Friðrik Ingi er gríðarlega reyndur en þjálfaraferill hans spannar þrjá áratugi. Á síðasta tímabili var hann aðstoðarþjálfari Njarðvíkur. Síðasta aðalþjálfarastarf Friðriks Inga var með Þór Þ. tímabilið 2019-20.
Friðrik Ingi hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari á þjálfaraferlinum og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá þjálfaði hann karlalandsliðið um skeið og var framkvæmdastjóri KKÍ.
Fyrsti leikur ÍR undir stjórn Friðriks Inga er gegn Val á Hlíðarenda á fimmtudaginn. ÍR er í 10. sæti Subway-deildarinnar með tvö stig eftir fimm leiki.
Borche hætti með ÍR 22. október. Hann hafði stýrt liðinu frá 2015 með góðum árangri. Undir hans stjórn komust ÍR-ingar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 2019.
ÍR er sjötta liðið sem Friðrik Ingi stýrir í efstu deild. Hann hefur einnig stýrt Njarðvík, KR, Grindavík, Keflavík og Þór Þ.