Beta getur endurtekið afrekið þrátt fyrir áfallið um síðustu helgi Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 19:01 Elísabet Gunnarsdóttir náði risastórum áfanga þegar hún kom Kristianstad í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og nú gæti hún endurtekið leikinn. Mynd/@_OBOSDamallsv Landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir geta kvatt Kristianstad sem „Meistaradeildarlið“ eftir morgundaginn. Til að svo megi verða má ekkert út af bregða. Kristianstad, sem leikið hefur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur frá árinu 2009, náði sínum besta árangri frá upphafi í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti. Það skilaði liðinu sínum fyrstu leikjum í Meistaradeild Evrópu í sögu félagsins. Nú getur Kristianstad endurtekið leikinn en til þess þarf liðið að vinna Piteå í hádeginu á morgun, í kuldanum norðarlega í Svíþjóð. Þá fer fram lokaumferðin í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård hafa fyrir löngu tryggt sér meistaratitilinn og ljóst er að Häcken, lið Diljár Ýrar Zomers, endar í 2. sæti. Fjögur lið eiga hins vegar enn möguleika á að enda í 3. sæti. Barátta fjögurra liða um sætið Kristianstad er í 3. sætinu þrátt fyrir afar óvænt tap gegn föllnu botnliði Växjö, 1-0, í síðasta leik. Eskilstuna er einnig með 32 stig en með tveimur mörkum verri markatölu en Kristianstad, þökk sé 3-1 tapi Eskilstuna gegn Rosengård á mánudaginn. Eskilstuna á erfiðan leik við Häcken á morgun. Ef að bæði Eskilstuna og Kristianstad tapa mun væntanlega sigurliðið í leik Örebro og Vittsjö, sem sitja í 5. og 6. sæti, ná 3. sætinu. Að keppnistímabilinu loknu mun Sif flytja til Íslands og finna sér hér íslenskt félag til að spila fyrir. Björn Sigurbjörnsson, maður Sifjar, hefur verið aðstoðarþjálfari Kristianstad um árabil en er að taka við Selfossi. Sveindís fer hins vegar til Þýskalands en hún hefur verið á láni hjá Kristianstad frá stórliðinu Wolfsburg á þessu fyrsta ári sínu í atvinnumennsku. Elísabet hefur hins vegar skrifað undir samning um að þjálfa Kristianstad áfram á næsta ári. Sænski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Kristianstad, sem leikið hefur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur frá árinu 2009, náði sínum besta árangri frá upphafi í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti. Það skilaði liðinu sínum fyrstu leikjum í Meistaradeild Evrópu í sögu félagsins. Nú getur Kristianstad endurtekið leikinn en til þess þarf liðið að vinna Piteå í hádeginu á morgun, í kuldanum norðarlega í Svíþjóð. Þá fer fram lokaumferðin í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård hafa fyrir löngu tryggt sér meistaratitilinn og ljóst er að Häcken, lið Diljár Ýrar Zomers, endar í 2. sæti. Fjögur lið eiga hins vegar enn möguleika á að enda í 3. sæti. Barátta fjögurra liða um sætið Kristianstad er í 3. sætinu þrátt fyrir afar óvænt tap gegn föllnu botnliði Växjö, 1-0, í síðasta leik. Eskilstuna er einnig með 32 stig en með tveimur mörkum verri markatölu en Kristianstad, þökk sé 3-1 tapi Eskilstuna gegn Rosengård á mánudaginn. Eskilstuna á erfiðan leik við Häcken á morgun. Ef að bæði Eskilstuna og Kristianstad tapa mun væntanlega sigurliðið í leik Örebro og Vittsjö, sem sitja í 5. og 6. sæti, ná 3. sætinu. Að keppnistímabilinu loknu mun Sif flytja til Íslands og finna sér hér íslenskt félag til að spila fyrir. Björn Sigurbjörnsson, maður Sifjar, hefur verið aðstoðarþjálfari Kristianstad um árabil en er að taka við Selfossi. Sveindís fer hins vegar til Þýskalands en hún hefur verið á láni hjá Kristianstad frá stórliðinu Wolfsburg á þessu fyrsta ári sínu í atvinnumennsku. Elísabet hefur hins vegar skrifað undir samning um að þjálfa Kristianstad áfram á næsta ári.
Sænski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira