Losa sig við Beckham á afmælisdaginn hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 14:15 Odell Beckham Jr. hefur spilað sinn síðasta leik með Cleveland Browns í NFL deildinni. AP/David Richard Eftir mikla vandræðaviku þá hafa forráðamenn Cleveland Browns ákveðið að losa sig við útherjann Odell Beckham Jr. Odell hafði verið rekinn af æfingu tvo daga í röð og nú er ljóst að málin verði ekki leyst. Aðilar náðu samkomulagi um starfslok og hann getur fljótlega farið að leita sér að nýju félagi í NFL-deildinni. Browns are releasing WR Odell Beckham Jr. (via @RapSheet) pic.twitter.com/z6Cw6MAroc— NFL (@NFL) November 5, 2021 Það ótrúlega við þetta er að Cleveland losar sig við hann á 29 ára afmælisdaginn hans. Kannski er þetta ígildi afmælisgjafar enda ljóst að það var ekkert gott að fara koma út veru hans innan raða Cleveland Browns. Odell var mjög óánægður með þá þjónustu og það hlutverk sem hann hefur fengið hjá Cleveland liðinu og eftir að félaginu mistókst að skipta honum áður en glugginn lokaði í vikunni þá funduðu leikmaðurinn og félagið um starfslok. The Browns are releasing Odell Beckham Jr, per @RapSheet.Cleveland will convert Beckham's base salary into signing bonus to lower his cap number.Today is also OBJ's 29th birthday. pic.twitter.com/uGVIssIicX— Sports Section (@SportsSection) November 5, 2021 Beckham var um tíma einn mest spennandi leikmaður NFL-deildarinnar en fljótlega eftir að hann gerði risasamning við New York Giants fór að halla undan fæti hjá honum. Honum var skipt til Cleveland Browns í mars 2019 en hefur verið mikið meiddur síðan hann kom þangað. Frammistaðan hefur heldur ekki verið merkileg þegar hann hefur verið leikfær. Samband hans og leikstjórnandans Baker Mayfield var ekki gott og Beckham var farinn að kvarta mikið yfir þjónustunni í gegnum sitt fólk. NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sjá meira
Odell hafði verið rekinn af æfingu tvo daga í röð og nú er ljóst að málin verði ekki leyst. Aðilar náðu samkomulagi um starfslok og hann getur fljótlega farið að leita sér að nýju félagi í NFL-deildinni. Browns are releasing WR Odell Beckham Jr. (via @RapSheet) pic.twitter.com/z6Cw6MAroc— NFL (@NFL) November 5, 2021 Það ótrúlega við þetta er að Cleveland losar sig við hann á 29 ára afmælisdaginn hans. Kannski er þetta ígildi afmælisgjafar enda ljóst að það var ekkert gott að fara koma út veru hans innan raða Cleveland Browns. Odell var mjög óánægður með þá þjónustu og það hlutverk sem hann hefur fengið hjá Cleveland liðinu og eftir að félaginu mistókst að skipta honum áður en glugginn lokaði í vikunni þá funduðu leikmaðurinn og félagið um starfslok. The Browns are releasing Odell Beckham Jr, per @RapSheet.Cleveland will convert Beckham's base salary into signing bonus to lower his cap number.Today is also OBJ's 29th birthday. pic.twitter.com/uGVIssIicX— Sports Section (@SportsSection) November 5, 2021 Beckham var um tíma einn mest spennandi leikmaður NFL-deildarinnar en fljótlega eftir að hann gerði risasamning við New York Giants fór að halla undan fæti hjá honum. Honum var skipt til Cleveland Browns í mars 2019 en hefur verið mikið meiddur síðan hann kom þangað. Frammistaðan hefur heldur ekki verið merkileg þegar hann hefur verið leikfær. Samband hans og leikstjórnandans Baker Mayfield var ekki gott og Beckham var farinn að kvarta mikið yfir þjónustunni í gegnum sitt fólk.
NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sjá meira