Gerir allt sjálf fyrir ferminguna og þiggur enga hjálp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 15:00 Mæðgurnar Erna og Anna Kolbrún. Vísir/Arnar Halldórsson Fimmtán ára stelpa úr Garðabæ, sem fær loks að fermast eftir tveggja ára bið, hefur staðið í ströngu við undirbúning veislunnar en hún bæði bakar og skreytir – alein og óstudd. Þegar fréttastofu bar að garði í vikunni stóð Anna Kolbrún Stefánsdóttir í ströngu við að baka fyrir veisluna, sem var loks haldin í Digraneskirkju í dag. Kransakökubitar voru þá í bígerð en Anna þurfti að verða sér úti um heila frystikistu til að koma öllu góðgætinu fyrir. „Ég ætla að setja blóm, alvöru blóm, á fermingarkökuna – svona bleik og stór,” segir Anna Kolbrún, aðspurð hvernig hún ætlar að skreyta tertuna. Hún gerir líka rice krispies kökur, bollakökur, gulrótatertu, perutertu, pavlovur og þannig mætti lengi telja. „Nei ég fæ enga hjálp,” segir Anna Kolbrún aðspurð og bætir við að hún hafi virkilega gaman að þessu. Uppskriftirnar finnur hún á netinu og í bókum en hún hefur séð um veislurnar sínar frá því hún var lítil stelpa. „Við megum ekki einu sinni hjálpa henni,” segir Erna Arnardóttir, móðir Önnu Kolbrúnar, en viðurkennir þó að hún fái stundum að taka til eftir dóttur sína. „Hún hefur bakað kökurnar í afmælinu sínu í mörg ár,” segir hún en Anna Kolbrún hefur bakað fyrir veislur, skírnir og fyrirtæki. Mamma hennar segir kökurnar afskaplega góðar. „Þær eru ekki bara fallegar – þær eru líka góðar.” Og loks er komið að stóra deginum – Anna Kolbrún fermist í dag eftir tveggja ára bið. Henni fannst biðin samt ekkert erfið en er spennt að fá að fermast, halda veisluna og að hitta fólkið sitt. Fréttastofa kíkti í heimsókn til mæðgnanna, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Fermingar Börn og uppeldi Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Þegar fréttastofu bar að garði í vikunni stóð Anna Kolbrún Stefánsdóttir í ströngu við að baka fyrir veisluna, sem var loks haldin í Digraneskirkju í dag. Kransakökubitar voru þá í bígerð en Anna þurfti að verða sér úti um heila frystikistu til að koma öllu góðgætinu fyrir. „Ég ætla að setja blóm, alvöru blóm, á fermingarkökuna – svona bleik og stór,” segir Anna Kolbrún, aðspurð hvernig hún ætlar að skreyta tertuna. Hún gerir líka rice krispies kökur, bollakökur, gulrótatertu, perutertu, pavlovur og þannig mætti lengi telja. „Nei ég fæ enga hjálp,” segir Anna Kolbrún aðspurð og bætir við að hún hafi virkilega gaman að þessu. Uppskriftirnar finnur hún á netinu og í bókum en hún hefur séð um veislurnar sínar frá því hún var lítil stelpa. „Við megum ekki einu sinni hjálpa henni,” segir Erna Arnardóttir, móðir Önnu Kolbrúnar, en viðurkennir þó að hún fái stundum að taka til eftir dóttur sína. „Hún hefur bakað kökurnar í afmælinu sínu í mörg ár,” segir hún en Anna Kolbrún hefur bakað fyrir veislur, skírnir og fyrirtæki. Mamma hennar segir kökurnar afskaplega góðar. „Þær eru ekki bara fallegar – þær eru líka góðar.” Og loks er komið að stóra deginum – Anna Kolbrún fermist í dag eftir tveggja ára bið. Henni fannst biðin samt ekkert erfið en er spennt að fá að fermast, halda veisluna og að hitta fólkið sitt. Fréttastofa kíkti í heimsókn til mæðgnanna, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Fermingar Börn og uppeldi Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira