„Kolefnisþakið“ springur á ellefu árum Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2021 23:31 Maður hjólar fram hjá kolaorkuveri í Kína. Kol eru versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda í heiminum en brennsla þeirra hefur aukist á þessu ári borið saman við 2019. Vísir/EPA Haldi mannkynið áfram núverandi losun gróðurhúsalofttegunda tekur það aðeins ellefu ár þar til uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum veldur meiri en 1,5°C hlýnun á jörðinni. Losun er nú komin nær alveg í fyrra horf eftir mikinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Þetta er á meðal niðurstaða nýrrar árlegrar greiningar á svonefndu kolefnisþaki (e. carbon budget), því magni kolefnis sem þarf til að valda tiltekinni hlýnun, sem sjötíu stofnanir frá fimm heimsálfum tóku þátt í að vinna. Þegar framreikningar á kolefnisþakinu voru fyrst gerðir árið 2015 áætluðu vísindamenn að losun þyrfti að ná um 903 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum til þess að hlýnun jarðar næmi 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Það er metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins að halda hlýnun innan þeirra marka. Þá var talið að það jafngilti losun mannkynsins á um tuttugu árum. Síðan þá hafa menn aftur á móti spýtt í lófana og aukið losun sína. Á þeim sex árum frá því að greiningin var fyrst unnin hefur mannkynið þegar losað um helming þessa kvóta, að því er segir í frétt Washington Post. Ef fram fer sem horfir verður þetta kolefnisþak endanlega fokið út í veður og vind eftir ellefu ár. Ekki tæknilega útilokað að ná 1,5°C markmiðinu Losun dróst verulega saman í fyrra þegar fjöldi ríkja um allan heim greip til sóttvarnaaðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Verksmiðjum var lokað og vega- og flugsamgöngur lögðust að miklu leyti af þegar milljónir manna héldu sig að mestu heima fyrir um margra mánaða skeið. Á þessu ári hefur losunin stóraukist aftur. Bruni á kolum og jarðgasi er nú jafnvel meiri en árið 2019, áður en faraldurinn hófst. Ástæðan er fyrst og fremst efnahagsviðsnúningur í Kína sem framleiðir mest af raforku sinni með því að brenna kolum. Losun jókst einnig verulega á Indlandi sem er háð kolaorku. Í Bandaríkjunum og Evrópu er búist við að losun í lok þessa árs verði aðeins örlítið undir því sem var fyrir faraldurinn. Corinne Le Quéré, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir að það sé enn tæknilega mögulegt að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þannig hafi losun dregist saman í 23 ríkjum með vaxandi hagkerfi fyrir faraldurinn, fyrst og fremst í vel stæðum Evrópuríkjum en einnig í Bandaríkjunum og Mexíkó. „Það er hægt að leika eftir þennan árangur. Það er engin ástæða fyrir því að það sé ekki hægt að hrinda því af stað, önnur en pólitískur vilji,“ segir Le Quéré. Hamfarir fylgdu þeirri hlýnun sem stefnir í Miðað við núverandi markmið ríkja heims um samdrátt í losun stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,7°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Við slíka hlýnun væri hætta á fjöldaútdauða dýrategunda, hruni í stóru ísbreiðum jarðarinnar, gríðarlegri hækkun sjávarstöðu auk þrúgandi áhrifa hitabylgja, þurrka, flóða og veðurhamfara víða um heim. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá því í ágúst kom fram að líklegt væri að hlýnun næði 1,5°C strax á næsta áratug, jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Bjartsýnustu sviðsmyndir sem var stillt upp í skýrslunni gerðu þó ráð fyrir að þó að hlýnun færi tímanbundið umfram mörk Parísarsamkomulagsins á þessari öld væri hægt að draga úr henni á seinni hluta aldarinnar með því að draga hratt úr losun og byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum. Tæknin til að binda kolefni úr lofti í stórum stíl er þó enn tiltölulega skammt á veg komin. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaða nýrrar árlegrar greiningar á svonefndu kolefnisþaki (e. carbon budget), því magni kolefnis sem þarf til að valda tiltekinni hlýnun, sem sjötíu stofnanir frá fimm heimsálfum tóku þátt í að vinna. Þegar framreikningar á kolefnisþakinu voru fyrst gerðir árið 2015 áætluðu vísindamenn að losun þyrfti að ná um 903 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum til þess að hlýnun jarðar næmi 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Það er metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins að halda hlýnun innan þeirra marka. Þá var talið að það jafngilti losun mannkynsins á um tuttugu árum. Síðan þá hafa menn aftur á móti spýtt í lófana og aukið losun sína. Á þeim sex árum frá því að greiningin var fyrst unnin hefur mannkynið þegar losað um helming þessa kvóta, að því er segir í frétt Washington Post. Ef fram fer sem horfir verður þetta kolefnisþak endanlega fokið út í veður og vind eftir ellefu ár. Ekki tæknilega útilokað að ná 1,5°C markmiðinu Losun dróst verulega saman í fyrra þegar fjöldi ríkja um allan heim greip til sóttvarnaaðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Verksmiðjum var lokað og vega- og flugsamgöngur lögðust að miklu leyti af þegar milljónir manna héldu sig að mestu heima fyrir um margra mánaða skeið. Á þessu ári hefur losunin stóraukist aftur. Bruni á kolum og jarðgasi er nú jafnvel meiri en árið 2019, áður en faraldurinn hófst. Ástæðan er fyrst og fremst efnahagsviðsnúningur í Kína sem framleiðir mest af raforku sinni með því að brenna kolum. Losun jókst einnig verulega á Indlandi sem er háð kolaorku. Í Bandaríkjunum og Evrópu er búist við að losun í lok þessa árs verði aðeins örlítið undir því sem var fyrir faraldurinn. Corinne Le Quéré, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir að það sé enn tæknilega mögulegt að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þannig hafi losun dregist saman í 23 ríkjum með vaxandi hagkerfi fyrir faraldurinn, fyrst og fremst í vel stæðum Evrópuríkjum en einnig í Bandaríkjunum og Mexíkó. „Það er hægt að leika eftir þennan árangur. Það er engin ástæða fyrir því að það sé ekki hægt að hrinda því af stað, önnur en pólitískur vilji,“ segir Le Quéré. Hamfarir fylgdu þeirri hlýnun sem stefnir í Miðað við núverandi markmið ríkja heims um samdrátt í losun stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,7°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Við slíka hlýnun væri hætta á fjöldaútdauða dýrategunda, hruni í stóru ísbreiðum jarðarinnar, gríðarlegri hækkun sjávarstöðu auk þrúgandi áhrifa hitabylgja, þurrka, flóða og veðurhamfara víða um heim. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá því í ágúst kom fram að líklegt væri að hlýnun næði 1,5°C strax á næsta áratug, jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Bjartsýnustu sviðsmyndir sem var stillt upp í skýrslunni gerðu þó ráð fyrir að þó að hlýnun færi tímanbundið umfram mörk Parísarsamkomulagsins á þessari öld væri hægt að draga úr henni á seinni hluta aldarinnar með því að draga hratt úr losun og byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum. Tæknin til að binda kolefni úr lofti í stórum stíl er þó enn tiltölulega skammt á veg komin.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Sjá meira