Veður

Gular við­varanir á sunnan­verðu landinu og Aust­fjörðum í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hvassviðri eða stormur mun ganga yfir landið í nótt. 
Hvassviðri eða stormur mun ganga yfir landið í nótt.  Vísir/Vilhelm

Gular viðvaranir taka gildi á miðnætti í nótt og gilda þær frá Faxaflóa og austur yfir landið að Austfjörðum. Búast má við hvassviðri eða stormi slyddu og snjókomu. 

Við Faxaflóa, á Suðausturlandi, höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi taka viðvaranir gildi á miðnætti í kvöld og gilda víðast þar til á milli klukkan átta og hádegis á morgun. Búast má við austanátt, 15 til 23 metrum á sekúndu en hvassari vindii á stöku stað. Þá muni rigna við ströndina en slydda eða snjókoma falla inn til landsins og á fjallvegum. 

Á Austfjörðum verður austan hvassviðri, 13 til 20 metrar á sekúndu en hvassara á stöku stað. Rigning við ströndina en slydda eða snjókoma inn til landsins og á fjallvegum. Þá er varað við austan stormi á miðhálendinu, 18 til 25 metrum á sekúndu og snjókomu en rigningu eða slyddu þegar líða tekur á morgun. 

Viðvaranirnar taka víðast gildi á miðnætti í kvöld og gilda til á milli klukkan átt í fyrramálið gil hádegis.Veðurstofa Ísland

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands að í dag verði fremur hæg orðlæg átt og víða bjartviðri um sunnanvert landið en dálítill éljagangur norðan- og austantil. Þá verði svalt í veðri og verði hiti um og undir frostmarki. 

Í kvöld leggist svo þessi lægð yfir landið en snúist vindur í hægari sunnanátt með skúrum í fyrramálið, fyrst suðvestantil en svo muni stytta upp og létta til norðan- og austanlands þegar líður á daginn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×