Nýtt lyf hafi mikla þýðingu í baráttunni við faraldurinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. nóvember 2021 13:43 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, segir lyfið hafa þýðingu í baráttunni gegn Covid-19 Vísir/Sigurjón Nýtt lyf gegn Covid-19 hefur talsverða þýðingu í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum að mati prófessors í smitsjúkdómalækningum. Margir hafa augastað á lyfinu en það jákvæða er að framleiðsla þess er auðveldari en framleiðsla bóluefna. Bretar hafa heimilað notkun á nýju veirulyfi, sem heitir molnupiravir, gegn Covid-19. Lyfið er gefið í töfluformi. Rannsóknir sýna að notkun lyfsins á fyrstu dögum dregur úr líkum á innlögn á sjúkrahús og dauðsföllum. „Þýðingin gæti verið talsverð vegna þess að þetta er lyf sem að hægt er að taka um munn og kallar þess vegna ekki á mikla vinnu af hálfu sjúkrahúsa eða bráðamóttaka ef hægt er að ávísa lyfinu tiltölulega snemma í ferlinu,“ segir Magnús Gottfreðsson yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor í smitsjúkdómalækningum. „Það virðist þolast vel og rannsóknir sem að gerðar hafa verið benda til þess að hægt sé að draga úr innlögnum og dauðsföllum með því að beita þessari íhlutun snemma.“ Önnur ríki vinna nú að því að fá lyfið skráð til að hægt að heimila notkun á því. „Þetta er lyf sem að er alveg nýtt og hefur ekki verið notað áður og hefur ekki verið skráð fyrr en þá núna í Bretlandi og Bandaríkjamenn eru að vinna að undirbúningi skráningar þar. Sömuleiðis í Evrópu þar er verið að fara yfir þessi gögn,“ Magnús segir erfitt að segja til um hvenær hægt verður að byrja að nota lyfið á Íslandi. „Ég veit það að það er áhugi alls staðar í Evrópu að hraða þessu ferli og umsóknin um skráningu er komin til Evrópsku lyfjastofnunarinnar og ég geri ráð fyrir að menn muni leggja hart að sér að vanda þar til verka og flýta þeirri yfirferð.“ Mikil eftirspurn er eftir lyfinu en bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa tryggt sér nokkuð magn af því. „Þetta er hins vegar ekki flókin efnasmíð og ætti í sjálfu sér ekki að vera jafn tímafrekt og í tilviki bóluefnanna þannig að já það er vafalítið einhver bið á að hægt sé að uppfylla allar þarfir heimsins en það ætti að vera mun auðveldara viðfangs heldur en í tilviki bóluefnanna vegna þess að bóluefnagerðin er flóknari. “ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
Bretar hafa heimilað notkun á nýju veirulyfi, sem heitir molnupiravir, gegn Covid-19. Lyfið er gefið í töfluformi. Rannsóknir sýna að notkun lyfsins á fyrstu dögum dregur úr líkum á innlögn á sjúkrahús og dauðsföllum. „Þýðingin gæti verið talsverð vegna þess að þetta er lyf sem að hægt er að taka um munn og kallar þess vegna ekki á mikla vinnu af hálfu sjúkrahúsa eða bráðamóttaka ef hægt er að ávísa lyfinu tiltölulega snemma í ferlinu,“ segir Magnús Gottfreðsson yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor í smitsjúkdómalækningum. „Það virðist þolast vel og rannsóknir sem að gerðar hafa verið benda til þess að hægt sé að draga úr innlögnum og dauðsföllum með því að beita þessari íhlutun snemma.“ Önnur ríki vinna nú að því að fá lyfið skráð til að hægt að heimila notkun á því. „Þetta er lyf sem að er alveg nýtt og hefur ekki verið notað áður og hefur ekki verið skráð fyrr en þá núna í Bretlandi og Bandaríkjamenn eru að vinna að undirbúningi skráningar þar. Sömuleiðis í Evrópu þar er verið að fara yfir þessi gögn,“ Magnús segir erfitt að segja til um hvenær hægt verður að byrja að nota lyfið á Íslandi. „Ég veit það að það er áhugi alls staðar í Evrópu að hraða þessu ferli og umsóknin um skráningu er komin til Evrópsku lyfjastofnunarinnar og ég geri ráð fyrir að menn muni leggja hart að sér að vanda þar til verka og flýta þeirri yfirferð.“ Mikil eftirspurn er eftir lyfinu en bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa tryggt sér nokkuð magn af því. „Þetta er hins vegar ekki flókin efnasmíð og ætti í sjálfu sér ekki að vera jafn tímafrekt og í tilviki bóluefnanna þannig að já það er vafalítið einhver bið á að hægt sé að uppfylla allar þarfir heimsins en það ætti að vera mun auðveldara viðfangs heldur en í tilviki bóluefnanna vegna þess að bóluefnagerðin er flóknari. “
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15