Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2021 21:01 Reikistjörnurnar í HD3167-sólkerfinu eru taldar svonefndar ofurjarðir líkt og á þessari teikningu listamanns. Undarlegar sporbrautir reikistjarna í sólkerfinu þýða að á næturhimni þeirra má sjá hinar reikistjörnurnar ganga lóðrétt um hann. NASA Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er. Tvær fjarreikistjörnur fundust á braut um stjörnuna HD 3167 árið 2016 og ári síðar fannst sú þriðja. Þær eru taldar svonefndar ofurjarðir og er stærð þeirra á milli jarðarinnar og Neptúnusar. Það kom vísindamönnum í opna skjöldu þegar þeir komust að því að tveir ytri hnettirnir gengju ekki í kringum miðbaug stjörnunnar heldur um póla hennar. Allar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar ganga á svipuðu plani um miðbaug sólarinnar. Nýlega tókst stjörnufræðingum að mæla braut innri reikistjörnunnar í fyrsta skipti. Þá kom í ljós að sporbraut hennar er hefðbundin. Hún gengur í kringum miðbaug HD 3167 en hornrétt á braut hinna reikistjarnanna tveggja. Ekki er óheyrt að reikistjörnur gangi í kringum póla stjarna en ekki er vitað um nokkuð annað sólkerfi sem líkist þessu þar sem reikistjörnunar ganga þvers og kress í kringum stjörnu, að sögn New York Times. Shweta Dalal frá Exeter-háskóla á Englandi segir að óþekkt fyrirbæri í ystu afkimum HD 3167-sólkerfisins kunni að valda þessari óvenjulegu uppröðun reikistjarnanna. Vísbendingar séu um að reikistjarnan á stærð við Júpíter sé á braut um stjörnuna. Þyngdarkraftur hennar gæti verið nægilegur til að hafa ýtt ytri reikistjörnunum inn á furðulega sporbraut sína. Innsta reikistjarnan sé á hefðbundinni sporbraut þar sem hún sé næst stjörnunni. Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar en allar hinar reikistjörnunnar kæmust fyrir inni í honum saman. Hann hefur þó ekki raskað sporbrautum hinna reikistjarnanna á sama hátt og í HD 3167 þar sem mun lengra er á milli þeirra en á milli reikistjarnanna sólkerfinu óvanalega. Þannig eru sporbrautir allra reikistjarnanna þriggja við HD 3167 á sporbraut sem liggur nær stjörnunni en sporbraut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, er sólinni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Tvær fjarreikistjörnur fundust á braut um stjörnuna HD 3167 árið 2016 og ári síðar fannst sú þriðja. Þær eru taldar svonefndar ofurjarðir og er stærð þeirra á milli jarðarinnar og Neptúnusar. Það kom vísindamönnum í opna skjöldu þegar þeir komust að því að tveir ytri hnettirnir gengju ekki í kringum miðbaug stjörnunnar heldur um póla hennar. Allar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar ganga á svipuðu plani um miðbaug sólarinnar. Nýlega tókst stjörnufræðingum að mæla braut innri reikistjörnunnar í fyrsta skipti. Þá kom í ljós að sporbraut hennar er hefðbundin. Hún gengur í kringum miðbaug HD 3167 en hornrétt á braut hinna reikistjarnanna tveggja. Ekki er óheyrt að reikistjörnur gangi í kringum póla stjarna en ekki er vitað um nokkuð annað sólkerfi sem líkist þessu þar sem reikistjörnunar ganga þvers og kress í kringum stjörnu, að sögn New York Times. Shweta Dalal frá Exeter-háskóla á Englandi segir að óþekkt fyrirbæri í ystu afkimum HD 3167-sólkerfisins kunni að valda þessari óvenjulegu uppröðun reikistjarnanna. Vísbendingar séu um að reikistjarnan á stærð við Júpíter sé á braut um stjörnuna. Þyngdarkraftur hennar gæti verið nægilegur til að hafa ýtt ytri reikistjörnunum inn á furðulega sporbraut sína. Innsta reikistjarnan sé á hefðbundinni sporbraut þar sem hún sé næst stjörnunni. Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar en allar hinar reikistjörnunnar kæmust fyrir inni í honum saman. Hann hefur þó ekki raskað sporbrautum hinna reikistjarnanna á sama hátt og í HD 3167 þar sem mun lengra er á milli þeirra en á milli reikistjarnanna sólkerfinu óvanalega. Þannig eru sporbrautir allra reikistjarnanna þriggja við HD 3167 á sporbraut sem liggur nær stjörnunni en sporbraut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, er sólinni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira