Telur ekki að nýjar takmarkanir breyti miklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 07:30 Gylfi Þór segir farsóttarhúsin við það að springa. Vísir/Egill Kórónuveirufaraldurinn hefur verið á mikilli uppsiglingu undanfarna daga og hefur það haft talsverð áhrif á störf farsóttarhúsa Rauða Krossins. Um ellefu hundruð manns eru í einangrun þessa stundina og farsóttarhúsin að sprengja utan af sér. „Það eru ekki mörg herbergi eftir en þetta sleppur vonandi yfir helgina. Það komu mjög margir til okkar í gær, mest frá Akranesi og það var þannig á tímabili að ég var ekki viss um að það væri einhver eftir til að stýra Akraborginni eða stýra sementsverksmiðjunni en þetta slapp allt sem betur fer í gær,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera við þessu ástandi á farsóttarhúsunum? Verður ekki bara að finna nýtt hótel til að taka yfir og opna þar farsóttarhús? „Það er ekki að því hlaupið að finna nýtt hótel þessa dagana. Þau eru nú flest í rekstri en það eru Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið sem að sjá um það ef þau telja að þess þurfi. Helgin sleppur en ef smit halda áfram að aukast svona næstu daga þá lendum við í miklum vandræðum í næstu viku,“ sagði Gylfi. Landspítalinn var í fyrradag færður á hættustig en í því felst að aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á. Verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala sagði í gær að lítið mætti út af bregða á spítalanum. Engin laus legurými séu þar ti boða og ástandið slæmt. Tilkynnt var á föstudag að hertar samkomutakmarkanir innanlands tækju gildi nú á miðvikudag. Þegar hefur grímuskylda, þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra nándarreglu, tekið gildi en á miðvikudag munu ekki fleiri en 500 koma saman í einu og opnunartími skemmtistaða og kráa verður styttur til ellefu. Gylfi segist ekki vongóður um það að nýjar hertar takmarkanir muni breyta miklu. „Satt best að segja held ég það nú ekki. Þetta eru ekki miklar takmarkanir. Ég ræð þessu náttúrulega ekki en mín persónulega skoðun er sú að við hefðum þurft að gera miklu meira.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
„Það eru ekki mörg herbergi eftir en þetta sleppur vonandi yfir helgina. Það komu mjög margir til okkar í gær, mest frá Akranesi og það var þannig á tímabili að ég var ekki viss um að það væri einhver eftir til að stýra Akraborginni eða stýra sementsverksmiðjunni en þetta slapp allt sem betur fer í gær,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera við þessu ástandi á farsóttarhúsunum? Verður ekki bara að finna nýtt hótel til að taka yfir og opna þar farsóttarhús? „Það er ekki að því hlaupið að finna nýtt hótel þessa dagana. Þau eru nú flest í rekstri en það eru Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið sem að sjá um það ef þau telja að þess þurfi. Helgin sleppur en ef smit halda áfram að aukast svona næstu daga þá lendum við í miklum vandræðum í næstu viku,“ sagði Gylfi. Landspítalinn var í fyrradag færður á hættustig en í því felst að aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á. Verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala sagði í gær að lítið mætti út af bregða á spítalanum. Engin laus legurými séu þar ti boða og ástandið slæmt. Tilkynnt var á föstudag að hertar samkomutakmarkanir innanlands tækju gildi nú á miðvikudag. Þegar hefur grímuskylda, þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra nándarreglu, tekið gildi en á miðvikudag munu ekki fleiri en 500 koma saman í einu og opnunartími skemmtistaða og kráa verður styttur til ellefu. Gylfi segist ekki vongóður um það að nýjar hertar takmarkanir muni breyta miklu. „Satt best að segja held ég það nú ekki. Þetta eru ekki miklar takmarkanir. Ég ræð þessu náttúrulega ekki en mín persónulega skoðun er sú að við hefðum þurft að gera miklu meira.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira