UNICEF: Hafnarfjarðarbær tilnefndur til hvatningaverðlauna Heimsljós 5. nóvember 2021 10:14 Unicef Tilkynnt verður um sigurvegara 17. nóvember næstkomandi. Í morgun bárust þær fréttir að Hafnarfjarðarbær er tilnefndur til Hvatningarverðlauna Barnvænna sveitarfélaga UNICEF (e. Child Friendly Cities and Local Governments Inspire Awards) fyrir verkefni sitt „Brúin“ í flokknum „barnvæn félagsþjónusta“. Almenningi gefst kostur á að taka þátt í netkosningu verðlaunanna og hægt er að kjósa sitt uppáhaldsverkefni til 14. nóvember næstkomandi. Samkvæmt frétt frá UNICEF er markmið Brúarinnar að samþætta þjónustu Hafnarfjarðarbæjar og auka lífsgæði barna, unglinga og fjölskyldna þeirra. „Bæjaryfirvöld hafa frá árinu 2018 þróað verklag í þeim tilgangi að efla stuðning og þjónustu við börn í leik- og grunnskólum bæjarins. Áhersla er lögð á að veita þjónustu á fyrri stigum með aðkomu brúarteyma leik-og grunnskólanna. Ásamt því hefur samvinna fagfólks verið efld á milli fjölskyldu- og barnamálasviðs og mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar,“ segir í fréttinni. Nánar er hægt að lesa um verkefnið á vef bæjarins hér. Tilkynnt verður um sigurvegara 17. nóvember næstkomandi og UNICEF hvetur að sjálfsögðu alla til að greiða þessu flotta framtaki Hafnfirðinga atkvæði sitt á vefsíðu Inspire Awards. Á vefsíðunni er einnig hægt að horfa á kynningarmyndband um verkefnið og greiða atkvæði í fleiri flokkum verðlaunanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Hafnarfjörður Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent
Í morgun bárust þær fréttir að Hafnarfjarðarbær er tilnefndur til Hvatningarverðlauna Barnvænna sveitarfélaga UNICEF (e. Child Friendly Cities and Local Governments Inspire Awards) fyrir verkefni sitt „Brúin“ í flokknum „barnvæn félagsþjónusta“. Almenningi gefst kostur á að taka þátt í netkosningu verðlaunanna og hægt er að kjósa sitt uppáhaldsverkefni til 14. nóvember næstkomandi. Samkvæmt frétt frá UNICEF er markmið Brúarinnar að samþætta þjónustu Hafnarfjarðarbæjar og auka lífsgæði barna, unglinga og fjölskyldna þeirra. „Bæjaryfirvöld hafa frá árinu 2018 þróað verklag í þeim tilgangi að efla stuðning og þjónustu við börn í leik- og grunnskólum bæjarins. Áhersla er lögð á að veita þjónustu á fyrri stigum með aðkomu brúarteyma leik-og grunnskólanna. Ásamt því hefur samvinna fagfólks verið efld á milli fjölskyldu- og barnamálasviðs og mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar,“ segir í fréttinni. Nánar er hægt að lesa um verkefnið á vef bæjarins hér. Tilkynnt verður um sigurvegara 17. nóvember næstkomandi og UNICEF hvetur að sjálfsögðu alla til að greiða þessu flotta framtaki Hafnfirðinga atkvæði sitt á vefsíðu Inspire Awards. Á vefsíðunni er einnig hægt að horfa á kynningarmyndband um verkefnið og greiða atkvæði í fleiri flokkum verðlaunanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Hafnarfjörður Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent