Ísak Máni Wium: Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur Sverrir Mar Smárason skrifar 4. nóvember 2021 20:19 Ísak Máni Wium var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍR-ingar unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í TM-hellinum í Breiðholti í kvöld. Bæði lið stigalaus fyrir leikinn svo Ísak Máni, afleysingaþjálfari ÍR, var sáttur með fyrsta sigurinn í leikslok. „Gríðarlega, gríðarlega mikilvægur sigur að sækja þessi tvö stig. Þetta var frekar ‚challenging‘ leikur eftir að hafa spilað við þá í bikarnum á mánudaginn, að mæta rétt ‚motiveraðir‘ í það þannig að þetta var bara mjög góður sigur og flott liðsframmistaða,“ sagði Ísak Máni. Leiknum lauk með 25 stiga heimasigri, 86-61, þar sem ÍR-liðið átti frábæran fyrri hálfleik og nýttu sér slæma skotnýtingu Þórsara. Ísak var ánægður með vörnina en liðið hefur átt í erfiðleikum með varnarleikinn í upphafi móts. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og bara menn að skjóta með sjálfstraustið í botni. Við erum 40% í þriggja stiga í fyrri hálfleik, það datt aðeins niður og sóknarleikurinn var ekki góður í síðari hálfleik. Fyrst og fremst var þetta samt bara vörnin. Við fengum á okkur 89 stig á móti þessu liði á mánudaginn og gerðum okkar áherslubreytingar varnarlega sem virkuðu að mínu mati bara mjög vel. Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur,“ sagði Ísak. Sigvaldi Eggertsson var lang stigahæstur í leiknum en hann skoraði 25 stig. Shakir Smith sá um að stýra leik liðsins, dreyfa boltanum og hann átti 12 stoðsendingar. Lykilmenn sem allir viti hvað geti að mati Ísaks. „Það vita allir hvað Sigvaldi getur, vantar kannski bara smá ‚consistant‘ í þetta og allavega í undanförnum tveimur leikjum þá hefur hann verið virkilega flottur. Hann hefur allavega verið að setja skotin og fá skotin líka. Shakir er að dreyfa boltanum vel svo ég er bara mjög ánægður með þá tvo,“ sagði Ísak um leikmennina tvo. Líkt og fyrr segir var ÍR-liðið stigalaust fyrir leikinn og unnu þar með sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld. Nýverið hætti Borce Illievski sem þjálfari liðsins og enn er óvíst hver tekið við. Ísak segist ekki vera tilbúinn til þess eins og stendur. „Ég held að menn geti bara alltaf verið bjartsýnir í Breiðholtinu. Hér er gott bakland. Ég veit ekkert hvernig þjálfaramálin standa en þetta lið sýnir það bara í dag, og ég veit að Þór er ekkert sterkasta liðið í deildinni, en það er í fínasta breidd í okkar liði og fínustu einstaklingsgæði. Ég held að menn ættu bara að vera bjartsýnir,“ sagði Ísak og þá spurði fréttamaður hvort Ísak tæki ekki bara sjálfur við liðinu. „Nei, það er bara ákveðið. Ég ætla ekki að taka þetta, allavega ekki eins og staðan er núna,“ svaraði Ísak Máni. Subway-deild karla ÍR Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
„Gríðarlega, gríðarlega mikilvægur sigur að sækja þessi tvö stig. Þetta var frekar ‚challenging‘ leikur eftir að hafa spilað við þá í bikarnum á mánudaginn, að mæta rétt ‚motiveraðir‘ í það þannig að þetta var bara mjög góður sigur og flott liðsframmistaða,“ sagði Ísak Máni. Leiknum lauk með 25 stiga heimasigri, 86-61, þar sem ÍR-liðið átti frábæran fyrri hálfleik og nýttu sér slæma skotnýtingu Þórsara. Ísak var ánægður með vörnina en liðið hefur átt í erfiðleikum með varnarleikinn í upphafi móts. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og bara menn að skjóta með sjálfstraustið í botni. Við erum 40% í þriggja stiga í fyrri hálfleik, það datt aðeins niður og sóknarleikurinn var ekki góður í síðari hálfleik. Fyrst og fremst var þetta samt bara vörnin. Við fengum á okkur 89 stig á móti þessu liði á mánudaginn og gerðum okkar áherslubreytingar varnarlega sem virkuðu að mínu mati bara mjög vel. Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur,“ sagði Ísak. Sigvaldi Eggertsson var lang stigahæstur í leiknum en hann skoraði 25 stig. Shakir Smith sá um að stýra leik liðsins, dreyfa boltanum og hann átti 12 stoðsendingar. Lykilmenn sem allir viti hvað geti að mati Ísaks. „Það vita allir hvað Sigvaldi getur, vantar kannski bara smá ‚consistant‘ í þetta og allavega í undanförnum tveimur leikjum þá hefur hann verið virkilega flottur. Hann hefur allavega verið að setja skotin og fá skotin líka. Shakir er að dreyfa boltanum vel svo ég er bara mjög ánægður með þá tvo,“ sagði Ísak um leikmennina tvo. Líkt og fyrr segir var ÍR-liðið stigalaust fyrir leikinn og unnu þar með sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld. Nýverið hætti Borce Illievski sem þjálfari liðsins og enn er óvíst hver tekið við. Ísak segist ekki vera tilbúinn til þess eins og stendur. „Ég held að menn geti bara alltaf verið bjartsýnir í Breiðholtinu. Hér er gott bakland. Ég veit ekkert hvernig þjálfaramálin standa en þetta lið sýnir það bara í dag, og ég veit að Þór er ekkert sterkasta liðið í deildinni, en það er í fínasta breidd í okkar liði og fínustu einstaklingsgæði. Ég held að menn ættu bara að vera bjartsýnir,“ sagði Ísak og þá spurði fréttamaður hvort Ísak tæki ekki bara sjálfur við liðinu. „Nei, það er bara ákveðið. Ég ætla ekki að taka þetta, allavega ekki eins og staðan er núna,“ svaraði Ísak Máni.
Subway-deild karla ÍR Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira