Segja að það hafi tekið Sir Alex tuttugu sekúndur að sannfæra Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 10:32 Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson saman þegar Ronaldo var enn ungur og áður en hann fór frá Manchester United til Real Madrid. Getty/Denis Doyle/ Það brá mörgum í haust þegar fréttist af því að Manchester United goðsögnin Cristiano Ronaldo væri að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en ætlaði að semja við Manchester City af öllum liðum. Ekkert varð þó af því og á endanum samdi Ronaldo við Manchester United og snéri því aftur á Old Trafford eftir tólf ára fjarveru. In a 20-second call, Fergie told Ronaldo 'Don't join City' before hanging up the phone Three days later, Ronaldo was a United player A reminder of how legendary Sir Alex Ferguson really is #MUFC #Ronaldo #MUNMCIhttps://t.co/MUAVkngMAc— GiveMeSport Football (@GMS__Football) November 5, 2021 Félagið seldi hann fyrir metfé til Real Madrid árið 2009 og þar átti Ronaldo sín bestu ár. Ronaldo er orðinn 36 ára gamall en hefur litlu gleymt og er búinn að skora 9 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum á þessari fyrstu leiktíð. Ronaldo hefur ítrekað bjargað United liðinu í Meistaradeildinni og þá hefur hann varið kosinn leikmaður mánaðarins hjá félaginu fyrstu tvo mánuði tímabilsins. Næst á dagskrá er leikur á móti Manchester City um helgina og í upphitun fyrir þann leik hafa enskir blaðamenn verið að forvitnast meira um það sem gekk á bak við tjöldin þegar Ronaldo var næstum því farinn í Manchester City. Tomorrow s @DailyMirror back page: Ron in 20 seconds #TomorrowsPapersToday https://t.co/7cQkMZb0jZ pic.twitter.com/8Endonjq83— Mirror Sport (@MirrorSport) November 4, 2021 Áður hafði verið fjallað um það að Sir Alex Ferguson hafi verið í bandi við Portúgalann og sannfært hann um að koma frekar aftur til Manchester United. Samband Sir Alex og Ronaldo hefur alltaf verið frábært og Cristiano hefur talað um að Ferguson hafi verið eins og faðir fyrir sig. Undir stjórn Ferguson þá blómstraði Ronaldo og breyttist úr óþekktum unglingi í besta fótboltamann heims. Ronaldo spilaði í sex tímabil með Manchester United eða þegar hann var 18 ára til að hann varð 24 ára. Daily Mirror slær því upp á forsíðu sinni að það hafi aðeins tekið Sir Alex tuttugu sekúndur að sannfæra Ronaldo í umræddu símtali. Skotinn á bara að hafa sagt þrjú orð við Ronaldo. Þau orð voru: „Ekki fara í City“ eða „don't join City“ á enskunni. Fergie á síðan að hafa lagt á. It took Cristiano Ronaldo four years to score his first five #UCL goals at #MUFC.It's taken four games this time round Listen to reaction of Atalanta 2-2 Manchester Utd on the Football Daily podcast #bbcfootbal #UCL— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) November 3, 2021 Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Ekkert varð þó af því og á endanum samdi Ronaldo við Manchester United og snéri því aftur á Old Trafford eftir tólf ára fjarveru. In a 20-second call, Fergie told Ronaldo 'Don't join City' before hanging up the phone Three days later, Ronaldo was a United player A reminder of how legendary Sir Alex Ferguson really is #MUFC #Ronaldo #MUNMCIhttps://t.co/MUAVkngMAc— GiveMeSport Football (@GMS__Football) November 5, 2021 Félagið seldi hann fyrir metfé til Real Madrid árið 2009 og þar átti Ronaldo sín bestu ár. Ronaldo er orðinn 36 ára gamall en hefur litlu gleymt og er búinn að skora 9 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum á þessari fyrstu leiktíð. Ronaldo hefur ítrekað bjargað United liðinu í Meistaradeildinni og þá hefur hann varið kosinn leikmaður mánaðarins hjá félaginu fyrstu tvo mánuði tímabilsins. Næst á dagskrá er leikur á móti Manchester City um helgina og í upphitun fyrir þann leik hafa enskir blaðamenn verið að forvitnast meira um það sem gekk á bak við tjöldin þegar Ronaldo var næstum því farinn í Manchester City. Tomorrow s @DailyMirror back page: Ron in 20 seconds #TomorrowsPapersToday https://t.co/7cQkMZb0jZ pic.twitter.com/8Endonjq83— Mirror Sport (@MirrorSport) November 4, 2021 Áður hafði verið fjallað um það að Sir Alex Ferguson hafi verið í bandi við Portúgalann og sannfært hann um að koma frekar aftur til Manchester United. Samband Sir Alex og Ronaldo hefur alltaf verið frábært og Cristiano hefur talað um að Ferguson hafi verið eins og faðir fyrir sig. Undir stjórn Ferguson þá blómstraði Ronaldo og breyttist úr óþekktum unglingi í besta fótboltamann heims. Ronaldo spilaði í sex tímabil með Manchester United eða þegar hann var 18 ára til að hann varð 24 ára. Daily Mirror slær því upp á forsíðu sinni að það hafi aðeins tekið Sir Alex tuttugu sekúndur að sannfæra Ronaldo í umræddu símtali. Skotinn á bara að hafa sagt þrjú orð við Ronaldo. Þau orð voru: „Ekki fara í City“ eða „don't join City“ á enskunni. Fergie á síðan að hafa lagt á. It took Cristiano Ronaldo four years to score his first five #UCL goals at #MUFC.It's taken four games this time round Listen to reaction of Atalanta 2-2 Manchester Utd on the Football Daily podcast #bbcfootbal #UCL— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) November 3, 2021
Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira