Tengir aukinn kvíða ungs fólks við að heil kynslóð hafi ekki lesið biblíusögur Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2021 11:31 Solveig Lára Guðmundsdóttir þegar hún var vígð til biskupsdóms á Hólum. Hér er hún með Ögmundi Jónassyni, þáverandi innanríkisráðherra. Skoða þarf aukinn kvíða hjá ungu fólki í samhengi við að undanfarin tuttugu ár hafi heil kynslóð hvorki lært biblíusögur né fengið kristindómsfræðslu, að mati vígslubiskups á Hólum. Hún segir vanþekkingu fólks á starfi Þjóðkirkjunnar skýra lítið traust til hennar. Aðeins þriðjungur svarenda í nýjum þjóðarpúls Gallup sagðist bera mikið traust til Þjóðkirkjunnar en rúmlega þriðjungur lítið traust. Þá sögðust aðeins fimmtán prósent ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups en 27 prósent óánægð. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal og staðgengill biskups, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að lykillinn að þessari slæmu útkomu væri að fólk þekki ekki það mikla starf sem væri unnið í söfnuðum landsins. Sagði hún enga gagnrýni heyrast frá fólki sem hafi virkilega verið í tengslum við þjóðkirkjuna og hafi þurft að leita til hennar, meðal annars um sálgæslu presta eða athafnir. Benti hún einnig á að frá hruni hafi traust almennings á opinberum stofunum hríðlækkað. Sagðist Solveig Lára telja þörf á dýpri könnun þar sem traust til stofnana væri kannað almennt en einnig sérstaklega á meðal fólks sem tekur þátt í starfi kirkjunnar. Ungt fólk veit ekki af þjónustu kirkjunnar Spurð að því hvers vegna fólk leitaði ekki til Þjóðkirkjunnar til að svala andlegri þörf sagði Solveig Lára að kirkjan byði upp á alls kyns þjónustu til að svara þeirri þörf. „Ef við horfum á síðustu tuttugu árin hefur náttúrulega heil kynslóð vaxið úr grasi sem hefur ekki lært til dæmis neinar biblíusögur eða fengið neina kristindómsfræðslu og þá kannski veit ungt fólk ekki að kirkjan er að bjóða upp á þetta og fylla upp í þessa andlegu þörf sem þau eru að leita eftir,“ sagði vígslubiskup. Gekk hún lengra og tengdi þetta við geðheilsu ungs fólks. „Aukinn kvíði hjá ungu fólki og svona, við verðum að skoða þetta allt í samhengi,“ sagði Solveig Lára. Þjóðkirkjan Trúmál Geðheilbrigði Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Aðeins þriðjungur svarenda í nýjum þjóðarpúls Gallup sagðist bera mikið traust til Þjóðkirkjunnar en rúmlega þriðjungur lítið traust. Þá sögðust aðeins fimmtán prósent ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups en 27 prósent óánægð. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal og staðgengill biskups, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að lykillinn að þessari slæmu útkomu væri að fólk þekki ekki það mikla starf sem væri unnið í söfnuðum landsins. Sagði hún enga gagnrýni heyrast frá fólki sem hafi virkilega verið í tengslum við þjóðkirkjuna og hafi þurft að leita til hennar, meðal annars um sálgæslu presta eða athafnir. Benti hún einnig á að frá hruni hafi traust almennings á opinberum stofunum hríðlækkað. Sagðist Solveig Lára telja þörf á dýpri könnun þar sem traust til stofnana væri kannað almennt en einnig sérstaklega á meðal fólks sem tekur þátt í starfi kirkjunnar. Ungt fólk veit ekki af þjónustu kirkjunnar Spurð að því hvers vegna fólk leitaði ekki til Þjóðkirkjunnar til að svala andlegri þörf sagði Solveig Lára að kirkjan byði upp á alls kyns þjónustu til að svara þeirri þörf. „Ef við horfum á síðustu tuttugu árin hefur náttúrulega heil kynslóð vaxið úr grasi sem hefur ekki lært til dæmis neinar biblíusögur eða fengið neina kristindómsfræðslu og þá kannski veit ungt fólk ekki að kirkjan er að bjóða upp á þetta og fylla upp í þessa andlegu þörf sem þau eru að leita eftir,“ sagði vígslubiskup. Gekk hún lengra og tengdi þetta við geðheilsu ungs fólks. „Aukinn kvíði hjá ungu fólki og svona, við verðum að skoða þetta allt í samhengi,“ sagði Solveig Lára.
Þjóðkirkjan Trúmál Geðheilbrigði Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira