinn má sjá í fullri lengd á tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Tengdar fréttir Heimir um mál Hannesar: Það verður ekki leyst í fjölmiðlum Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, segist vera steinhissa á framkomu Valsmanna gagnvart sér. Hannes segir að þjálfari liðsins vilji ekki hafa hann lengur og að forsvarsmenn félagsins tali ekki við sig. 14. október 2021 08:00 „Við verðum að taka til og hagræða“ „Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson. 5. október 2021 10:01 Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. 30. september 2021 12:01 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Heimir um mál Hannesar: Það verður ekki leyst í fjölmiðlum Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, segist vera steinhissa á framkomu Valsmanna gagnvart sér. Hannes segir að þjálfari liðsins vilji ekki hafa hann lengur og að forsvarsmenn félagsins tali ekki við sig. 14. október 2021 08:00
„Við verðum að taka til og hagræða“ „Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson. 5. október 2021 10:01
Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. 30. september 2021 12:01