Hinn 41 árs gamli Xavi er í guðatölu hjá Barcelona enda vann hann allt sem hægt var að vinna með félaginu og var fyrirliði þess um tíma. Xavi er næstleikjahæstur í sögu Barcelona með 767 leiki.
X6VI pic.twitter.com/r7Z4Y4fB0L
— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 6, 2021
Eftir að hafa unnið þrennuna með Barcelona 2015 fór Xavi til Al Sadd í Katar. Þar lék hann í fjögur ár og tók svo við liðinu 2019. Undir hans stjórn vann Al Sadd einn meistaratitil og tvo bikarmeistaratitla í Katar.
Talið er að Barcelona hafi þurft að greiða Al Sadd rúmar fimm milljónir evra til að losa Xavi undan samningi. Samningur hans við Barcelona gildir til sumarsins 2024.
A new era. pic.twitter.com/zCZFvEcAyI
— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 8, 2021
Xavi er spenntur fyrir komandi verkefni en segir mikla vinnu framundan. Barcelona er í 9. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með aðeins 17 stig eftir 12 leiki. Þá er liðið í 2. sæti E-riðils Meistaradeildar Evrópu með sex stig að loknum fjórum umferðum.